Fréttablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 25
 F I M MT U DAG U R 1 2 . a p r í l 2 0 1 8 Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is iðborgin Framhald á síðu 2 ➛ Kynningar: Penninn Eymundsson, Kex Hostel, Gleraugnasalan 65 Kynningarblað Þegar Arnar Jónsson hleypti ungur heimdraganum frá Akureyri og flutti til Reykjavíkur til að fara í Þjóðleikhússkólann 1962 fannst honum hann strax kominn heim. MYND/SIGTRYGGUR ARI Það reyndist happ að búa í miðbænum þegar ég hrundi niður af stillansa þegar börnin voru orðin fimm og þurfti að bæta við hæð á húsið okkar á Óðinsgötu. Í sama mund og ég féll fimm metra niður ók lögregla á mótorhjóli fram hjá og hringdi um leið á sjúkrabíl sem kom innan örfárra mínútna því Lansinn var handan við hornið. Það mátti ekki tæpara standa því þá var ég kom- inn í lostviðbragð,“ segir Arnar um mikið slys sem hann lenti í árið 1984. Við fallið brotnuðu báðir hælar hans og ökklar svo hann þurfti að vera í hjólastól í hálft ár á eftir og læra að ganga upp á nýtt. Í spýtu sem virst hafði traust leyndist kvistur í lágbandi þar sem plankinn var lagður ofan á og því fór sem fór. „Slysið varð á fyrsta degi fram- kvæmdanna, rétt fyrir hádegi. Þór- hildur var rétt farin út og hjá henni var efst á lista að tryggja Arnar sinn en fyrst þurfti hún að skjótast niður í Þjóðleikhús, þar sem hún fékk fréttirnar. Þá gleymdist að tryggja svo ég var ótryggður að auki, en svona gengur þetta. Ég hélt að ferill minn sem leikari væri búinn.“ Keyptu hús í fátækrahverfi Arnar fluttist til Reykjavíkur að norðan árið 1962, þegar hann hóf nám í Þjóðleikhússkólanum. „Það voru gífurleg viðbrigði fyrir ungan mann frá Akureyri að kom- ast í höfuðstaðinn en mér fannst það mjög góð tilfinning og nánast eins og ég væri að koma heim,“ segir Arnar sem kynntist fljótt ástinni sinni, Þórhildi Þorleifsdótt- ur leikstjóra. Saman bjuggu þau á Sólvallagötu, í Njörvasundi og á Kleppsvegi áður en þau keyptu hús á Óðinsgötu 9 árið 1972. „Þegar við keyptum Óðinsgöt- una hélt fólk að við værum galin,“ segir Arnar og hlær. „Miðbærinn var þá hálfgert fátækrahverfi með Hér á ég heima Miðbær reykjavíkur hefur spilað stóra rullu í lífi leikarans arnars Jónssonar sem hefur lifað þar og starfað síðan 1962. Hann segir mannlífið samt við sig í miðbænum þótt flest annað hafi gjörbreyst á 56 árum. 1 2 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 6 A -3 F 4 C 1 F 6 A -3 E 1 0 1 F 6 A -3 C D 4 1 F 6 A -3 B 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.