Fréttablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 2
Veður Milt verður á landinu í dag og verða vindar suðlægir. Búast má við björtu veðri norðan- og austanlands og þar gæti hiti náð 12 stigum, en öllu svalara verður sunnan- og vestan- lands og þar mun rigna á köflum fram eftir degi. sjá síðu 22 ELKO.IS LAND allt SENDUM UM af HEIMILISTÆKJUM! mesta úrval landsins Draumaverksmiðja í Borgarleikhúsinu Handagangur var í öskjunni í gær þegar skráning í áheyrnarprufur fyrir söngleikinn Matthildi hófst í Borgarleikhúsinu. Mikill fjöldi barna, sem fædd eru á bilinu 2006 til 2011, mætti í leikhúsið til að láta smella af sér mynd í von um að hreppa hlutverk í söngleiknum sem frumsýna á eftir tæpt ár. Aðalpersónan Matthildur er gáfuð og tilfinninganæm með ríkt ímyndunarafl. Foreldrar hennar eru á hinn bóginn illa gefnir. Fréttablaðið/Ernir Fjölmiðlar Ríkisútvarpið greiddi útgerðarfyrirtækinu FiskAra frá Súðavík 350 þúsund krónur í sátta- greiðslu vegna fréttar í svæðisút- varpi Vestfjarða árið 2008 um yfir- vofandi gjaldþrot fyrirtækisins sem reyndist röng. Trúnaði af sáttar- greiðslunni hefur verið aflétt í kjöl- far niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál á dögunum um að RÚV bæri að afhenda Vísi sam- komulag sem stofnunin gerði við Guðmund Spartakus Ómarsson á síðasta ári. Fréttablaðið greindi frá því í októ- ber að ákvörðun RÚV um að greiða Guðmundi 2,5 milljónir í miskabæt- ur til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla sem hann hafði höfðað á hendur stofnuninni væri ekki eins- dæmi. Slíkt hið sama hefði gerst vegna lítillar fréttar sem hljómaði í svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008. RÚV neitaði þá beiðni Fréttablaðs- ins um efni sáttarinnar og vildi ekki upplýsa um hversu há sáttargreiðsl- an var fyrr en niðurstaða fengist hjá úrskurðarnefndinni um sátt RÚV við Guðmund. Nú hefur RÚV veitt Fréttablaðinu þessar upplýsingar. Í mars 2009 höfðaði FiskAri ehf. mál á hendur RÚV vegna fréttarinnar um að FiskAri ætti í „verulegum fjár- hagslegum erfiðleikum og rambaði á barmi gjaldþrots“. Krafist var að ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk, RÚV yrði gert að greiða félaginu 400 þúsund krónur til að kosta birtingu dóms í fjórum dagblöðum og að RÚV greiddi málskostnað. Í samkomulagi FiskAra og RÚV kemur fram að stofnunin fallist á að ummælin hafi falið í sér fullyrðingar um staðreyndir sem hafi ekki átt sér viðhlítandi stoð í raunveruleikanum, er fyrirtækið beðið afsökunar auk þess sem leiðrétting og afsökunar- beiðni yrðu birt á textavarpi RÚV, í fréttum svæðisútvarpsins og í dagblaðinu Bæjarins besta á Ísafirði. Þá féllst RÚV einnig á að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað en að gegn greiðslunni og birtingu leiðréttingar og afsök- unarbeiðni skuldbatt FiskAri sig til að fella niður meiðyrða- málið og lýsa því yfir að félagið ætti engar frekari kröfur á hendur stofnuninni vegna málsins. Munurinn á samkomulagi RÚV við FiskAra og Guðmund Sparta- kus felst einna helst í því að í sátt- inni við Guðmund var kveðið á um að engin leiðrétting yrði gerð á fréttunum sem stefnt var vegna, sáttin væri ekki viðurkenning á bótaskyldu og enginn yrði beð- inn afsökunar. Páll Magnússon, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, var útvarpsstjóri þegar sáttin við FiskAra ver gerð en hann hefur gagnrýnt m i s k a b ó t a g r e i ð s l u RÚV til Guðmundar. Furðaði hann sig á að stofnunin væri að kaupa sig frá því að biðjast afsök- unar eða leiðrétta frétt. mikael@frettabladid.is 350 þúsund króna sátt RÚV í meiðyrðamáli Trúnaði af samkomulagi Ríkisútvarpsins við útgerðarfyrirtæki árið 2009 af- létt. Samið um meiðyrðamál utan dómstóla. RÚV greiddi FiskAra ehf. 350 þúsund krónur, fyrirtækið beðið afsökunar og leiðrétting birt á rangri frétt. Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri ríkisútvarpsins. Fréttablaðið/StEFán Páll Magnússon, þingmaður og fyrr- verandi útvarps- stjóri. Fréttablaðið/ StEFán GrÆNlaND Siumut-flokkurinn á Grænlandi leggur til að slakað verði á aðgangskröfum í kennaranám. Frambjóðanda flokksins, Siunni Johansen, segir mikilvægara að kennaranemar geti talað grænlensku en að þeir hafi ákveðið meðal tal ein- kunna úr framhaldsskóla. Johansen bendir á að hinn kostur- inn sé að fá kennara sem ekki tala grænlensku. Þeir muni kenna börn- unum á framandi tungu. – ibs Slaki á kröfum í kennaranámi Grænlensk skólabörn í Kulusuk. Fréttablaðið/PJEtUr HaFNarFjörður Meirihluti bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar fram- tíðar. Forseti bæjarstjórnar, Guð- laug Kristjánsdóttir, lagði þetta til á bæjarstjórnarfundi í gær. Guðlaug og Einar Birkir Einars- son bæjarfulltrúi sögðu sig nýlega úr Bjartri framtíð. Þau hafa starfað í meirihluta með Sjálfstæðisflokkn- um. Eftir úrsögn þeirra hefur legið í loftinu að fulltrúar Bjartrar fram- tíðar yrðu teknir úr nefndum og ráðum en Borghildur Sturludóttir, sem setið hefur í skipulags- og bygg- ingarráði fyrir flokkinn, hefur gagn- rýnt hvernig meirihlutinn hefur staðið að ákvarðanatöku um bygg- ingu knatthúsa. Tillögu Guðlaugar var harðlega mótmælt á fundinum af Gunnari Axel Axelssyni, bæjarfulltrúa Sam- fylkingarinnar. Urðu umræður um málið svo heitar að gera þurfti hlé á fundi og vísa gestum út. Í frétt Fjarðarfrétta af fundinum segir að umræður hafi verið svo háværar að ómur af þeim hafi borist út á götu. Svo fór að lokum að sam- þykkt var að víkja Borghildi og Pétri úr nefndum og ráðum. Afgreiðslan hefur þegar verið kærð til ráðuneytisins herma heim- ildir Fréttablaðsins. – aá Ráku menn BF úr öllum ráðum Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. 1 2 . a p r í l 2 0 1 8 F i m m T u D a G u r2 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð 1 2 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 A -0 D E C 1 F 6 A -0 C B 0 1 F 6 A -0 B 7 4 1 F 6 A -0 A 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.