Fréttablaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 108
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi, og langafi,
Ómar Elísson
Háholti 29, Akranesi,
sem lést að Dvalarheimilinu
Höfða föstudaginn 30. mars, verður
jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn
13. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Dvalarheimilið Höfða.
Ingibjörg Þorleifsdóttir
Guðjón Ómarsson
Sigþór Ómarsson Ragnheiður Þ. Benediktsdóttir
Soffía Ómarsdóttir Sigurbjörn Björnsson
Grétar Ómarsson Halldóra Einarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Gunnar Kristinsson
stýrimaður,
frá Dalvík,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri,
þriðjudaginn 3. apríl. Útförin fer fram frá
Akureyrarkirkju föstudaginn 13. apríl kl. 13.30.
Gígja Gunnarsdóttir Ólafur Halldórsson
Úlfar Gunnarsson Vilborg Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir, tengdamóðir,
amma og dóttir,
Kolbrún Steinunn
Gestsdóttir
þroskaþjálfi, Stekkjarseli 9,
sem lést á kvennadeild Landspítalans
mánudaginn 2. apríl, verður jarðsungin
frá Seljakirkju 12. apríl kl. 13.00.
Pálmi Franklín Guðmundsson Guðrún Ása Hjálmtýsd.
Þorbjörg Anna Guðmundsdóttir
Jón Franklín Guðmundsson
Guðmundur, Axel, Jóhann og Tómas
Gestur Guðjónsson Una Traustadóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu vegna andláts
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
Hólmfríðar Gísladóttur
Fannafold 127a, Reykjavík.
Rósa Magnúsdóttir Pétur Eysteinsson
Þorvarður Hjalti Magnússon Sigríður María Sverrisdóttir
Steinunn Magnúsdóttir Georg Eggertsson
og fjölskyldur.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Jóhann Alexandersson
frá Suðureyri við Súgandafjörð,
lést á Hrafnistu Nesvöllum,
föstudaginn 30. mars.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju,
þriðjudaginn 10. apríl kl. 13.
Guðrún Anna Jóhannsdóttir Kristján G. Gunnarsson
Margrét Helga Jóhannsdóttir Sævar Vatnsdal Rafnsson
afa- og langafabörn.
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Emilía Jónsdóttir,
félagsráðgjafi
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
Garðars Guðjónssonar
Sérstakar þakkir eru til starfsfólksins á
2. hæð suður á hjúkrunarheimilinu Eir.
Kristín Jóhannesdóttir
Sævar Garðarsson Jóna Fríða Gísladóttir
Rúnar Garðarsson Þóra Einarsdóttir
Hrefna Garðarsdóttir
Úlfar Garðarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Gunnar Bergur Árnason
fyrrverandi kaupmaður,
hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð,
Akureyri,
lést miðvikudaginn 21. mars. Útförin fer fram mánudaginn
9. apríl frá Akureyrarkirkju klukkan 13.30.
Erna H. Gunnarsdóttir Gunnar M. Guðmundsson
Jóhanna A. Gunnarsdóttir Vilbergur Kristinsson
Guðmundur Ö. Gunnarsson
Halldóra K. Gunnarsdóttir Árni G. Leósson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegs eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa,
Andrésar Magnússonar
Guðrún Brynjólfsdóttir
Hildur Brynja Andrésdóttir Egill Örn Petersen
Linda Mjöll Andrésdóttir Páll Jakobsson
og barnabörn.
Sex bekkjarsystur úr Versló kynna eigin vörur í dag í fyrsta skipti. Það eru ilmkerti í steyptum stjökum sem þær gerðu með eigin höndum. Ein stúlknanna
er Helga Lena Garðarsdóttir.
„Við verðum í Smáralind milli klukkan
11 og 18 í dag ásamt mörgum framhalds-
skólanemum sem taka þátt í verkefnum
á vegum frumkvöðlasamtakanna Junior
Achievements. Svo verða aðrir á morg-
un,“ segir Helga Lena og lýsir ferlinu sem
þær stöllur hafa farið í gegnum sem hún
segir hafa verið lærdómsríkt.
„Við erum í frumkvöðlaáfanga í Versló
og þar stofnuðum við fyrirtækið Rökkva
Reykjavík. Það er dálítið ferli, byrjuðum
á að greiða stofnunargjald, stofna reikn-
ing, skrá fyrirtækið og finna nafn sem
ekki var frátekið. Leituðum að sterku
kvenmannsnafni og Rökkva varð fyrir
valinu því við erum með ilmkerti sem
henta vel þegar fer að rökkva. Svo er svo
íslenskt að vera með ö í nafninu.“
Helga Lena segir sérstöðu framleiðsl-
unnar vera þá að ílátin undir kertin séu
úr steinsteypu. „Við höfum ekki séð svo-
leiðis á markaðinum áður. Við steyptum
stjakana sjálfar úr steypu frá BM Vallá,
og það tók alveg á.“ Hún segir þær hafa
verið svo heppnar að ein úr hópnum búi
í hálfbyggðu húsi í Úlfarsárdal og þar
hafi þær getað verið með steypuna. „Svo
fórum við með stjakana í bílskúr heima
hjá annarri. Þar bræddum við vaxið og
helltum því í, mamma einnar í hópnum
seldi okkur efni í það, hún flytur það inn
og er með kertanámskeið. Þetta var heil-
mikið stúss.“
Þá var eftir að finna umbúðirnar. „Við
fórum í fyrirtæki í Hafnarfirði sem heitir
Spírall og þar voru til pappakassar sem
fyrir tilviljun pössuðu utan um kertin.
Síðan hönnuðum við lógó, létum prenta
þau á límmiða sem við límdum á kass-
ana. Þetta eru innikerti, útlitið er vissu-
lega dálítið hrátt en þannig viljum við
hafa þau.“ gun@frettabladid.is
Steyptu bæði stjaka og kerti
Meðal fjölda frumkvöðla sem stíga sín fyrstu skref í markaðsstarfi í Smáralind í dag eru
Versló stelpur sem stofnuðu fyrirtækið Rökkva, steyptu stjaka og bræddu í þá kerti.
Frumkvöðlarnir Ásdís Ágústsdóttir, Nína Melsted Margrétardóttir, Margrét Stella Kaldalóns Sigurðardóttir, Emilía Katrín Böðvars-
dóttir, Helga Lena Garðarsdóttir og Lára Sif Davíðsdóttir kynna framleiðslu sína í Smáralind í dag. FréttaBLaðið/ErNir
7 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r44 t í m a m ó t ∙ F r É t t a B l a ð i ð
tímamót
0
7
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:3
3
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
6
0
-8
9
4
4
1
F
6
0
-8
8
0
8
1
F
6
0
-8
6
C
C
1
F
6
0
-8
5
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
2
8
s
_
6
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K