Fréttablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 40
1 2 . a p r í l 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r24 B í l a r ∙ F r É T T a B l a ð I ð Bílar Hjá bílaumboðinu BL eru um 10% starfsmanna af erlendum uppruna. Nýverið var þeim öllum boðið að taka stöðu- próf í íslensku og hafa fjórtán þeirra nú hafið nám á 1. stigi í íslensku. Kennt er í tvær klukkustundir í einu í tíu skipti og lýkur námskeiðinu í lok maí. Kennslan er á vegum Retor fræðslu sem býður fyrirtækjum slíka þjónustu. Að sögn Önnu Láru Guð- finnsdóttur, starfsmannastjóra BL, leggur fyrirtækið áherslu á íslensku sem leiðandi tungumál í starfsemi sinni. „Í því fjölmenningarsamfélagi sem Ísland er í dag er nauðsynlegt að fyrirtækin aðstoði erlent starfsfólk sitt við að verða sem virkastir þátt- takendur í samfélaginu. Í því sam- bandi er íslenskukunnátta á meðal lykilatriða í aðlögun að samfélaginu og í tengslamyndun við aðra, ekki síst við samstarfsfólk og viðskipta- vini,“ segir Anna Lára. Erlendir starfsmenn BL læra íslensku Jeppa- og jepplingaæðið sem runnið hefur á kaupendur í Bandaríkjunum náði nýjum hæðum í nýliðnum fyrsta fjórð- ungi ársins. Jeppar og jepplingar voru 68% af sölunni en fólksbílar aðeins 32%. Sala bíla í Bandaríkj- unum var með ágætum á þessum 1. ársfjórðungi og jókst um 2% frá árinu áður. Á þessum þremur mánuðum seldust 4.117.766 bílar og ekki nóg með að það hafi verið betri sala en 2017 þá var hún einn- ig betri en metárið 2016, sem var stærsta bílasöluár þar vestra frá upphafi. Vaxandi sala japanskra bílaframleiðenda hélt áfram á ársfjórðungnum og jók t.d Toyota markaðshlutdeild sína um 0,7% á meðan Ford tapaði 0,6%. Frábær sala Jeep-bíla hélt áfram og jókst markaðshlutdeild Jeep í Banda- ríkjunum um 0,7%. Á lúxusbílasviðinu náði Volvo eftirtektarverðum árangri og stóraukin sala Volvo-bíla skýrði helminginn af 2,9% aukningu í heildarsölu lúxusbíla. Sá lúxus- bílaframleiðandi sem tapaði mestri hlutdeild var Lincoln, sem seldi 17% færri bíla en á fyrstu 3 mánuðunum í fyrra. Í jepplinga- flokki náði Nissan Rogue (X-Trail í Evrópu) aftur söluforystunni af Toyota RAV4. Sala Nissan Rogue jókst um 15% á ársfjórðungnum sem kannski telst ekki svo stórkost- legt í ljósi þess að salan í þessum flokki bíla jókst um 13%. Jeppar og jepplingar 68% sölunnar í Bandaríkjunum  K ia vann til þrennra Red Dot verðlauna á dögunum fyrir bíla sína Stinger, Stonic og Picanto. Þessir þrír nýju bílar frá Kia unnu allir í sínum flokkum auk þess sem Stinger vann í flokknum „Best of the Best“ hjá Red Dot sem þykir sér- lega eftirsóknarvert. Red Dot-verðlaunin eru ein þau virtustu í hönnunarheiminum. Þessir þrír bílar unnu einnig alþjóð- legu hönnunarverðlaunin, iF Design Award, í ársbyrjun. Stinger og Stonic eru báðir glænýir bílar úr smiðju Kia, en Picanto er að koma nýr af þriðju kynslóð. Kia hefur náð framúrskarandi árangri í Red Dot verðlaununum og hlotið alls 21 verðlaun þar síðan árið 2009 þegar Kia Soul fékk þau í fyrsta skipti það ár. „Hönnunarteymi Kia hefur unnið hörðum höndum af því að framleiða fallega og góða bíla og þetta er viðurkenning fyrir þá vinnu,“ sagði Þjóðverjinn Peter Schreyer, einn af æðstu yfirmönnum Kia og yfirhönnuður Kia Motors. Schreyer, sem var áður yfirhönnuður hjá Audi, hefur átt stóran þátt í vel- gengni Kia á síðustu árum. Kia sópar til sín Red Dot verðlaunum Frá árinu 2009 hefur Kia unnið 21 Red Dot verðlaun, en nú hlutu Stinger, Stonic og Picanto verðlaun í sínum flokkum. Flestir áttu von á því að miklir söluörðug-leikar myndu hrjá Volkswagen í kjölfar dísil- vélahneykslis fyrirtækisins fyrir um tveimur árum, en hneykslið virtist bíta sáralítið í stöðuga sölu Volkswagen bíla. Sú þróun hélt sannarlega áfram á fyrsta fjórðungi þessa árs því Volkswagen setti sölumet og seldi 5,9% fleiri bíla en á sama tíma árið áður. Alls seldi Volkswagen 1,53 milljónir bíla. Best gekk að selja á stærsta bílamarkaði Volkswagen og fleiri bílaframleið- enda, þ.e. í Kína, þar sem söluaukn- ingin nam 8,6%. Fín söluaukning varð einnig í Bandaríkjunum en 0,8% söluminnkun var á heima- markaðnum í Þýskalandi. Í nýliðnum mars gekk Volkswagen frábærlega við sölu bíla sinna og náði 584.700 bíla sölu og ef þessi velgengni verður stigvaxandi á árinu má búast við algeru metári hjá Volkswagen. Í fyrra átti Volkswagen Group, móðurfyrirtæki Volkswagen, metár í sölu og skilaði mesta hagnaði sem fyrirtækið hefur náð á einu ári og næstum tvöfaldaði fyrra eigið met. Undir Volkswagen Group falla meðal annars bíla- merkin Audi, Porsche, Skoda, Seat, Lamborghini, Bugatti og Bentley, auk Volkswagen. Volkswagen Group er stærsti bílaframleiðandi heims og náði þeim titli nýlega af Toyota. Sölumet hjá VW á fyrsta ársfjórðungi  Kia Stinger vann í flokknum „Best of the Best“ . Þessir þrír nýju bílar frá Kia unnu allir í sínum flokkum auk þess sem Stinger vann í flokkn­ um „Best of the Best“ hjá Red Dot sem þykir sérlega eftirsóknarvert. Sala bíla í Banda­ ríkjunum var með ágætum á þessum 1. árs­ fjórðungi og jókst um 2% frá árinu áður. Nissan Rogue, sem ber nafnið X-Trail í Evrópu. Hluti erlendra starfsmanna BL er sestur á skólabekk til að læra íslensku. 1 2 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 6 A -2 6 9 C 1 F 6 A -2 5 6 0 1 F 6 A -2 4 2 4 1 F 6 A -2 2 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.