Fréttablaðið - 24.03.2018, Page 109

Fréttablaðið - 24.03.2018, Page 109
Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, ræðir við öldunga í Jijga í Eþíópíu um árangur starfsins á svæðinu í október 2017. Orðið valdefling er mikið notað í um- ræðunni um samfélagsmál um þessar mundir og á kaffistofum heyrist sagt að það sé nú bara enn einn innantómi frasinn sem notaður sé án aðgerða sem leiði til raunverulegra breytinga í lífi fólks. Við hjá Hjálparstarfi kirkjunn- ar fullyrðum hins vegar að valdefling sé aðferð sem best virki til þess að hjálpa fólki til sjálfshjálpar og leiði þar með til sjálfbærni og aukinnar al- mennrar farsældar. Við höfum orð fólksins sem við vinnum með til þess að rökstyðja mál okkar: „Fjárhagslegt sjálfstæði kvennanna hefur haft mest að segja um framfarir hér,“ sagði öldungur á starfssvæði Hjálparstarfs kirkjunnar í Jijiga í Eþíópíu þegar Bjarni Gíslason fram- kvæmdastjóri spurði hann í október 2017 hvernig verkefni Hjálparstarfsins hefði breytt aðstæðum fólksins hans. „Jú,“ sagði hann, vissulega hefði aukið aðgengi að vatni komið öllu af stað og aðstoð í landbúnaði og búfjárrækt bætt lífsskilyrðin á svæðinu svo um munaði en ef hann ætti að nefna eitt- hvað eitt, sem stæði upp úr og sem breytti aðstæðum til lengri tíma litið, væru það valdeflingarverkefnin í þágu kvennanna á svæðinu sem gerðu það. Aðstæður hafa lengi verið þannig í Ji- jiga að jafnrétti kynjanna er ábótavant en ójafnréttið má rekja til rótgróinnar menningar á svæðinu. Konur hafa verið háðar ákvörðunum eiginmanna sinna um flest í daglegu lífi. Þær hafa hins vegar séð um að selja framleiðslu fjöl- skyldunnar á markaði, eldamennskuna, sækja eldivið og vatn ásamt því að sjá um börnin. Konurnar hafa ekki haft völd til að taka ákvarðanir um landnotkun, búfénað eða fjármál heimilisins. Þær hafa hvorki fengið tilboð um þjálfun eða fræðslu frá stjórnvöldum né heldur sæti við ákvarðanatökuborðið um sveitar- stjórnarmál. Konur hafa heldur ekki haft aðgengi að fjármagni til að hefja eigin atvinnurekstur. Þetta valdaleysi kvennanna í fylkinu hefur haft neikvæð áhrif á heilsu og lífsafkomu kvennanna og fjölskyldna þeirra. Stór þáttur í verkefni Hjálparstarfsins á svæðinu er að stuðla að auknu valdi og áhrifum kvenna en síðan árið 2014 hafa um 400 konur tekið þátt í sparnað- ar- og lánahópum kvenna og sem eru starfandi nú. Konurnar hafa fengið fræðslu um það hvernig koma má auga á arðbærar viðskiptahugmyndir, hvar og hvenær er best að stunda mismun- andi viðskipti og upplýsingar um sparnaðarleiðir og lánamöguleika. Konur sem hafa áhuga á að hefja at- vinnurekstur fá tækifæri með því að vinna saman í hópum sem bera sameig- inlega ábyrgð á verkefnum. Konurnar hafa fengið fræðslu og lán en hver og ein fær sem svarar um 22.000 krónum til að hefja atvinnu- rekstur svo sem geitarækt, laukrækt og smáverslunarrekstur. Konurnar greiða lánin til baka og nota síðan tekj- ur af rekstrinum til þess að greiða kostnað við skólagöngu barna sinna og til þess að kaupa dagvöru, fatnað og nytjahluti fyrir heimilið. Síðast en ekki síst hafa tekjurnar nýst til að kaupa vatn yfir versta þurrkatímann. Til þess að ýta undir breytingar er jafnframt fundað með skoðanaleiðtogum í fylkinu um leiðir til að afnema skaðlegar venj- ur eins og limlestingar á kynfærum kvenna og það að gefa stúlkur barn- ungar í hjónaband. Öldungurinn sagði við Bjarna að kon- urnar hefðu öðlast aukið sjálfstæði eftir að hafa sótt sér fræðslu um versl- unarrekstur og fengið lán til að hefja rekstur smávöruverslana. Þetta aukna sjálfstæði sagði hann hafa leitt til betra samkomulags milli hjóna og að með auknum tekjum fjölskyldunnar væri hægt að fæða og klæða börnin og koma þeim í skóla. Með auknu sjálf- stæði hefðu konurnar líka fengið meira sjálfstraust og að það leiddi til þess að á þær væri hlustað og að þær væru nú frekar með í því að taka ákvarðanir um samfélagsmál. Kjarninn í náminu á þremur mánuðum „Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna hefur haft mest að segja um framfarir hér“ Margt smátt ... – 9 2 4 -0 3 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 4 4 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 C -D 1 E 8 1 F 4 C -D 0 A C 1 F 4 C -C F 7 0 1 F 4 C -C E 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 4 4 s _ 2 3 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.