Fréttablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 2
Veður
Milt verður á landinu í dag og verða
vindar suðlægir. Búast má við björtu
veðri norðan- og austanlands og
þar gæti hiti náð 12 stigum, en öllu
svalara verður sunnan- og vestan-
lands og þar mun rigna á köflum
fram eftir degi. sjá síðu 22
ELKO.IS
LAND allt
SENDUM UM
af HEIMILISTÆKJUM!
mesta úrval landsins
Draumaverksmiðja í Borgarleikhúsinu
Handagangur var í öskjunni í gær þegar skráning í áheyrnarprufur fyrir söngleikinn Matthildi hófst í Borgarleikhúsinu. Mikill fjöldi barna, sem
fædd eru á bilinu 2006 til 2011, mætti í leikhúsið til að láta smella af sér mynd í von um að hreppa hlutverk í söngleiknum sem frumsýna á eftir tæpt
ár. Aðalpersónan Matthildur er gáfuð og tilfinninganæm með ríkt ímyndunarafl. Foreldrar hennar eru á hinn bóginn illa gefnir. Fréttablaðið/Ernir
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið greiddi
útgerðarfyrirtækinu FiskAra frá
Súðavík 350 þúsund krónur í sátta-
greiðslu vegna fréttar í svæðisút-
varpi Vestfjarða árið 2008 um yfir-
vofandi gjaldþrot fyrirtækisins sem
reyndist röng. Trúnaði af sáttar-
greiðslunni hefur verið aflétt í kjöl-
far niðurstöðu úrskurðarnefndar
um upplýsingamál á dögunum um
að RÚV bæri að afhenda Vísi sam-
komulag sem stofnunin gerði við
Guðmund Spartakus Ómarsson á
síðasta ári.
Fréttablaðið greindi frá því í októ-
ber að ákvörðun RÚV um að greiða
Guðmundi 2,5 milljónir í miskabæt-
ur til að ljúka meiðyrðamáli utan
dómstóla sem hann hafði höfðað á
hendur stofnuninni væri ekki eins-
dæmi. Slíkt hið sama hefði gerst
vegna lítillar fréttar sem hljómaði í
svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008.
RÚV neitaði þá beiðni Fréttablaðs-
ins um efni sáttarinnar og vildi ekki
upplýsa um hversu há sáttargreiðsl-
an var fyrr en niðurstaða fengist hjá
úrskurðarnefndinni um sátt RÚV
við Guðmund. Nú hefur RÚV veitt
Fréttablaðinu þessar upplýsingar.
Í mars 2009 höfðaði FiskAri ehf.
mál á hendur RÚV vegna fréttarinnar
um að FiskAri ætti í „verulegum fjár-
hagslegum erfiðleikum og rambaði
á barmi gjaldþrots“. Krafist var að
ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk,
RÚV yrði gert að greiða félaginu 400
þúsund krónur til að kosta birtingu
dóms í fjórum dagblöðum og að RÚV
greiddi málskostnað.
Í samkomulagi FiskAra og RÚV
kemur fram að stofnunin fallist á að
ummælin hafi falið í sér fullyrðingar
um staðreyndir sem hafi ekki átt sér
viðhlítandi stoð í raunveruleikanum,
er fyrirtækið beðið afsökunar auk
þess sem leiðrétting og afsökunar-
beiðni yrðu birt á textavarpi RÚV, í
fréttum svæðisútvarpsins og í
dagblaðinu Bæjarins besta á
Ísafirði.
Þá féllst RÚV einnig á að
greiða 350 þúsund krónur
í málskostnað en að gegn
greiðslunni og birtingu
leiðréttingar og afsök-
unarbeiðni skuldbatt
FiskAri sig til að fella
niður meiðyrða-
málið og lýsa því yfir
að félagið ætti engar
frekari kröfur á hendur stofnuninni
vegna málsins.
Munurinn á samkomulagi RÚV
við FiskAra og Guðmund Sparta-
kus felst einna helst í því að í sátt-
inni við Guðmund var kveðið á
um að engin leiðrétting yrði gerð
á fréttunum sem stefnt var vegna,
sáttin væri ekki viðurkenning á
bótaskyldu og enginn yrði beð-
inn afsökunar.
Páll Magnússon, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, var
útvarpsstjóri þegar sáttin
við FiskAra ver gerð en
hann hefur gagnrýnt
m i s k a b ó t a g r e i ð s l u
RÚV til Guðmundar.
Furðaði hann sig á að
stofnunin væri að kaupa
sig frá því að biðjast afsök-
unar eða leiðrétta frétt.
mikael@frettabladid.is
350 þúsund króna sátt
RÚV í meiðyrðamáli
Trúnaði af samkomulagi Ríkisútvarpsins við útgerðarfyrirtæki árið 2009 af-
létt. Samið um meiðyrðamál utan dómstóla. RÚV greiddi FiskAra ehf. 350
þúsund krónur, fyrirtækið beðið afsökunar og leiðrétting birt á rangri frétt.
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri ríkisútvarpsins. Fréttablaðið/StEFán
Páll Magnússon,
þingmaður og fyrr-
verandi útvarps-
stjóri. Fréttablaðið/
StEFán
GrÆNlaND Siumut-flokkurinn á
Grænlandi leggur til að slakað verði
á aðgangskröfum í kennaranám.
Frambjóðanda flokksins, Siunni
Johansen, segir mikilvægara að
kennaranemar geti talað grænlensku
en að þeir hafi ákveðið meðal tal ein-
kunna úr framhaldsskóla.
Johansen bendir á að hinn kostur-
inn sé að fá kennara sem ekki tala
grænlensku. Þeir muni kenna börn-
unum á framandi tungu. – ibs
Slaki á kröfum
í kennaranámi
Grænlensk skólabörn í Kulusuk.
Fréttablaðið/PJEtUr
HaFNarFjörður Meirihluti bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í
gær á hitafundi að víkja Borghildi
Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr
nefndum og ráðum sem þau hafa
setið í fyrir hönd Bjartrar fram-
tíðar. Forseti bæjarstjórnar, Guð-
laug Kristjánsdóttir, lagði þetta til á
bæjarstjórnarfundi í gær.
Guðlaug og Einar Birkir Einars-
son bæjarfulltrúi sögðu sig nýlega
úr Bjartri framtíð. Þau hafa starfað
í meirihluta með Sjálfstæðisflokkn-
um. Eftir úrsögn þeirra hefur legið
í loftinu að fulltrúar Bjartrar fram-
tíðar yrðu teknir úr nefndum og
ráðum en Borghildur Sturludóttir,
sem setið hefur í skipulags- og bygg-
ingarráði fyrir flokkinn, hefur gagn-
rýnt hvernig meirihlutinn hefur
staðið að ákvarðanatöku um bygg-
ingu knatthúsa.
Tillögu Guðlaugar var harðlega
mótmælt á fundinum af Gunnari
Axel Axelssyni, bæjarfulltrúa Sam-
fylkingarinnar. Urðu umræður um
málið svo heitar að gera þurfti hlé á
fundi og vísa gestum út.
Í frétt Fjarðarfrétta af fundinum
segir að umræður hafi verið svo
háværar að ómur af þeim hafi borist
út á götu. Svo fór að lokum að sam-
þykkt var að víkja Borghildi og Pétri
úr nefndum og ráðum.
Afgreiðslan hefur þegar verið
kærð til ráðuneytisins herma heim-
ildir Fréttablaðsins. – aá
Ráku menn BF
úr öllum ráðum
Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.
1 2 . a p r í l 2 0 1 8 F i m m T u D a G u r2 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð
1
2
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
6
A
-0
D
E
C
1
F
6
A
-0
C
B
0
1
F
6
A
-0
B
7
4
1
F
6
A
-0
A
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K