Fréttablaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 20
Aðalfundur Félags rafeindavirkja verður haldinn
miðvikudaginn 18. apríl 2018 kl. 17:30 á Stórhöfða 27,
gengið inn að neðanverðu. (Grafarvogs megin)
Dagskrá:
¥ Venjuleg aðalfundarstörf.
¥ Kosning fulltrúa í fulltrúaráð Birtu, lífeyrissjóðs.
¥ Önnur mál.
Reykjavík 7. apríl 2018
Stjórn Félags rafeindavirkja
AÐALFUNDUR
Félags rafeindavirkja
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 kl. 19:30 er boðað til aðalfundar
Íþróttafélagsins Fylkis í samkomusal Fylkishallar.
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins
Önnur mál.
Aðalstjórn Fylkis.
Aðalfundur
Fylkis
7 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r20 S p o r t ∙ F r É t t a B l a ð i ð
FótBolti Íslenska kvennalands-
liðið í knattspyrnu vann öruggan
2-0 sigur á Slóveníu ytra í gærkvöldi
og náði toppsæti riðilsins í undan-
keppni HM 2019 í bili með tíu stig
að fjórum umferðum loknum. Var
þetta þriðji útileikur Íslands í riðl-
inum en Stelpurnar okkar mæta
Færeyjum á þriðjudaginn kemur
í síðasta útileiknum áður en þær
ljúka keppninni á fjórum heima-
leikjum í röð.
Ísland missir toppsæti riðilsins
til Þýskalands eða Tékklands þegar
liðin mætast í dag en þegar öll liðin
hafa leikið fjóra leiki er Ísland efst í
riðlinum með tíu stig.
Sterk byrjun
Líkt og þegar liðin mættust á sama
stað í undankeppni EM árið 2015
byrjaði íslenska liðið af krafti og
voru þær ákveðnar í að brjóta ísinn
snemma. Eftir að hafa stýrt leiknum
komst Ísland yfir með marki Gunn-
hildar Yrsu Jónsdóttur, hennar
þriðja í undankeppninni, á 15. mín-
útu eftir langt innkast.
Tuttugu mínútum síðar bætti
Rakel Hönnudóttir við marki af
sport
Undankeppni HM 2019
Slóvenía 0-2 ísland
(0-2)
0-1 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
(15.), 0-2 Rakel Hönnudóttir (37.).
Byrjunarlið Íslands (3-5-2): Guðbjörg
Gunnarsdóttir; Glódís Perla Viggós-
dóttir, Sif Atladóttir, Ingibjörg Sig-
urðardóttir; Selma Sól Magnúsdóttir
(67. Elín Metta Jensen), Sara Björk
Gunnarsdóttir, Rakel Hönnudóttir,
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Hallbera
Gísladóttir; Agla María Albertsdóttir
(62. Harpa Þorsteinsdóttir), Fanndís
Friðriksdóttir.
Haukar - Valur 23-22
Haukar: Ragnheiður Sveinsdóttir 5, Marie
Pereira 5, Þórhildur Braga Þórðardóttir 5,
Hekla Rún Ámundadóttir 2, Guðrún Erla
Bjarnadóttir 2, Sigrún Jóhannsdóttir 2,
Karen Helga Díönudóttir 1, Alexandra Líf
Arnardóttir 1.
Valur: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5,
Kristín Guðmundsdóttir 5, Diana Sat-
kauskaite 3, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 3,
Díana Dögg Magnúsdóttir 2, Morgan Marie
Þorkelsdóttir 2, Kristín Arndís Ólafsdóttir 2.
Staðan er jöfn 1-1. Þriðji leikur liðanna fer
fram í Valshöllinni á mánudaginn.
Nýjast
Olís-deild kvenna, undanúrslit
Skallagrímur - Haukar 64-75
Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 40/13
fráköst, Jóhann Björk Sveinsdóttir 8, Sigrún
Sjöfn Ámundadóttir 6/13 fráköst, Jeanna
Louis F. Sicat 5, Bríet Lilja Sigurðardóttir 5.
Haukar: Whitney Michelle Frazier 26/15 frá-
köst, Helena Sverrisdóttir 21/13 fráköst/9
stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 10,
Anna Lóa Óskarsdóttir 5, Sigrún Björg Ólafs-
dóttir 4, Þóra Kristín Jónsdóttir 4, Magdal-
ena Gísladóttir 3, Fanney Ragnarsdóttir 2.
Staðan er 2-0 fyrir Hauka. Þriðji leikur
liðanna fer fram á Ásvöllum á þriðjudaginn.
Dominos-deild kvenna
Enginn ræður við innköstin
Íslenska kvennalandsliðið sótti þrjú stig til Slóveníu og komst um leið í efsta sæti riðilsins í undankeppni
HM 2019. Stelpurnar okkar byrjuðu leikinn af krafti og gáfu Slóvenum aldrei færi á að komast inn í leikinn.
Stelpurnar fagna marki Gunnhildar eftir að hún kom Íslandi yfir með skrautlegu marki. mynD/Hafliði Breiðfjörð
stuttu færi þegar boltinn féll fyrir
fætur hennar í vítateig Slóvena og
leiddi Ísland 2-0 í hálfleik.
Slóvenar komust betur inn í leik-
inn á upphafsmínútum seinni hálf-
leiks og voru mun meira með bolt-
ann án þess að ógna marki Íslands.
Fékk Ísland nokkur hálffæri til að
klára leikinn endanlega en mörkin
tvö úr fyrri hálfleik dugðu til.
Freyr Alexandersson, þjálfari liðs-
ins, var hinn kátasti er Fréttablaðið
heyrði í honum eftir leik.
„Fyrri hálfleikurinn var frábær af
okkar hálfu sem er afar ánægjulegt,
við spiluðum vel og varnarleikurinn
var afar öflugur. Við vorum að vinna
boltann hratt og færa boltann í þau
svæði sem við vildum sækja í og
sköpuðum fyrir vikið fullt af góðum
færum. Svo skorum við úr löngu inn-
köstunum sem enginn ræður við,“
segir Freyr en bæði mörkin komu
eftir löng innköst frá Sif Atladóttur.
Hægðu á leiknum í seinni
„Mér fannst þetta hrikalega fallegt
mark, þetta var beint af æfinga-
svæðinu,“ sagði Freyr hlæjandi um
mark Gunnhildar sem hún virtist
skora með maganum. „Hvort sem
það er með maganum, hnénu eða
ristinni er mér alveg sama ef leik-
mennirnir klára hlaupin sín og gera
það vel. Við vorum árásargjörn í
föstum leikatriðum og uppskárum
tvö mörk upp úr því, að okkar mati
eigum við að geta gert usla með
föstum leikatriðum gegn hvaða and-
stæðingi sem er.“
Honum fannst spilamennskan
aðeins detta niður í upphafi seinni
hálfleiks.
„Það kemur 20-25 mínútna kafli
í seinni hálfleik þar sem spila-
mennskan er ekki nægilega góð
hreint út sagt, það er kannski eðli-
legt á þessum árstíma að ná ekki að
halda sama hraða í 90 mínútur en
þetta var fulllangt að mínu mati. Í
byrjun vorum við að vinna boltann
í fyrstu pressu og fórum á rétta staði
með hann sem kom í veg fyrir að
þær hægðu á leiknum og klukkuðu
okkur. Það hjálpaði okkur að halda
góðu flæði í fyrri hálfleik en vantaði
í byrjun seinni hálfleiks, þá náðu
þær að hægja leikinn og hnoðast
aðeins meira og settu meiri pressu
á okkur.“
Þrátt fyrir það fannst þjálfaranum
forskotið ekki í hættu.
„Við vorum með öll tök á leikn-
um, þó að þær hafi komið dýrvit-
lausar út úr hálfleiknum á sama
tíma og við vorum aðeins farnar að
slaka á, þá vorum við með gott tak
á leiknum og betra liðið og náðum
í stigin þrjú sem skipta máli. Í raun
var það helsta sem fór í taugarnar á
mér að bæta ekki við mörkum upp
á gleðina að gera.“
Brynjar tekur víkingaklappið
Fram undan er leikur gegn Fær-
eyjum en það er síðasti útileikur
Íslands í undankeppninni. Ísland
vann fyrri leik liðanna á Laugardals-
velli 8-0 en með sigri tekst Íslandi að
taka þrettán stig af fimmtán mögu-
legum á útivelli, nokkuð sem liðið
setti sér sem markmið.
„Við horfðum á þennan stiga-
fjölda, þrettán stig í fimm leikjum,
það væri frábær árangur og myndi
setja okkur í þá stöðu sem við viljum
vera í þegar kemur að lokaumferð-
unum. Við erum spennt að fara til
Færeyja, ég þekki marga þarna og er
spenntur að koma þangað. Ég ætl-
ast til þess að við gerum enn betur
og sækjum stigin þrjú og komum
heim í toppsætinu,“ sagði Freyr en
íslenska liðið flýgur til Færeyja frá
Kaupmannahöfn á sunnudaginn.
Freyr kvaðst vera búinn að mynda
stuðningsmannasveit í Færeyjum.
„Brynjar Hlöðversson ætlar að
vera í stúkunni með trommur að
styðja við bakið á okkur, Jónas Tór
Næs verður þarna líka. Brynjar er á
við heilan her og ætlar að taka vík-
ingaklappið svo að við fáum góðan
stuðning þar,“ sagði Freyr léttur að
lokum. kristinnpall@frettabladid.is
0
7
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:3
3
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
6
0
-7
A
7
4
1
F
6
0
-7
9
3
8
1
F
6
0
-7
7
F
C
1
F
6
0
-7
6
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
2
8
s
_
6
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K