Fréttablaðið - 24.03.2018, Page 108
Í janúar hófst þriggja mánaða starfs-
þjálfun mín hjá Hjálparstarfi kirkjunn-
ar en ég er félagsráðgjafarnemi sem
útskrifast með starfsréttindi í sumar.
Fyrir vissi ég lítið um Hjálparstarfið en
ég lagði upp með að mæta með opinn
huga, þekkingarþorsta og jákvæðni í
garð þeirra verkefna sem ég kæmi til
með að sinna og taka þátt í.
Meginmarkmið starfsins er að rjúfa
vítahring fátæktar og að auka virðingu
fyrir mannréttindum þeirra einstak-
linga sem búa við óréttlæti og fátækt
en það kom mér á óvart hversu um-
fangsmikið starfið er. Frá fyrsta degi
hef ég fengið að taka þátt í mörgum og
fjölbreyttum verkefnum sem jafnframt
eru krefjandi en hafa vakið enn meiri
áhuga minn á fyrirbærinu fátækt og
félagslegri einangrun sem oft fylgir.
Starfið er fjölbreytt að því leyti að
bæði er um að ræða einstaklingsráð-
gjöf og hópvinnu. Einstaklingar sem
nýta sér þjónustuna eru ekki sviptir
ábyrgð á lífi og aðstæðum heldur er
það haft að leiðarljósi að valdefla þá og
aðstoða til sjálfshjálpar, hvetja og
styrkja þá til að nýta sér hæfileika sína
og getu til virkni í samfélaginu.
Starfið felur það í sér að draga fram
kjör og vekja athygli á aðstæðum þeirra
sem ekki eiga sér málsvara og berjast
fyrir aðgerðum sem auka möguleika
fólksins á að lifa farsælu lífi; það er að
berjast fyrir félagslegum umbótum og
réttindum með notandasamráð, vald-
eflingu og sjálfsákvörðunarrétt
einstaklinga að leiðarljósi en félags-
ráðgjafar Hjálparstarfsins og notend-
ur þjónustunnar vinna saman að því
viðfangsefni að auka farsæld hvers og
eins og þar með samfélagsins í heild.
Sú sýn sem ég hef fengið inn í aðstæður
einstaklinga sem búa við fátækt á Ís-
landi í starfsþjálfun hjá Hjálparstarf-
inu er ómetanlegt veganesti og á eftir
að fylgja mér í framtíðinni, bæði í
persónulegu lífi og framtíðarstörfum
sem félagsráðgjafi. Ég er þakklát fyrir
starfið sem Hjálparstarf kirkjunnar
vinnur og fyrir það að hafa fengið
að taka þátt í þeirri frábæru vinnu.
Konur sem bíða niðurstöðu hælisumsóknar og þær
sem nýverið hafa sest að hér á landi en eru enn utan
vinnumarkaðar hafa tjáð þörf fyrir virkni af einhverju
tagi. Til að svara þeirri þörf hafa Hjálparstarfið og
Hjálpræðisherinn í sameiningu boðið konunum að
taka þátt í saumaverkefni sem um leið er til verndar
umhverfinu. Konurnar sníða og sauma fjölnota inn-
kaupapoka og -töskur úr efni og/eða notuðum fatn-
aði sem almenningur hefur gefið og nota til þess
saumavélar sem almenningur hefur gefið sömuleiðis.
Krónan er meðal þeirra sem styrkja verkefnið og ger-
ir það með því að kaupa 500 töskur.
Á hverjum mánudegi hittast konur úr hópi innflytj-
enda, flóttafólks og hælisleitenda til að sauma saman
fjölnota innkaupatöskur og grænmetispoka auk þess
sem þær borða saman hádegismat. Konurnar koma
víða að og hafa ólíkan bakgrunn.
„Ég hlakka alltaf til samverustundanna á mánudögum. Það er svo gott að hitta aðra og hugsa
um eitthvað annað en ástandið heima og fólkið sitt þar,“ segir Kúrdinn Didar Farid Kareen
Al-Shatter sem er 26 ára dýralæknir í hælisleit á Íslandi.
Verkefnið hefur þrefalt hlutverk:
• að gefa konunum tækifæri
á að hitta aðra og vera virkar
• að endurnýta efni sem gefið hefur verið
• að stuðla að útrýmingu plasts
Kjarninn í náminu á þremur mánuðum
María Bjarnadóttir,
M.A. nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands
8 – Margt smátt ...
2
4
-0
3
-2
0
1
8
0
3
:4
7
F
B
1
4
4
s
_
P
1
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
4
C
-C
3
1
8
1
F
4
C
-C
1
D
C
1
F
4
C
-C
0
A
0
1
F
4
C
-B
F
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
4
4
s
_
2
3
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K