Fréttablaðið - 07.04.2018, Blaðsíða 88
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Tölvuleikir hafa breyst mikið frá því að þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið. Í dag
spilar fólk á öllum aldri tölvuleiki
og tölvuleikjaiðnaðurinn veltir
svimandi fjárhæðum. Leikirnir eru
mun fjölbreyttari en nokkru sinni
fyrr og þjóna fjölbreyttum hlut-
verkum. Eitt þeirra er að mennta
fólk.
Tölvuleikjahönnuðir hafa náð
mjög góðum árangri í að skapa
kerfi þar sem fólk hefur gaman af
því að læra. Sumir leikir eru mjög
langir og flóknir, en samt sækir
fólk endurtekið í þá. Það getur
stundum reynst erfitt fyrir kennara
að vekja áhuga nemenda á náms-
efni og tölvuleikir geta hjálpað við
að fá nemendur til að nálgast efnið
á nýjan og virkari hátt. Tölvu-
leikir gætu því orðið stór hluti af
menntakerfi framtíðarinnar.
Gagnlegir á ýmsan hátt
Rannsóknir gefa til kynna að
tölvuleikir geti gert ýmiss konar
gagn.
Þeir geta stuðlað að þroska til-
finninga og vitsmuna. Í mörgum
leikjum þarf fólk að vinna saman
eða keppa hvert við annað, eða
hvort tveggja. Slíkir leikir reyna á
og þjálfa hæfni fólks til að vinna
með öðrum og eiga samskipti.
Þannig geta tölvuleikir aukið
félagshæfni, í réttum aðstæðum.
Tölvuleikir geta líka þjálfað rýmis-
skynjun, rökhugsun, minni, hæfni
til að leysa vandamál, samhæfingu
hreyfinga og viðbragðshraða.
Tölvuleikir leyfa fólki að læra á
sínum hraða og þá má auðveld-
lega sníða að þörfum og getustigi
hvers og eins. Þetta getur komið að
miklu gagni fyrir börn sem gengur
illa í námi. Þeim finnst stundum
erfitt að halda sig við námsefnið og
þurfa stundum á einstaklingsmið-
aðri kennslu að halda. Þá virðast
tölvuleikir koma að gagni við að
vekja áhuga þeirra á efninu, fá þau
til að mæta, taka þátt, sýna metnað
og læra.
Leikir geta líka gefið fólki æfingu
í alls kyns erfiðum eða hættu-
legum aðstæðum án ótta við
afleiðingarnar. Dæmi um þetta
eru leikir sem setja spilara í flókna
siðferðislega stöðu sem þeir þurfa
að vinna úr eða flughermar sem
Tölvuleikir geta gagnast í námi
Tölvuleikir þjálfa ýmsa hæfni sem getur nýst í námi og virðast geta gagnast í menntun barna á
ýmsan hátt. En það er dýrt að nota þá í kennslu og það skortir rannsóknir á gagnsemi þeirra.
Tölvuleikir gætu skipað stóran sess í menntun framtíðar. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY
Í tölvuleiknum Assassin’s Creed: Origins er hægt að fara í skoðunarferðir um
Egyptaland hið forna. MYND/ASSASSINSCREEDORIGINS
gagnast við þjálfun flugmanna.
Tölvuleikir geta vakið áhuga
barna á tækni og fært þeim grund-
vallartæknikunnáttu sem reynist
vel. Leikir eins og Angry Birds og
Mine craft hafa til dæmis verið
notaðir til að kenna forritun.
Margir leikir byggja á mann-
kynssögunni og þeir geta kennt
spilurum um hana með því að
krefjast þess að leikmenn læri að
skilja hvernig söguleg fyrirbrigði
virka, svo þeir geti unnið með þau.
Svo er hægt að fá vinnu út úr
tölvuleikjum. Bæði við að fram-
leiða þá og spila. Sumir hafa tekjur
af því að spila leiki og streyma því
á Twitch eða YouTube og aðrir hafa
tekjur af því að gera myndbönd
út frá tölvuleikjum fyrir YouTube.
Enn aðrir gerast atvinnumenn
í tölvuleikjum, en það er mikill
áhugi fyrir því að fylgjast með
þeim bestu í heimi og tekjurnar í
atvinnumennsku geta verið mjög
háar. Sumir skólar í Kína eru farnir
að kenna krökkum að spila tölvu-
leiki til að þjálfa atvinnumenn
framtíðarinnar.
Hægt að kanna
stafræna staði
Tölvuleikir geta líka sett fólk á
staði eða inn í menningu sem þeir
eru að læra um í skólanum. Gagn-
virk upplifun af kennsluefninu
getur aukið áhuga barna á því og
hjálpað þeim að muna eftir því.
Gott dæmi um þetta er nýr
spilunarmöguleiki í tölvuleiknum
Ass assin’s Creed: Origins, sem
kallast „Discovery Tour“. Leikurinn
gerist í Egyptalandi til forna og
í Discovery Tour gefst spilurum
tækifæri til að ferðast um risastóra
stafræna endur sköpun á Egypta-
landi hinu forna sem er byggð á
bestu rannsóknum sagnfræðinga
og í samstarfi við helstu sérfræð-
inga í sögu Egyptalands. Það eru
engir bardagar og engin verkefni
fyrir spilara, eins og í hefðbundnu
útgáfunni af leiknum, en í staðinn
er hægt að ferðast um og fara í 75
skoðunarferðir sem kenna manni
um ýmsar hliðar á menningu
Egyptalands til forna. Skoðunar-
ferðirnar eru talsettar og mynd-
skreyttar og minna á skoðunarferð
um safn, en á þennan hátt færðu
ekki bara að sjá muni úr þessum
heimi, heldur heimsækja hann.
Prófanir á þessum nýja spilunar-
möguleika hafa sýnt að hann geti
hjálpað börnum mikið að læra.
Það eru heldur ekki bara grunn-
skólanemendur sem hefðu áhuga
á að heimsækja Egyptaland hið
forna.
Með þessum nýja spilunarmögu-
leika getur leikurinn gagnast mun
stærri notendahóp en hefðbundin
útgáfa hans, sem snýst um að
berjast gegn samsæri valdamikilla
einstaklinga í þessum töfrandi
heimi. Þessi útgáfa af leiknum
hentar bæði börnum sem eru of
ung fyrir ofbeldið og fullorðnum
sem hafa ekki gaman af því að
leika sér í tölvuleikjum.
Minecraft hefur
hjálpað einhverfum
Tölvuleikurinn Minecraft hefur
verið notaður til kennslu á ótal
vegu, enda býður leikurinn upp á
mikla möguleika. Það er meira að
segja til sérstök útgáfa af leiknum
sem heitir MinecraftEdu, sköpuð af
kennurum og kennir stærðfræði og
tungumál.
Maður að nafni Stuart Duncan
hefur náð miklum árangri í að
kenna einhverfum börnum með
því að nota Minecraft. Duncan
stofnaði sérstakan netþjón fyrir
einhverfa og fjölskyldur þeirra
svo þau hefðu öruggan stað til að
leika sér á, því þegar einhverfir
krakkar léku sér á hefðbundnum
netþjónum lentu þeir oft í einelti
og erfiðleikum. Enginn kemst inn
á þjóninn nema Duncan hafi sam-
þykkt viðkomandi, en þjónninn
er svo vinsæll að Duncan hefur
samþykkt meira en átta þúsund
manns.
Þar læra börnin hvert af öðru.
Sum hafa lært að lesa og skrifa og
önnur byrjuðu að tala í fyrsta sinn.
Krakkarnir fóru líka að eignast
vini í skólanum í fyrsta sinn og
deila með öðrum. Foreldrar þeirra
þökkuðu tímanum á þjóninum
fyrir þessar framfarir.
Dýrt og lítið rannsakað
Tölvuleikir geta því verið gagnlegt
tól til að læra, en þeir hafa að sjálf-
sögðu galla sem kennslutæki.
Það eru mikill skortur á rann-
sóknum á því hvernig og hvort
tölvuleikir bæta frammistöðu í
kennslustofunni eða námsárangur.
Sérfræðingar segja að tæknilega
séð ættu þeir að gera það að ýmsu
leyti, en það sé ómögulegt að full-
yrða um það án frekari rannsókna.
Það getur líka verið kostnaðar-
samt að nota tölvuleiki í kennslu,
því tölvur og tölvubúnaður kosta
mikið og það gæti verið dýrt að
skapa umgjörð fyrir slíkt nám
og þjálfa kennara. Án haldbærra
gagna um gagnsemi tölvuleikja í
námi er ekki hægt að ætlast til að
fjársveltir skólar fjárfesti í slíku.
En það virðist líklegt að tölvu-
leikir eigi eftir að skipa sífellt
stærri sess í námi á næstu árum
og áratugum, kannski ekki síst hjá
börnum sem glíma við námsörð-
ugleika. Það sem kemur helst í veg
fyrir að þeir taki við í ríkari mæli
sem kennslutæki er skortur á frek-
ari rannsóknum og kostnaðurinn
sem fylgir þeim, bæði fjárhagslegur
kostnaður við tækjakaup, kostn-
aður við breytingar á námskerfum
og kostnaðurinn við að reyna að
breyta hugmyndum fólks um hvar
og hvernig maður lærir.
Levi ś Smáralind - Tilboð gildir til sunnudags
30%
VALDAR VÖRUR
LEVI´S SMÁRALIND
12 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . A P R Í L 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
0
7
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:3
3
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
6
0
-E
7
1
4
1
F
6
0
-E
5
D
8
1
F
6
0
-E
4
9
C
1
F
6
0
-E
3
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
2
8
s
_
6
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K