Fréttablaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 122

Fréttablaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 122
Icelandic Lava Show er fyrir­tæki stofnað af hjónunum Ragnhildi Ágústsdóttur og Júlíusi Inga Jónssyni. Fyrir­tækið stendur fyrir hraun­sýningu þar sem þau bræða og hella hrauni yfir ís fyrir framan sal fullan af fólki. „Við erum í raun og veru að búa til afþreyingartengt ferðaþjónustu­ fyrirtæki þar sem við erum að gera ferðamönnum, og öðrum áhuga­ sömum auðvitað, kleift að upp­ lifa samspil hrauns við ís í návígi. Þetta er skýr skírskotun í gos undir jökli. Við ætlum að opna þetta í byrjun sumars í Vík í Mýrdal – við höfum verið á fullu síðan sumarið 2016 þegar við tókum þátt í Startup Reykjavík að vinna í þessu. Eins og er stundum með þessi „startup“ þá gengur allt rosa vel á stundum og allt að gerast en svo koma lengri tímabil þar sem ekki er mikið í gangi – það er mikil þrautseigja og þolinmæði sem maður þarf að sýna, en ef maður hefur trú á konseptinu, sjálfum sér og verkefninu þá gerist þetta á end­ anum,“ segir Ragnhildur. Þau hjónin eru í óðaönn að standsetja húsnæðið og koma sýningunni af stað. Og sýningin er mikið sjónarspil eins og gefur að skilja – hraunið skellur á ísnum með miklum látum og snarki og þessu fylgir mikill hiti og brunalykt þannig að öll skilningar­ vit eru örvuð. Lava Show vakti enda mikla athygli þegar fyrirtækið fór í gegnum Startup Reykjavík viðskipta­ hraðalinn þarna um árið. „Í grunninn er þetta þannig að við tökum basalt og við hitum það upp í einhverjar fjórtán hundruð gráður í sérútbúnum bræðsluofni. Svo erum við að framleiða íshellur sem við setj­ um í rennu í sýningarsalnum þangað sem við hellum hrauninu. Þetta er svolítið „kreisí“ hugmynd, þetta er pínu „out there“ og mjög sjónrænt og myndrænt – þannig að við fengum töluverða athygli í Startup Reykja­ vík sem hjálpaði okkur mikið í sam­ skiptum við fjárfesta og aðra sem við höfum verið í viðræðum við.“ Þau helltu kílói af hrauni á ís fyrir framan fjárfestahópinn á meðan aðrir létu sér kannski nægja góða PowerPoint­sýningu. Aðspurð hvernig þessi hugmynd hafi fæðst segir Ragnhildur að þau hjónin hafi alltaf langað til að stofna fyrirtæki og raunar reglulega tekið hugmyndafundi saman yfir morgun­ kaffinu. Þeim hafi þó aldrei tekist að detta niður á hugmynd sem þau hafi bæði verið sammála um að væri góð, ekki fyrr en hugmyndin að Lava Show kom frá Minecraft­spilun eins sonarins. „Elsti strákurinn okkar er mjög hrifinn af Minecraft og mjög upp­ tekinn af „lava“­þættinum í Mine­ craft sem honum þykir mjög spenn­ andi – og svo erum við bæði algjörir jarðfræðinördar. Þegar gosið varð á Fimmvörðuhálsi árið 2010 fórum við upp eftir og fannst þetta alveg geð­ veikt. Við hugsuðum hversu geggjað það væri fyrir Ísland ef þetta gos væri bara áfram, svona eins og á Hawaii. Það komust auðvitað færri að en vildu og þá fórum við í kjölfarið að pæla hvernig væri hægt að vinna þetta – en útfærslan var eitthvað sem við vorum aldrei almennilega með.“ Haustið 2015 komust þau svo í kynni við bandaríska prófessora sem höfðu verið að bræða hraun í tilraunaskyni. Þeim fannst þau hjónin algjörlega galin en þau flugu út og fóru að hitta þá. Prófessorarnir mega ekki stunda hraunbræðslu í viðskiptaskyni þannig að þau buðu þeim að vera með – sem þeir þáðu. „Strákurinn okkar elsti varð líka svo spenntur þegar hann sá mynd­ bönd af þessu að síðan þessi hug­ mynd dúkkaði upp vissum við alveg strax að þetta væri málið. Og við vorum síðan nógu galin til að fara út í þetta.“ Þau voru ekki alveg viss með þátt­ tökuna í Startup Reykjavík enda bæði viðskiptafræðimenntuð og með mikla reynslu á því sviði og fannst því ekkert endilega eins og það væri eitthvað sem þau þyrftu að gera. „Eftir að við fórum á fund með forsvarsmönnum Startup Reykjavík sáum við að hvað maður græði ekki hvað síst á er að þetta býr til tengsla­ net. Það eru mentorar sem taka þátt í þessu og koma margir hverjir með frábæra punkta, þó að sumir hverjir kannski passi ekki alveg – þá er þetta alveg ómetanlegt og klárlega ýtti við okkur. Þetta gerði það að verkum að við erum á þeim stað með verkefnið sem við erum í dag. Svo fengum við talsvert mikla umfjöllun sem hjálp­ aði okkur mikið. Allt svoleiðis skiptir máli.“ Startup Reykjavík viðskiptahrað­ allinn hefst þann 11. júní en opnað hefur verið fyrir umsóknir. stefanthor@frettabladid.is Eldur, ís og örvun allra skynfæra Í sýningunni Icelandic Lava Show blandast eldur og ís bókstaflega saman á dramatískan hátt. Stofnendur fyrirtækisins fengu hugmynd- ina frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi og Minecraft-spilun sonar síns. Hjónin Ragnhildur og Júlíus komust í kynni við bandaríska prófessora sem voru að bræða hraun í tilraunaskyni og þá fór boltinn að rúlla. FRéttablaðið/anton bRink Frá fjárfestadegi Startup Reykjavík árið 2016. ÞEgar gosið varð á Fimmvörðuhálsi árið 2010 Fórum við upp EFtir og Fannst ÞEtta alvEg gEðvEikt. við hugsuðum hvErsu gEggjað Það væri Fyrir Ísland EF ÞEtta gos væri bara áFram, svona Eins og á hawaii. Opið alla virka daga 10 -18. Lau.11-16 VERIÐ VELKOMIN Í HEIMSÓKN SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK FRÁBÆRT ÚRVAL AF RÚMUM, SÓFUM OG HVÍLDARSTÓLUMLÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL JACOB stóll Svefnsófar í miklu úrvali 7 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r58 l í f i ð ∙ f r É T T a B l a ð i ð Lífið 0 7 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 1 2 8 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 6 0 -9 3 2 4 1 F 6 0 -9 1 E 8 1 F 6 0 -9 0 A C 1 F 6 0 -8 F 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 6 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.