Fréttablaðið - 24.03.2018, Síða 130
F E R M I N G A R T I L B O Ð
H E I L S U R Ú M F Y R I R U N G T , V A X A N D I F Ó L K
S TÆ R Ð F U L LT V E R Ð F E R M I N G A R- A F B O R G U N
M/CL ASSIC BOTNI T I L B O Ð Á M Á N U Ð I*
90X 200 79.900 K R. 63.920 K R. 5 .918 K R.
100X 200 89.900 K R. 71 .920 K R. 6 .608 K R.
120X 200 99.900 K R. 79.920 K R. 7 .298 K R.
140X 200 114.900 K R. 91 .920 K R. 8 .333 K R.
* Miðað v ið vaxta lausar kred itkortagre iðs lur í 12 mánuði , með 3,5% lántöku
g ja ld i og 405 kr. gre iðs lug ja ld i pr. a fborgun
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
C H I R O U N I V E R S E
Aukahlutur
á mynd: Gaf l .
K R Ó N U M
5.918
F E R M I N G A R T I L B O Ð
VAXTAL AUSAR*
AFBORGANIR FRÁ
DANA DRE A M ME DIUM
Hlý og létt dúnsæng (650 gr).
80% andadúnn, 20% smáfiður.
100% bómullar áklæði.
F Y L G I R M E Ð Ö L LU M
H E I L S U R Ú M U M Á
F E R M I N G A R T I L B O Ð I
V E R Ð M Æ T I: 19.900 K R.
Þau Birna Rún Eiríksdótt-ir og Bergur Þór Ingólfs-son eru meðal leikara í Sýningunni sem klikkar sem frumsýnd er á fjöl-um Borgarleikhússins
í kvöld. Birna útskrifaðist úr Lista-
háskólanum 2016. Skyldi hún hafa
fengið þjálfun þar í að leika leikara í
sýningu þar sem allt gengur á aftur-
fótunum? „Nei, við gerðum nánast
ekkert grín í skólanum yfir höfuð,
hvað þá að leika í farsa sem gerist á
tveimur plönum. Áherslan var öll á
dramatíkina.“
En hvernig líður reyndum sviðs-
manni eins og Bergi Þór? „Þessi
sýning krefst mikillar leiktækni, af
því að þetta eru tvö leikrit sem við
erum að leika í einu, annars vegar
glæpaverkið Morð á meðal vor og
hins vegar Sýningin sem klikkar,“
útskýrir hann. „Það er mikill hraði
í þessu verki og maður þarf að sækja
tilfinningar á einni sekúndu, sem
yfirleitt tekur lengri tíma að kalla
fram. Svo er heilmikil handavinna
í þessu stykki og mikið að gerast.“
Verkið fékk Olivier-verðlaunin
sem besti gamanleikurinn í Bret-
landi 2015 og hefur gengið þar fyrir
fullu húsi frá því það var frumsýnt
árið 2014, fyrst í West End, svo
á Broadway. Bergur lýsir efninu
aðeins nánar.
„Þarna er leikhópur að láta
draum sinn rætast og setja upp
glæpaleikrit. Finnst of lítið hafa
verið um þau í íslensku leikhúsi.
En vegna tímaskorts, og kannski
líka skorts á hæfileikum, þá fer
allt úrskeiðis. Fólk gleymir text-
anum sínum, leikmyndin er ekki
tilbúin, leikmunir eru gallaðir og
ruglast. En það er algerlega inn-
prentað í hópinn að sýningin verði
að halda áfram, hann stjórnast af
íslenska hugarfarinu „þetta redd-
ast“ – svo bara bætist „ekki“ við.“
Birna tekur við: „Hópurinn fær
knappan tíma til undirbúnings en
leggur allt í sölurnar fyrir að taka
þátt, áhuginn drífur fólkið áfram
og verður til þess að það gefst aldrei
upp. Það er búið að gefa sig sýning-
unni á vald. Verkefnið er líka rosa-
lega mikilvægt fyrir hvern og einn.
Mín persóna í Sýningunni sem
klikkar er til dæmis nýútskrifuð
leikkona og hún er sko ákveðin í að
klára sína rullu. Þannig fer hver og
einn í persónulegt ferðalag.“
Sjálfur kveðst Bergur Þór oft hafa
lent í því í raunveruleikanum að
eitthvað klikki á leiksýningu og
verða að láta sem ekkert sé. „Þó ekki
eins og í þessari,“ tekur hann fram.
„En ég hef mjög oft lent í aðstæðum
þar sem maður hefur þurft að redda
hlutum án þess að áhorfendur verði
þess varir.“
„Við áttum nú móment saman í
Himnaríki og helvíti, á einni sýn-
ingu,“ rifjar Birna upp. „Ég sneri fram
og fór með setningu sem Bergur átti
að svara fyrir aftan mig en þá kom
löng og mikil þögn og ég heyrði bara
í Bergi á spretti baksviðs!“
Bergur á líka sögu: „Ég man eftir
þegar tölvukerfi leikhússins fraus í
þann mund sem frumsýning á Mary
Poppins var að hefjast, þannig að
leikmyndin komst ekki upp. Ég var
leikstjóri og varð að hoppa inn á
svið og tala við áhorfendur og tefja
án þess að láta á neinu bera, leik-
hópurinn sýslaði á sviðinu og Gói
hékk öfugur í loftinu allan tímann.
Salurinn var algerlega tilbúinn
að halda með okkur. Það er eins á
þessari sýningu núna. Við höfum
verið með gesti á æfingum og í þau
fáu skipti sem eitthvað tekst hjá
karakterunum í glæpasýningunni
léttir áhorfendum, við höfum jafn-
vel fengið klapp!“
Birna bendir á að áskorun
þeirra Bergs og annarra á sviðinu
sé sú að einbeita sér ekki bara að
glæpasögunni heldur láta líka
glitta í leikarann sem er að takast
á við draumahlutverk sitt og upp-
lifir örvæntinguna við að allt sé
að fara úrskeiðis. „Já, þetta verk er
í mörgum lögum,“ áréttar Bergur.
„Ég tala nú ekki um þegar eitthvað
klikkar í Sýningunni sem klikkar,“
segir Birna. „En óvænt mistök á
æfingum hjá okkur hafa stundum
verið svo fyndin að við höfum látið
þau halda sér og tekið þau inn í
sýninguna.“
Þetta reddast – ekki
Leikarar í verkinu Sýningin sem klikkar túlka í senn angist
leikhóps sem allt fer úrskeiðis hjá á frumsýningu sakamála-
leikrits og skoplega einbeitni hópsins í að koma því til skila.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Óvænt miStök á
æfingum hjá okkur
hafa Stundum verið Svo
fyndin að við höfum Látið
þau haLda Sér og tekið þau
inn í Sýninguna.
Birna Rún Eiríksdóttir
Birna Rún og Bergur Þór eru meðal leikara í gamanleiknum Sýningin sem klikkar. FRéttaBlaðið/SteFán
Stendur undir nafni
2 4 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r62 m e n n i n G ∙ F r É T T a B L a ð i ð
menning
2
4
-0
3
-2
0
1
8
0
3
:4
7
F
B
1
4
4
s
_
P
1
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
4
C
-C
C
F
8
1
F
4
C
-C
B
B
C
1
F
4
C
-C
A
8
0
1
F
4
C
-C
9
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
4
4
s
_
2
3
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K