Fréttablaðið - 24.03.2018, Page 126
Spilið
Nú fara margir frídagar í
hönd. Sumir bregða sér í
bústaðinn eða annað upp í
sveit þar sem gott næði er til
að taka upp spil.
Svarti Pétur er einfalt spil fyrir
tvo til tíu þátttakendur. Öll spilin
í stokknum eru notuð nema lauf-
gosinn sem er tekinn úr í byrjun.
Spaðagosinn er nefndur Svarti
Pétur og það þykir ekki eftirsóknar-
vert að hafa hann á hendi, sérstak-
lega ekki í lokin.
Öll spilin í bunkanum eru gefin,
eitt í einu. Þátttakendur leita að
samstæðum (tveimur tvistum,
tveimur kóngum …) í sínum bunka
og leggja þær frá sér á grúfu
á borðið. Ekki má mynda sam-
stæðu með spaðagosanum eða
henda honum burtu, heldur fara
rauðu gosarnir saman. Allir halda
svo stökum spilum á hendi þegar
þeir eru búnir að hreinsa út sam-
stæðurnar og passa að láta ekki
næsta mann sjá á þau.
Þátttakendur draga nú spil hver
af öðrum, eitt í einu. Sá sem er á
vinstri hönd við þann sem gaf er í
forhönd og dregur eitt spil af
gjafaranum. Ef það myndar
samstæðu við spil sem hann
hefur á hendi losar hann
sig við hana á borðið. Nú
dregur næsti maður spil
af þeim sem dró fyrst og
svona gengur leikurinn
koll af kolli. Þeir sem
draga spaðagosann láta
ekki á neinu bera en
vona auðvitað að næsti
maður álpist til að draga
hann. Í lokin hafa allir
losað sig við spilin sín
nema sá sem endar
á að hafa Svarta Pétur á
hendi. Hann fær heitið Svarti Pétur.
Svarti Pétur
2 4 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r58 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
krakkar
Konráð
á ferð og ugi
og félagar
294
„Þar fór í verra,“ sagði
Konráð. „Okkur liggur
á en þurfum að
komast í gegnum þetta
völundarhús fyrst.“
Hann dæsti og bætti við
vonsvikinn: „Við verðum
of sein.“ „Of sein, of sein,“
sagði Kata pirruð. „Hvað
gerir til að vera aðeins of
sein?“ bætti hún við. En
Lísaloppa og Konráð voru
ekki sammála. Þau vildu
mæta á réttum tíma.
Getur þú hjálpað þeim að komast í gegnum völundarhúsið?
?
?
?
Patrik Nökkvi Pétursson er níu ára
gamall strákur í Grafarvogi sem slær
í gegn sem leikari í kvikmyndinni
Andið eðlilega. Fyrsta spurning til
hans er:
Hvernig líður þér að vera orð-
inn þekkt kvikmyndastjarna? Mér
finnst það mjög skemmtilegt, sér-
staklega þegar fólk kemur til mín og
hrósar mér fyrir leikinn í myndinni.
Hvað var erfiðast við tökurnar á
Andið eðlilega? Það var erfiðast að
hafa stjórn á kettinum Músa, sér-
staklega í einni senunni þegar hann
neitaði að koma undan framsætinu
í bílnum.
En skemmtilegast? Það var svo
skemmtilegt fólk að vinna við mynd-
ina að mér fannst allt skemmtilegt,
tökurnar sjálfar, tíminn á setti,
sminkið og bara allt.
Hvernig líkar þér við strákinn sem
þú leikur þar? Mjög vel. Hann er
einlægur og örugglega góður vinur.
Ég vorkenndi honum samt mikið því
mamma hans var í svo miklu basli.
Hefur þú lært leiklist? Já, ég hef
verið í listhópi í Sönglist í Borgar-
leikhúsinu.
Tefja leiklistarverkefnin fyrir
skólanámi hjá þér? Ég þurfti að fá
frí í skólanum á meðan tökurnar
voru í gangi. Það var samt allt í lagi
því mamma mín er kennari og hún
hjálpaði mér að vinna upp það sem
ég missti úr.
Færðu mikinn pening fyrir að leika
í kvikmyndum? Já, mjög mikinn.
Ég má samt ekki eyða honum öllum
strax og geymi hann á bankareikn-
ingi þangað til ég verð stór.
Langar þig að leggja leiklist fyrir
þig eða hefur þú önnur framtíðar-
áform? Það kemur alveg til greina að
verða leikari því það er mjög gaman
að leika. Mig langar líka að verða fót-
boltamaður, handboltamaður eða
tannlæknir.
Nú það er aldeilis. Áttu kannski
enn fleiri áhugamál? Já, ég á fullt af
áhugamálum, fótbolta, handbolta,
skíði, söng og að tromma.
Erfiðast að
hafa stjórn
á kettinum Músa
Patrik Nökkvi er með nett trommusett heima hjá sér og kann vel við sig með
kjuðana. Fréttablaðið/Eyþór ÁrNasoN
2
4
-0
3
-2
0
1
8
0
3
:4
7
F
B
1
4
4
s
_
P
1
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
4
C
-A
5
7
8
1
F
4
C
-A
4
3
C
1
F
4
C
-A
3
0
0
1
F
4
C
-A
1
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
4
4
s
_
2
3
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K