Fréttablaðið - 24.03.2018, Blaðsíða 118
aðilar sem gætu beitt sér gegn öllum
hugmyndum um bann.
Raunar hafði Templurum orðið
mikið ágengt í baráttu sinni gegn
áfengisdjöflinum á upphafsárum
tuttugustu aldar. Neysla áfengra
drykkja dróst jafnt og þétt saman og
sífellt fleiri völdu bindindi sem lífsstíl.
Líklega hafa Íslendingar aldrei, frá
því að millilandaverslun hófst fyrir
alvöru, drukkið jafn lítið og fyrsta ár
áfengisbannsins, enda gerði heims
styrjöldin það að verkum að lítið var
um skipakomur og þar með smygl,
auk þess sem landsmenn höfðu enn
ekki náð tökum á landabruggun.
Í deilunum um áfengisbannið fór
nánast ekkert fyrir umræðum um
bjór. Bjórinn hafði raunar náð nokk
urri fótfestu hér á landi undir lok
nítjándu aldar, einkum á knæpum
Reykjavíkur. Tengslin við Dan
mörku skiptu hér nokkru máli, enda
í landinu hálfdönsk kaupmanna
stétt sem alin var upp við að kneyfa
öl og dönsku fyrirtækin Carlsberg
og Tuborg í fararbroddi á heimsvísu
í að tappa lagerbjórum á flöskur og
selja út um allt. Bjórinn var þó tal
inn litlu skipta í heildarmyndinni
samanborið við danska brennivínið
sem einkum rann um kverkar lands
manna.
Oft er því haldið fram að áfengis
bannið hafi engum árangri skilað
og að drykkjuskapur hefði jafnvel
aldrei verið meiri en á bannárunum.
Endurómar sú umræða svipaðar
staðhæfingar um bannárin í Banda
ríkjunum, sem í hugum margra voru
einkum tími leynivínsölu og skipu
lagðrar glæpastarfsemi. Hið rétta er
að rannsóknir benda til að í báðum
löndum hafi neysla dregist verulega
saman á banntímanum.
Á hinn bóginn er það rétt að bann
lögin voru þverbrotin og kom þar
margt til. Ýmsar undanþágur voru
veittar frá banninu og munaði þar
einna mestu um heimild lækna til að
skrifa út áfengi sem lyf. Árið 1922 var
banninu svo greitt kjaftshögg þegar
Alþingi heimilaði sölu léttra vína. Það
var gert að kröfu Spánarstjórnar, en
Spánn var um þær mundir helsta
útflutningsland fyrir íslenskar fisk
afurðir. Ekki svo að skilja að Íslend
ingar þriðja áratugarins hafi legið í
spænskum rauðvínum – fáir nenntu
slíku sulli – en með Spánarvínunum
var grafið stórlega undan virðingunni
fyrir lögunum. Sýslumenn landsins
höfðu takmarkaðan áhuga á að fram
fylgja þeim, enda sönnunarfærsla
erfið, sektir lágar og landasalar oft
vinsælir menn í sínu héraði.
Breytt viðhorf
Eftir því sem leið á þriðja áratuginn
varð betur ljóst að stríðið gegn landa
framleiðslunni væri tapað. Ýmsir
sáu ofsjónum yfir þeim mögulegu
skatttekjum sem ríkissjóður yrði af í
áfengissölu vegna bannsins en aðrir
höfðu áhyggjur af því heilsufarstjóni
sem lélegt heimaframleitt áfengi og
jafnvel tréspíri yllu samfélaginu. Árið
1933 var því efnt til nýrrar þjóðar
atkvæðagreiðslu um áfengismál og
í henni snerust atkvæðatölurnar frá
1908 við. Um 60% voru nú hlynnt
sölu áfengis á meðan 40% voru enn
á móti.
En víkur þá aftur að þætti Bjarna
Ásgeirssonar. Árið 1932 var hann
fyrsti flutningsmaður að frumvarpi
um ölbruggun á Íslandi, ásamt þeim
Jóni Auðuni Jónssyni, Hannesi Jóns
syni og Guðbrandi Ísberg – allt lands
byggðarþingmönnum úr Framsókn
ar og Sjálfstæðisflokki, sem stangast
verulega á við viðteknar kenningar
um að stuðningurinn við bjórinn hafi
risið á mölinni en andstaðan verið
mest til sveita.
Frumvarpið bar þá einföldu yfir
skrift: „frumvarp til laga um ölgerð og
sölumeðferð öls“. Samkvæmt því var
gert ráð fyrir að heimila mætti brugg
húsum að framleiða bjór á bilinu
24% að styrkleika gegn föstu gjaldi í
ríkissjóð og tilteknum skatti af hverri
seldri flösku. Skyldi skatturinn nema
40 aurum á hvern lítra sem fram
leiddur væri fyrir innanlandsmarkað
en fimm aurum fyrir útflutning, sem
flutningsmenn bundu vonir við að
gæti orðið umtalsverður.
Ekki reyndu tillöguflytjendur
að áætla hver hagnaður ríkisins af
bjórnum gæti orðið, þótt þeir teldu
augljóst að hann yrði mikill. Því síður
freistuðust þeir til að ráðstafa hinum
væntanlega gróða. En auk ábata rík
isins og framleiðenda, drógu Bjarni
og félagar fram fleiri rök fyrir máli
sínu. Að þeirra mati hlyti innlendur
bjór að draga úr eftirspurn eftir inn
fluttum Spánarvínum. Þá álitu þeir
að ef unnt væri að kaupa öl með lög
legum hætti, myndi það draga úr vin
sældum landabruggara og minnka
samúð með lögbrotum þeirra.
Áhugavert er að í lögunum var gert
ráð fyrir að áfengi yrði selt í almenn
um verslunum og einnig var gert ráð
fyrir að ekki væri heimilt að kaupa
bjór í minni einingum en 25 flöskur
saman. Þeirri hugmynd var augljós
lega ætlað að draga úr sölu til fátæk
linga og ungmenna. Höfðu Templarar
raunar barist fyrir því seint á nítjándu
öld að lágmarksmagn í bjórkaupum
væri 100 flöskur!
Bindindismenn á þingi brugðust
ókvæða við frumvarpinu, sem þeir
sökuðu flutningsmenn (og ekki alveg
að ósekju) um að leggja fram til að
hlaða undir einkafyrirtæki: Ölgerð
ina Egil Skallagrímsson. Átökin um
ölfrumvarpið 1932 vörpuðu kast
ljósinu á bjórinn, sem almennt hafði
lítið verið ræddur í ritum Templara.
Fljótlega komu fram flest þau rök
sem áttu eftir að heyrast í umræðum
um bjórinn næstu áratugina, svo sem
um ógnir dagdrykkju og meinta leti
danskra verkamanna.
Sem fyrr segir kaus meirihlutinn
með afnámi áfengisbannsins árið
1933 og urðu bindindismenn á þingi
að una þeirri niðurstöðu sem tók gildi
tveimur árum síðar– en vegna ölfrum
varpsins árið áður gátu þeir þó náð
fram örlitlum hefndum. Segja mátti
að þingið hefði sérstaklega tekið bjór
inn fyrir og hafnað honum. Og í frum
varpinu hafði einmitt ekki verið litið
á bjórinn sem hverja aðra áfengisteg
und sem selja skyldi í apótekum eða
sérvöruverslunum, heldur átti hann
að fara í almennar búðir. Þannig var
hægt að rökstyðja að þjóðaratkvæða
greiðslan hafi ekki náð til sölu á bjór.
Bjarni Ásgeirsson og félagar vildu
ölgerðarmönnum vel og árið 1933 var
Bjarni einn flutningsmaður að frum
varpi um að heimila þó að minnsta
kosti ölgerð til útflutnings, sem ekki
fékkst afgreidd. En dómur sögunnar
hlýtur þó að vera sá að hefðu fjór
menningarnir ekki lagt fram frumvarp
sitt, er nær útilokað að bjórinn hefði
verið undanskilinn við afnám áfengis
bannsins. En þá hefðum við líka engu
að fagna þann 1. mars ár hvert.
KOMDU
Í
– dásamleg deild samfélagsins
OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17
K
V
IK
A
Í 54 ár, frá árinu 1935 til 1989, bjuggu Íslendingar við þá sérstöðu að neysla á sterkum bjór væri bönnuð þótt aðrar og kröftugri áfengistegundir væru leyfðar. Þetta tímabil
hefur því verið kallað „bjórbannið“
og orðið mörgum að umfjöllunar
efni. Er útgangspunkturinn þá yfir
leitt sá hversu sérkennileg ráðstöfun
það hafi verið að leyfa sterkari og
þá væntanlega skaðlegri tegundir
áfengis en úthýsa þeim veikari. Eink
um virðist þetta öfugsnúið ef horft er
til þess að í ýmsum löndum Evrópu
gætti þveröfugrar tilhneigingar á fyrri
hluta tuttugustu aldar, þar sem allra
sterkustu tegundunum var kennt um
flest samfélagsmein og fremur hvatt
til neyslu hinna veikari.
En bjórbannið var svo sem ekki
afleiðing úthugsaðrar stefnu, heldur
niðurstaða sem mótaðist af tilvilj
unum og leiddi af margslungnum
deilum sem snerust minnst um bjór.
Í raun má segja að bjórinn hafi verið
rangur drykkur á röngum tíma – sak
laust fórnarlamb (þótt sumir deili um
sakleysið) í slag sem snerist í raun um
allt aðra hluti.
Hvernig var þessi ákvörðun tekin?
Með hvaða hætti var hún rökstudd.
Og er hún einhverjum sérstökum að
kenna? Í þessum pistli er ætlunin að
leita að sökudólgi: þeim Íslendingi
sem öðrum fremur ber ábyrgð á ára
tugalöngu bjórbanninu sem vakti svo
mikla undrun útlendinga. Sá maður
hét Bjarni Ásgeirsson og var alþingis
maður Mýramanna.
Það kann að virðast harðneskju
legt að skella skuldinni svona ein
dregið á Bjarna, einkum og sér í lagi
í ljósi þess að hann var enginn bjór
andstæðingur. Þvert á móti var hann
hreinlega stuðningsmaður þess að
Íslendingar hæfu bjórbruggun. En
það var einmitt í þeirri viðleitni sinni
sem Bjarni lenti í að sá í garð óvinar
síns. Ekki sá fyrsti og fráleitt sá síðasti
heldur.
Bjarni Ásgeirsson var raunar
merkismaður. Hann sat á þingi fyrir
Framsóknarflokkinn frá 1927 til 1951
og gegndi embætti landbúnaðarráð
herra um tveggja ára skeið. Áður
en þingferillinn hófst og samhliða
þingstörfum var hann bóndi, lengst
af á Reykjum í Mosfellssveit þar sem
hann var frumkvöðull á sviði ylrækt
ar. Víkjum betur að Bjarna síðar.
Það stendur í lögum …
Bjórinn var bannaður á Íslandi um
leið og allt annað áfengi á grunni
þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin
var árið 1908. Ekki lá þingheimi þó
mikið á að lögfesta áfengisbannið
og var talið nauðsynlegt að veita
landsmönnum aðlögunarfrest allt
til ársins 1912. Eftir þann tíma höfðu
drykkfelldir önnur þrjú ár til að klára
birgðir, en á nýársdag 1915 varð
Ísland fyrsta kristna landið í hinum
vestræna heimi til að banna áfengi
með öllu.
Reyndar hafði innlend áfengisgerð
verið bönnuð enn lengur. Templara
hreyfingin fékk þegar um aldamótin
leitt í lög að bannað væri að fram
leiða drykki með hærra áfengisinni
haldi en 2,25%. Hugsun Templaranna
var rökrétt. Markmið þeirra var að
koma á algjöru áfengisbanni, en
vitað var að ýmsir aðilar höfðu hug á
að hefja áfengisframleiðslu, einkum
bjórbruggun. Ef slík starfsemi skyti
rótum í landinu yrðu til hagsmuna
Maðurinn á bak við bjórbannið
Júní 1984. Starfsmenn við vinnu í verksmiðju Sanitas hf. á Akureyri. Verið er að pakka bjórflöskum í kassa, bjór ætlaður til útflutnings (seldur í Fríhöfninni).
Mynd/LJóSMyndASAFn ReykJAVíkuR
Saga
til næsta
bæjar
Stefán Pálsson skrifar
um sögulegt sjálfs-
mark.
… ekki væri heimilt
að kauPa bjór í minni
einingum en 25 flöSkur.
2 4 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r50 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
2
4
-0
3
-2
0
1
8
0
3
:4
7
F
B
1
4
4
s
_
P
1
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
4
C
-E
5
A
8
1
F
4
C
-E
4
6
C
1
F
4
C
-E
3
3
0
1
F
4
C
-E
1
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
4
4
s
_
2
3
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K