Fréttablaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 86
Fólk getur komið með heilu búning- ana eða hluta af búningi og fengið upplýsingar um hvað þetta er og hvernig það er notað.Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Í tilefni af hundrað ára afmæli full-veldis Íslands langar okkur hjá Heimilisiðnaðarfélaginu að vekja athygli á íslenska þjóðbúningnum. Við vitum að á árum áður voru fjölmargir búningar saumaðir og margir þeirra hanga ónotaðir inni í skáp. Við erum því farin af stað með átaksverkefni sem heitir Út úr skápnum – þjóðbúningana í brúk! Með því viljum við hvetja til þess að eldra fólk fari inn í skáp eða skoði hvað leynist í kössum og koffortum og nái í búninga sem þar kunna að vera og finni yngri konur í fjöl- skyldunni sem eru til í að klæðast þeim. Þannig verða þessar gersemar dregnar fram í dagsljósið og teknar í notkun á ný,“ segir Margrét Valdi- marsdóttir, formaður Heimilis- iðnaðarfélags Íslands, en á morgun, sunnudag, kl. 13-16 býðst fólki að koma í húsnæði félagsins við Net- hyl 2e með þjóðbúninga og bún- ingahluta til skoðunar og mátunar. Sérfræðingar í þjóðbúningasaumi og búningasilfri verða á staðnum til ráðgjafar og ráðlegginga. Heilu eða hálfu búningarnir „Við fáum þær Jófríði Benedikts- dóttur og Oddnýju Kristjánsdóttur, sem báðar eru klæðskerar og þjóð- búningakennarar, til okkar, ásamt Dóru Jónsdóttur, gullsmið og sér- fræðingi í búningasilfri, gestum til upplýsingar. Fólk fær tækifæri til að máta búningana og fá um leið ráð- leggingar um hvort gera þurfi breyt- ingar á þeim. Fólk getur komið með heilu búningana eða hluta af búningi, svo sem upphlut, svuntu, húfu eða búningasilfur, og fengið upplýsingar um hvað þetta er og hvernig það er notað. Einnig verður hægt að fá ráðleggingar varðandi breytingar á búningum. Við viljum fyrst og fremst hvetja til þess að fólk taki búningana í notkun og út úr skápunum og að þeir fari áfram til yngri kynslóðanna,“ segir Margrét. Fyrirmyndina að þessum við- burði má rekja til Þjóðminjasafns Íslands en það hefur árum saman staðið fyrir dögum þar sem fólki býðst að koma með hluti úr sínum fórum og fá um þá upplýsingar. Skemmtileg hefð Þegar Margrét er spurð við hvaða tækifæri þjóðbúningar séu helst notaðir nú til dags segir hún að margir klæðist þeim helst á hátíðisdögum á borð við þjóð- hátíðardaginn 17. júní, við skírnir og fermingar. „Fólk mætti í raun vera mun duglegra við að nota þjóðbúningana sína. Við hjá Heim- ilisiðnaðarfélaginu lítum gjarnan öfundaraugum til nágranna okkar í Noregi og Færeyjum sem eru mjög duglegir að klæðast bún- ingum sínum. Í Noregi er til siðs að stúlkur eignist þjóðbúning við fermingu sem síðan er notaður við hátíðleg tækifæri á borð við skírnir, fermingar, brúðkaup og slíkt næstu áratugina. Það er bæði fjárhagslegur og umhverfislegur ávinningur í því að eiga ein góð spariföt sem endast, auk þess að vera ótrúlega skemmti- leg hefð,“ segir hún. „Á næstu vikum eru peysufata- dagar í Verslunarskóla Íslands og Kvennaskólanum í Reykjavík svo þetta er einmitt kjörinn tími til að skoða hvort einhver í fjölskyldunni eigi ónotaðan þjóðbúning,“ segir Margrét en upphlutur er algengasti búningur landsins. Fast á eftir koma peysuföt. Aðsókn að námskeiðum í þjóðbúningasaumi Heimilisiðnaðarfélagið heldur reglulega námskeið í þjóðbúninga- saumi og segir Margrét mikinn áhuga vera á þeim. „Þau eru ótrú- lega skemmtileg og því fjölmörg dæmi um að fólk ánetjist og komi á mörg námskeið. Búningarnir eru saumaðir úr vönduðum efnum og handsaumur er mikill og því tengist maður þessum flíkum tilfinninga- böndum, enda mikið fyrir þeim haft. Okkar hlutverk hjá Heimilis- iðnaðarfélaginu er að halda við þessu gamla handverki,“ segir Margrét. Í byrjun júní verður Heimilis- iðnaðarfélagið svo með sýningu á þjóðbúningum á Árbæjarsafni og þá verður hægt að sjá mismunandi búninga úr fórum félagsins. Draga gersemar fram í dagsljósið Út úr skápnum – þjóðbúningana í brúk! er yfirskrift við- burðar hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands á morgun. Til- gangurinn er að finna búninga og koma þeim í notkun. Heimilisiðnaðarfélagið vill hvetja fólk til að nota þjóðbúninga í ríkari mæli. MYND/EYÞÓR Það er fjárhagslegur og umhverfislegur ávinningur að því að eiga góð spariföt á borð við þjóðbúning, að sögn Margrétar. MYND/STEFÁN FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Föstudaginn 13. apríl mun Fréttablaðið gefa út sérblaðið GRÆNN LÍFSSTÍLL Í blaðinu verða umhverfismál á ýmsum sviðum í brennidepli. Ætlunin er að benda bæði fyrirtækjum og almenning á fjölmörg skref sem auðvelt er stíga í átt að grænum lífsstíl. Einfaldar breytingar á daglegum venjum sem geta haft afar mikil og góð áhrif á okkar nær umhverfi með samhentu átaki almennings og fyrirtækja. Á meðal efnistaka blaðsins er… Endurvinnsla – pappír, plast, rafhlöður og ýmis spilliefni Kolefnisjöfnun – hvernig geta fyrirtæki og heimili kolefnisjafnað á auðveldan hátt? Orkugjafar framtíðarinnar – Metan, vetni eða rafmagn? Hvað mun knýja farartækin okkar í framtíðinni Maturinn og umhverfið – hvernig geta framleiðslufyrirtæki lágmarkað umhverfisáhrifin og hvernig geta stuðlað að umhverfisvænni framleiðslu? Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir Ólafur H. Hákonarson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 512 5433 / olafurh@frettabladid.is 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . A p R í L 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 7 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 1 2 8 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 6 0 -D 3 5 4 1 F 6 0 -D 2 1 8 1 F 6 0 -D 0 D C 1 F 6 0 -C F A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 6 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.