Fréttablaðið - 24.03.2018, Síða 114
Hvernig er að heita Albertína
Friðbjörg? Er saga bak við
nafnið? Það hefur bæði kosti og
galla að heita jafn sérstöku nafni
og Albertína Friðbjörg er. Kostur
inn er að fólk man yfirleitt eftir
nafninu mínu, en gallinn er má
segja sá sami – fólk man yfirleitt
eftir nafninu mínu. Ég er ann
ars alnafna langömmu minnar,
Bertu á Grænagarði, en hún hét
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.
Hún var hins vegar ávallt kölluð
Berta sem olli því að Friðbjar
garnafnið gleymdist þegar ég var
skírð. Ég vildi hins vegar endilega
vera alnafna hennar og þegar ég
var orðin 18 ára fór ég og lét bæta
því við.
Ertu hamingjusöm með nýja
starfið? Ég er það sannarlega.
Þetta er virkilega áhugavert, fjöl
breytt og krefjandi starf þar sem
enga rútínu er að finna sem hentar
mér vel. Ekki skemmir fyrir að
vera í langskemmtilegasta þing
flokknum. Eini gallinn er líklega sá
að Alþingi er staðsett í Reykjavík
en mér þykir alveg sérstaklega gott
að búa á Akureyri.
Þekktir þú einhvern í þinginu
þegar þú komst þangað? Það vill
svo skemmtilega til að ég þekkti
töluvert marga í þinginu þegar ég
kom þarna, en ég hef síðustu ár
verið í störfum sem hafa krafist
þess að ég væri í nokkrum sam
skiptum við þingmenn. Þá sitja
sömuleiðis með mér á þingi tveir
þingmenn sem tengjast mér
nokkuð nánum fjölskyldubönd
um; Halla Signý Kristjánsdóttir og
Ólafur Þór Gunnarsson, þannig að
ég hef þekkt þau töluvert lengur en
aðra á þingi.
Hver eru þín helstu baráttumál?
Byggðamál, orkumál, nýsköpun
og jafnréttismál eru mér ávallt
ofarlega í huga, enda endurspegla
þeir málaflokkar vel bakgrunn
minn og reynslu. Þó ég nefni
þessa málaflokka hef ég áhuga á
fjölmörgum öðrum málaflokkum
og bý til að mynda að því að hafa
kennt á öllum skólastigum nema
leikskólastigi.
Hvaðan ertu og hvernig var upp-
vöxturinn? Ég er fædd og upp
alin á Ísafirði sem var yndislegur
staður að alast upp á. Ísafjörður er
einn af þessum mögnuðu stöðum
þar sem er alltaf eitthvað um að
vera og alltaf nóg að gera. Ég var
eins og flestir Ísfirðingar skráð í
Tónlistarskólann sex ára og æfði
gönguskíði. Ég á stóra fjölskyldu á
Ísafirði og var dýrmætt að eiga þau
ávallt að í uppvextinum og auð
vitað enn þó það sé aðeins lengra
að fara núna.
Hefurðu unnið í fiski? Já, ég vann
eitt sumar í Íshúsfélagi Ísfirðinga,
en ég held að langflestir jafnaldra
minna á Ísafirði hafi unnið í fiski,
að minnsta kosti eitt sumar ef ekki
lengur.
Þú starfaðir sem organisti í
kirkjum vestra, hvernig var það?
Það var virkilega gaman! Ég datt
inn í þetta starf í afleysingum, en
þetta var sannarlega dýrmæt og
góð reynsla. Það eru fáir kórar jafn
skemmtilegir að vinna með og
kirkjukórar og það voru sannar
lega forréttindi að starfa með kór
unum fyrir vestan en þar er bæði
hæfileikaríkt og stórskemmtilegt
söngfólk.
Af hverju fluttir þú frá Ísafirði til
Akureyrar? Í stuttu máli, þá sótti
ég um áhugavert starf og fékk
það. Þetta var kannski ekki alveg
svo einfalt, en í grunninn stóð
ég á ákveðnum tímamótum í lífi
mínu og langaði að breyta til og
spreyta mig á nýjum stað. Þetta
var ákvörðun sem reyndist hárrétt
fyrir mig á þeim tímapunkti og
tóku Akureyringar virkilega vel á
móti mér í alla staði.
Nærðu að fylgjast með fréttum?
Ég hef alltaf verið og er enn alger
fréttafíkill. Ég reyni því nú sem
áður að fylgjast vel með fréttum
enda fjölmiðlar oft nefndir fjórða
valdið og mikilvægt að vera með á
nótunum.
Hvernig verðu helgunum helst?
Ég reyni að fara alltaf heim á
Akureyri eftir að þingstörfum
lýkur í lok vikunnar og vinn þar
þá á föstudegi. Helgarnar fara svo
yfirleitt í alls kyns afþreyingu, úti
vist, að hitta góða vini og oftar en
ekki mæti ég á tónleika á Græna
hattinum eða viðburði hjá Menn
ingarfélagi Akureyrar.
Hvert er mesta ævintýri sem
þú hefur lent í? Ég hef lent í alls
kyns ævintýrum, sum þeirra
eru ógleymanlegri en önnur.
Svona í fljótu bragði er þó líklega
eftirminnilegast að hafa fengið
botnlangabólgu þar sem ég var á
námskeiði í Eistlandi. Mér tókst
raunar að ferðast til tveggja landa
með botnlangabólguna, en þetta er
því miður full löng saga til að deila
í svona stuttu viðtali, en hún er
býsna kostuleg og geta áhugasamir
spurt mig um söguna við tækifæri.
Fólk man yfirleitt
eftir nafninu mínu
Að vera í fjölbreyttu og krefjandi starfi þar sem enga rútínu er að
finna hentar Albertínu Friðbjörgu alþingismanni vel. Hún er í Sam-
fylkingunni og telur sig tilheyra langskemmtilegasta flokknum.
Í Hrísey hitti Albertína þennan heiðursmann, gerðan af
Aðalheiði Eysteinsdóttur listakonu.
„Eini gallinn er líklega sá að Alþingi er staðsett í Reykjavík en mér þykir sérstaklega gott að búa á Akureyri,“ segir Albertína um starf sitt. MyNd/AuðuNN NÍElssoN
30. janúar 2018
Geðheilbrigðismál
Nú berast fregnir af því að taka eigi
fjármagn frá farsælu teymi á sviði
geðheilbrigðisþjónustu. Um er að
ræða teymið Geðheilsa – eftir-
fylgd sem starfað hefur náið með
félagasamtökunum Hugarafli sem
hlotið hafa mikið lof fyrir störf sín
í þjónustu við þá aðila sem glíma
við andlega erfiðleika.
Nú stendur til að efla þjónustu
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis-
ins í geðheilbrigðismálum sem er
löngu tímabært skref en ég spyr
hæstvirtan ráðherra: Er metnaður
hennar ekki meiri en svo að loka
eigi farsælu og framsæknu úrræði
og setja starfsemi Hugarafls í upp-
nám til að fjármagna breytingar á
starfsemi Heilsugæslunnar?
8. febrúar 2018
Flutningskerfi raforku
á landsbyggðinni
Staðreyndin er sú að við erum nú
þegar með buxurnar niðrum okkur
þegar kemur að flutningskerfi
raforku landsins.
Segjum að einhver hafi áhuga á
að byggja upp fyrirtæki á Akur-
eyri sem þyrfti tíu megavött til
starfsemi sinnar. Þau megavött er
mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, að
nálgast vegna þeirrar stöðu sem
uppi er í flutningskerfinu í dag.
Staðan á Akureyri er raunar sú
að nokkur fyrirtæki hafa tekið í
notkun olíukatla. Það hlýtur að
vera óásættanlegt fyrir Ísland sem
stærir sig af endurnýjanlegri orku
og grænum markmiðum.
Þekktu þingmanninn Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
Kjördæmi: Norðausturkjördæmi
Flokkur: Samfylkingin
Fædd: 1980
Hvaðan: Fædd og uppalin á Ísa-
firði, búsett á Akureyri
Maki: Dofri Ólafsson
Börn: Engin
Menntun: BA í félagsfræði og MSc
í landfræði
Áhugamál: Starfið, matargerð,
útivist og tónlist
störf: Framkvæmdastjóri, verk-
efnastjóri, fablabari, kennari
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Albertína með hópi
samfylkingarkvenna
á Akureyri.
Æskuvinkonur að
vestan mættu til
Akureyrar að fagna úr-
slitum kosninganna.
Úr þingræðum Albertínu:
H e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ðh G46 l A U G A R D A G U R 2 4 . m A R s 2 0 1 8
2
4
-0
3
-2
0
1
8
0
3
:4
7
F
B
1
4
4
s
_
P
1
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
1
4
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
4
C
-F
E
5
8
1
F
4
C
-F
D
1
C
1
F
4
C
-F
B
E
0
1
F
4
C
-F
A
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
4
4
s
_
2
3
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K