Fréttablaðið - 12.04.2018, Page 25
F I M MT U DAG U R 1 2 . a p r í l 2 0 1 8
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
iðborgin
Framhald á síðu 2 ➛
Kynningar: Penninn Eymundsson, Kex Hostel, Gleraugnasalan 65
Kynningarblað
Þegar Arnar Jónsson hleypti ungur heimdraganum frá Akureyri og flutti til Reykjavíkur til að fara í Þjóðleikhússkólann 1962 fannst honum hann strax kominn heim. MYND/SIGTRYGGUR ARI
Það reyndist happ að búa í miðbænum þegar ég hrundi niður af stillansa þegar
börnin voru orðin fimm og þurfti
að bæta við hæð á húsið okkar
á Óðinsgötu. Í sama mund og ég
féll fimm metra niður ók lögregla
á mótorhjóli fram hjá og hringdi
um leið á sjúkrabíl sem kom innan
örfárra mínútna því Lansinn var
handan við hornið. Það mátti ekki
tæpara standa því þá var ég kom-
inn í lostviðbragð,“ segir Arnar um
mikið slys sem hann lenti í árið
1984. Við fallið brotnuðu báðir
hælar hans og ökklar svo hann
þurfti að vera í hjólastól í hálft
ár á eftir og læra að ganga upp á
nýtt. Í spýtu sem virst hafði traust
leyndist kvistur í lágbandi þar sem
plankinn var lagður ofan á og því
fór sem fór.
„Slysið varð á fyrsta degi fram-
kvæmdanna, rétt fyrir hádegi. Þór-
hildur var rétt farin út og hjá henni
var efst á lista að tryggja Arnar
sinn en fyrst þurfti hún að skjótast
niður í Þjóðleikhús, þar sem hún
fékk fréttirnar. Þá gleymdist að
tryggja svo ég var ótryggður að
auki, en svona gengur þetta. Ég
hélt að ferill minn sem leikari væri
búinn.“
Keyptu hús í fátækrahverfi
Arnar fluttist til Reykjavíkur að
norðan árið 1962, þegar hann hóf
nám í Þjóðleikhússkólanum.
„Það voru gífurleg viðbrigði fyrir
ungan mann frá Akureyri að kom-
ast í höfuðstaðinn en mér fannst
það mjög góð tilfinning og nánast
eins og ég væri að koma heim,“
segir Arnar sem kynntist fljótt
ástinni sinni, Þórhildi Þorleifsdótt-
ur leikstjóra. Saman bjuggu þau á
Sólvallagötu, í Njörvasundi og á
Kleppsvegi áður en þau keyptu hús
á Óðinsgötu 9 árið 1972.
„Þegar við keyptum Óðinsgöt-
una hélt fólk að við værum galin,“
segir Arnar og hlær. „Miðbærinn
var þá hálfgert fátækrahverfi með
Hér á ég heima
Miðbær reykjavíkur hefur spilað stóra rullu í lífi leikarans arnars Jónssonar sem hefur lifað þar og starfað
síðan 1962. Hann segir mannlífið samt við sig í miðbænum þótt flest annað hafi gjörbreyst á 56 árum.
1
2
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
6
A
-3
F
4
C
1
F
6
A
-3
E
1
0
1
F
6
A
-3
C
D
4
1
F
6
A
-3
B
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K