Fréttablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 32
Reykjavíkurborg hefur opnað fyrir umsóknir um styrki úr Miðborgarsjóði. Hægt er að sækja um styrk til og með 29. apríl næstkomandi. Miðborgarsjóðurinn á að stuðla að því að miðborgin sé góður staður til að búa á og áhuga- verður og aðlaðandi staður fyrir alla Íslendinga og erlenda gesti. Alls eru 30 milljónir króna í boði árið 2018. Það er lögð áhersla á að styrkja verkefni sem „hvetja til fjöl- breytni, frumkvæðis, nýsköpunar og rannsókna í eflingu miðborgarinn- ar“. Það er svo lögð sérstök áhersla á að styrkja verkefni sem samræmast stefnu Reykjavíkurborgar um mál- efni miðborgar, en leiðarljós hennar er að miðborgin sé heildstæð, aðlaðandi, fjölbreytt, vel tengd og vistvæn og fyrir alla. Allir eru hvattir til að sækja um styrk, hvort sem það eru einstakl- ingar, fyrirtæki eða hagsmuna- eða grasrótarsamtök. Hægt er að fá nánari upplýsingar og sækja um rafrænt á heimasíðu sjóðsins, www.reykjavik.is/mid- borgarsjodur. Hægt að sækja um styrki úr Miðborgarsjóði Duus hús í Fischersundi gegndi stóru hlutverki í tónleikasögu Reykja- víkur seinni hluta síðustu aldar þar sem margar sveitir héldu sína fyrstu tónleika og áttu traust athvarf. Fischer- sund er stutt og þröng gata niður úr Grjótaþorpinu og liggur niður að Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur. Búið er að rífa húsið fyrir nokkru en þar stendur í dag Hótel Plaza CenterHotel. Duus hús var bæði hefð- bundin krá og tónleika- staður. Húsið var ekki stórt en á tveimur hæðum. Uppi var hefðbundin aðstaða fyrir gesti en á fyrstu hæð var lítið svið og pláss fyrir hóflega stóran hóp tónleika- gesta sem margir eiga góðar minningar frá þessum tíma. Í Duus húsi mátti hlýða á alls konar lifandi tónlist, rokk, blús, djass og popp, en sveitaballasveitir snið- gengu staðinn sem var allt of lítill fyrir lífleg böll. Meðal ólíkra sveita sem tróðu þar upp voru HAM, Vinir Dóra, Sykurmolarnir og Stuð- menn. Eftirminnilegustu tónleik- arnir sem haldnir voru í hús- inu eru að mati margra þeir sem Sykurmolarnir héldu fyrir François Mitterrand Frakklandsforseta, frú Vig- dísi Finnbogadóttur forseta og aðra gesti árið 1990. Hús með ríka tónlistarsögu Sykurmolarnir halda tónleika fyrir Mitterr- and, Vigdísi Finnboga- dóttur og fleiri gesti á Duus í lok ágúst 1990.MYND/ JÓHANN A. KRIST- JÁNSSON Þegar fólk skoðar veitingahús í Reykjavík á TripAdvisor kemur fljótt í ljós að Bæjarins beztu er með þeim vinsælustu. Staðurinn, sem er í raun bara skúr í Hafnar- stræti, fær fjórar af fimm stjörnum. Það er reyndar mjög skemmtilegt því að á síðasta ári fagnaði staðurinn 80 ára afmæli og stendur enn full- komlega undir nafni. Þeir sem koma til Reykjavíkur þurfa að prófa eina með öllu hjá Bæjarins beztu ekki síður en Bill Clinton, þáverandi for- seti Bandaríkjanna, sem frægt varð. Ýmsir heimsfrægir tónlistarmenn hafa sömuleiðis stoppað við lúguna og fengið sér eina. Í umsögn á TripAdvisor segir Bandaríkjamaður: „Vinur minn sagði að ég yrði að prófa pylsu á Bæjarins beztu. Með hjálp Google Maps fundum við staðinn og vorum átta sem fengum okkur pylsu og allir sögðu WOW. Og ég sem hélt að bestu pylsurnar væru í New York. Steikti laukurinn og sinnepið var mjög spes.“ Heldur vinsældum Bæjarins beztu urðu 80 ára í fyrra. 8 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . A p R í L 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RMIÐBORGIN 1 2 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 6 A -3 F 4 C 1 F 6 A -3 E 1 0 1 F 6 A -3 C D 4 1 F 6 A -3 B 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.