Fréttablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 18
1 2 . a p r í l 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r18 S p o r T ∙ F r É T T a B l a ð I ð Guardiola faðmar Franck Ribéry í leik Bayern München og Real Madrid 2014. Bayern tapaði 4-0. NoRdicphotos/Getty Guardiola hefur mátt þola sár töp í Meistara- deildinni undanfarin ár. NoRdicphotos/ Getty FóTBolTI Ljósblái herinn hans Peps Guardiola tapaði 5-1 samanlagt fyrir Rauða hernum frá Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Staða Manchester City var erfið eftir 3-0 tap í fyrri leiknum á Anfield og þrátt fyrir góða frammi- stöðu í fyrri hálfleik í leiknum á þriðjudaginn urðu vonir City að engu þegar Mohamed Salah jafnaði í 1-1 á 56. mínútu. Roberto Firmino skoraði svo sigurmark Liverpool 13 mínútum fyrir leikslok. Guardiola horfði á seinni hálf- leikinn úr stúkunni á Etihad. Undir lok fyrri hálfleik var mark rang- lega dæmt af City vegna rangstöðu. Spánverjinn mótmælti og var sendur upp í stúku af landa sínum, Antonio Mateu Lahoz. Eftir leikinn sagðist Guardiola ekki hafa móðgað dómarann, aðeins sagt honum að markið hefði átt að standa. Þrjú töp í röð Tapið í gær var það þriðja á einni viku hjá City. Liðið tapaði báðum leikjunum gegn Liverpool og í milli- tíðinni fyrir Manchester United í leik þar sem City gat tryggt sér Eng- landsmeistaratitilinn. Það er þó ekki spurning hvort heldur hvenær City verður meistari, enda með 13 stiga forskot á United og á mjög auðvelda dagskrá fram undan. Þá eru lærisveinar Guardi- ola búnir að vinna deildabikarinn. En liðið ætlaði sér lengra í Meist- aradeildinni, sem var ein af helstu ástæðunum fyrir því að City réð Guardiola fyrir tveimur árum. City komst einni umferð lengra í Meistaradeildinni í ár en í fyrra en lið sem eyðir rúmlega 250 milljón- um punda í leikmenn á tímabilinu ætlar sér meira en að detta út í 8-liða úrslitum. City hefur reyndar ekki gert nein- ar rósir í Meistaradeildinni síðan olíufurstarnir frá Abú Dabí keyptu félagið fyrir áratug. City hefur lengst komist í undanúrslit fyrir tveimur árum þegar liðið tapaði fyrir Real Madrid. City hefur yfirburði heima fyrir en á enn eftir að leggja Evrópu undir sig. ekki komist í úrslit síðan 2011 Guardiola vann Meistaradeildina tvisvar á fyrstu þremur árum sínum sem stjóri Barcelona. En síðan 2011 hefur honum hvorki tekist að koma liði í úrslit Meistaradeildarinnar né landa bikarnum með stóru eyrun. Barcelona féll úr leik fyrir Chelsea 2012 og tímabilið á eftir var Guardi- ola í fríi frá þjálfun. Hann tók við Bayern München 2013 og undir hans stjórn komst liðið í undanúr- slit Meistaradeildarinnar. Þar lentu Bæjarar illa í því og réðu ekkert við skyndisóknir Real Madrid sem vann einvígið, samanlagt 5-0. Árið eftir hentu gömlu lærisvein- ar Guardiola í Barcelona Bayern úr leik í undanúrslitunum, sam- tals 5-3. Einvígið var nánast búið eftir 3-0 tap í fyrri leiknum. Lionel Messi gerði Bayern lífið leitt í þeim leik en Guardiola hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan hann hætti að þjálfa argentínska snillinginn. Bayern komst einnig í undan- úrslit á þriðja og síðasta tímabili Guardiola þar en féll úr leik fyrir Atlético Madrid á útivallarmarki. Í fyrra, á fyrsta tímabilinu undir stjórn Guardiola, strandaði City svo á Monaco í 16-liða úrslitunum. Franska liðið fór áfram á fleiri mörk- um skoruðum á útivelli. Varnarleysi á stóra sviðinu Varnarleikurinn hefur orðið liðunum hans Guardiola að falli í Meistaradeildinni undan farin ár og þau eiga í sérstaklega miklum vand- ræðum með lið sem geta beitt skæðum skyndi- sóknum, eins og Liverpool. City fékk samtals á sig fimm mörk gegn Liverpool í ár og sex gegn Monaco í fyrra. Real Madrid skoraði fimm gegn Bayern 2014 og Barce- lona fimm árið eftir. Guardiola gefur engan afslátt af sinni hugmynda- fræði og stundum kemur það honum í koll. Lík- urnar á því að hann breyti til og leggi meiri áherslu á varnarleik eru ekki miklar. Leikstíllinn sem hann predikar hefur þrátt fyrir allt skilað honum fjölda titla og verið lofaður í bak og fyrir. Betur má ef duga skal Þrátt fyrir ófarir síðustu þriggja leikja hefur Guardiola náð betra jafnvægi í leik City en í fyrra. Liðið hefur t.a.m. aðeins fengið á sig 24 mörk í 32 leikjum í ensku úrvals- deildinni og aðeins United hefur haldið oftar hreinu. En betur má ef duga skal. Leikirnir gegn Liverpool og United sýndu það. Guardiola er með opin tékkhefti og mun eflaust ná í sterka leikmenn í sumar til að freista þess að koma City í fremstu röð í Evrópu. ingvithor@frettabladid.is Lið undir stjórn Guardi- ola hafa unnið 13 af 30 leikjum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar frá tímabilinu 2011-12. sport Messufall í Meistaradeildinni Manchester City féll úr leik fyrir Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Pep Guardiola hefur ekki enn tekist að koma City á stall þeirra bestu í Meistaradeildinni, keppni sem hann hefur ekki unnið í sjö ár. haukar - KR 83-84 haukar: Kári Jónsson 21, Haukur Óskarsson 17, Paul Anthony Jones 16, Emil Barja 14, Finnur Atli Magnússon 6, Breki Gylfason 4, Kristján Leifur Sverrisson 3, Hjálmar Stefánsson 2. KR: Kristófer Acox 18, Brynjar Þór Björnsson 16, Helgi Már Magnússon 12, Kendall Pollard 12, Björn Kristjánsson 11, Darri Hilmarsson 11, Pavel Ermolinskij 4. Staðan í einvígi liðanna er 2-1 KR í vil, en liðin mætast næst á laugardaginn. ÍR - tindastóll 69-84 ÍR: Danero Thomas 24, Matthías Orri Sigurðarson 18, Ryan Taylor 13, Kristinn Marinósson 5, Sveinbjörn Claessen 4, Há- kon Örn Hjálmarsson 3, Trausti Eiríksson 2. tindastóll: Antonio Hester 31, Sigtryggur Arnar Björnsson 24, Pétur Rúnar Birgisson 14, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5, Helgi Rafn Viggósson 4, Axel Kárason 3, Viðar Ágústsson 3. Staðan í einvígi liðanna er 2-1 Tindastóli í vil, en liðin mætast næst á laugardaginn. Nýjast domino’s-deild karla, undanúrslit ÍBV - Fram 24-27 ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 6, Karólína Bæhrenz 5, Ester Óskarsdóttir 5, Greta Ka- valiauskaite 5, Sandra Dís Sigurðardóttir 1, Shadya Goumaz 1, Asun Batista 1. Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 9, Karen Knútsdóttir 8, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1. Einvígið endaði 3-1 fyrir Fram sem leikur til úrslita, en liðið mætir annaðhvort Haukum eða Val í úrslitaviðureigninni. olís-deild kvenna, undanúrslit B. München - sevilla 0-0 Einvígi liðanna endaði samanlagt 2-1 fyrir Bayern München sem fer þar af leiðandi áfram í undanúrslit keppninnar. R. Madrid - Juventus 1-3 1-0 Mario Mandžukić (2.), 2-0 Mario Mandžukić (37.), 3-0 Blaise Matuidi (61.), 1-3 Cristiano Ronaldo (90.). Einvígið liðanna endaði samanlagt 4-3 fyrir Real Madrid sem fer þar af leiðandi áfram í undanúrslit keppninnar. Meistaradeild evrópu, 8-liða úrslit, seinni leikir Fram getur varið titilinn HanDBolTI Fram fór með sigur af hólmi, 27-24, þegar liðið mætti ÍBV í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Fram fer af leiðandi áfram í úrslita- einvígi deildarinnar. Fram á mögu- leika á að verja titil sinn, en liðið mætir annaðhvort Haukum eða Val í úrslitaeinvíginu. Staðan í einvígi Hauka og Vals er 2-1, en liðin mætast í fjórða leiknum í Hafnarfirði í kvöld. Björgvin líklega með á morgun HanDBolTI Björgvin Hólmgeirsson gæti snúið aftur í lið ÍR þegar það mætir ÍBV á morgun í fyrsta leik lið- anna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Björgvin lék fyrstu tvo leiki ÍR í deildinni í vetur áður en hann meiddist í baki. „Björgvin hefur æft með okkur í vikunni og hann lítur vel út miðað við það að hafa nánast ekkert leikið með okkur í vetur,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, við Fréttablaðið. – hó 1 2 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 A -2 B 8 C 1 F 6 A -2 A 5 0 1 F 6 A -2 9 1 4 1 F 6 A -2 7 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.