Fréttablaðið - 12.04.2018, Side 18

Fréttablaðið - 12.04.2018, Side 18
1 2 . a p r í l 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r18 S p o r T ∙ F r É T T a B l a ð I ð Guardiola faðmar Franck Ribéry í leik Bayern München og Real Madrid 2014. Bayern tapaði 4-0. NoRdicphotos/Getty Guardiola hefur mátt þola sár töp í Meistara- deildinni undanfarin ár. NoRdicphotos/ Getty FóTBolTI Ljósblái herinn hans Peps Guardiola tapaði 5-1 samanlagt fyrir Rauða hernum frá Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Staða Manchester City var erfið eftir 3-0 tap í fyrri leiknum á Anfield og þrátt fyrir góða frammi- stöðu í fyrri hálfleik í leiknum á þriðjudaginn urðu vonir City að engu þegar Mohamed Salah jafnaði í 1-1 á 56. mínútu. Roberto Firmino skoraði svo sigurmark Liverpool 13 mínútum fyrir leikslok. Guardiola horfði á seinni hálf- leikinn úr stúkunni á Etihad. Undir lok fyrri hálfleik var mark rang- lega dæmt af City vegna rangstöðu. Spánverjinn mótmælti og var sendur upp í stúku af landa sínum, Antonio Mateu Lahoz. Eftir leikinn sagðist Guardiola ekki hafa móðgað dómarann, aðeins sagt honum að markið hefði átt að standa. Þrjú töp í röð Tapið í gær var það þriðja á einni viku hjá City. Liðið tapaði báðum leikjunum gegn Liverpool og í milli- tíðinni fyrir Manchester United í leik þar sem City gat tryggt sér Eng- landsmeistaratitilinn. Það er þó ekki spurning hvort heldur hvenær City verður meistari, enda með 13 stiga forskot á United og á mjög auðvelda dagskrá fram undan. Þá eru lærisveinar Guardi- ola búnir að vinna deildabikarinn. En liðið ætlaði sér lengra í Meist- aradeildinni, sem var ein af helstu ástæðunum fyrir því að City réð Guardiola fyrir tveimur árum. City komst einni umferð lengra í Meistaradeildinni í ár en í fyrra en lið sem eyðir rúmlega 250 milljón- um punda í leikmenn á tímabilinu ætlar sér meira en að detta út í 8-liða úrslitum. City hefur reyndar ekki gert nein- ar rósir í Meistaradeildinni síðan olíufurstarnir frá Abú Dabí keyptu félagið fyrir áratug. City hefur lengst komist í undanúrslit fyrir tveimur árum þegar liðið tapaði fyrir Real Madrid. City hefur yfirburði heima fyrir en á enn eftir að leggja Evrópu undir sig. ekki komist í úrslit síðan 2011 Guardiola vann Meistaradeildina tvisvar á fyrstu þremur árum sínum sem stjóri Barcelona. En síðan 2011 hefur honum hvorki tekist að koma liði í úrslit Meistaradeildarinnar né landa bikarnum með stóru eyrun. Barcelona féll úr leik fyrir Chelsea 2012 og tímabilið á eftir var Guardi- ola í fríi frá þjálfun. Hann tók við Bayern München 2013 og undir hans stjórn komst liðið í undanúr- slit Meistaradeildarinnar. Þar lentu Bæjarar illa í því og réðu ekkert við skyndisóknir Real Madrid sem vann einvígið, samanlagt 5-0. Árið eftir hentu gömlu lærisvein- ar Guardiola í Barcelona Bayern úr leik í undanúrslitunum, sam- tals 5-3. Einvígið var nánast búið eftir 3-0 tap í fyrri leiknum. Lionel Messi gerði Bayern lífið leitt í þeim leik en Guardiola hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan hann hætti að þjálfa argentínska snillinginn. Bayern komst einnig í undan- úrslit á þriðja og síðasta tímabili Guardiola þar en féll úr leik fyrir Atlético Madrid á útivallarmarki. Í fyrra, á fyrsta tímabilinu undir stjórn Guardiola, strandaði City svo á Monaco í 16-liða úrslitunum. Franska liðið fór áfram á fleiri mörk- um skoruðum á útivelli. Varnarleysi á stóra sviðinu Varnarleikurinn hefur orðið liðunum hans Guardiola að falli í Meistaradeildinni undan farin ár og þau eiga í sérstaklega miklum vand- ræðum með lið sem geta beitt skæðum skyndi- sóknum, eins og Liverpool. City fékk samtals á sig fimm mörk gegn Liverpool í ár og sex gegn Monaco í fyrra. Real Madrid skoraði fimm gegn Bayern 2014 og Barce- lona fimm árið eftir. Guardiola gefur engan afslátt af sinni hugmynda- fræði og stundum kemur það honum í koll. Lík- urnar á því að hann breyti til og leggi meiri áherslu á varnarleik eru ekki miklar. Leikstíllinn sem hann predikar hefur þrátt fyrir allt skilað honum fjölda titla og verið lofaður í bak og fyrir. Betur má ef duga skal Þrátt fyrir ófarir síðustu þriggja leikja hefur Guardiola náð betra jafnvægi í leik City en í fyrra. Liðið hefur t.a.m. aðeins fengið á sig 24 mörk í 32 leikjum í ensku úrvals- deildinni og aðeins United hefur haldið oftar hreinu. En betur má ef duga skal. Leikirnir gegn Liverpool og United sýndu það. Guardiola er með opin tékkhefti og mun eflaust ná í sterka leikmenn í sumar til að freista þess að koma City í fremstu röð í Evrópu. ingvithor@frettabladid.is Lið undir stjórn Guardi- ola hafa unnið 13 af 30 leikjum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar frá tímabilinu 2011-12. sport Messufall í Meistaradeildinni Manchester City féll úr leik fyrir Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Pep Guardiola hefur ekki enn tekist að koma City á stall þeirra bestu í Meistaradeildinni, keppni sem hann hefur ekki unnið í sjö ár. haukar - KR 83-84 haukar: Kári Jónsson 21, Haukur Óskarsson 17, Paul Anthony Jones 16, Emil Barja 14, Finnur Atli Magnússon 6, Breki Gylfason 4, Kristján Leifur Sverrisson 3, Hjálmar Stefánsson 2. KR: Kristófer Acox 18, Brynjar Þór Björnsson 16, Helgi Már Magnússon 12, Kendall Pollard 12, Björn Kristjánsson 11, Darri Hilmarsson 11, Pavel Ermolinskij 4. Staðan í einvígi liðanna er 2-1 KR í vil, en liðin mætast næst á laugardaginn. ÍR - tindastóll 69-84 ÍR: Danero Thomas 24, Matthías Orri Sigurðarson 18, Ryan Taylor 13, Kristinn Marinósson 5, Sveinbjörn Claessen 4, Há- kon Örn Hjálmarsson 3, Trausti Eiríksson 2. tindastóll: Antonio Hester 31, Sigtryggur Arnar Björnsson 24, Pétur Rúnar Birgisson 14, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5, Helgi Rafn Viggósson 4, Axel Kárason 3, Viðar Ágústsson 3. Staðan í einvígi liðanna er 2-1 Tindastóli í vil, en liðin mætast næst á laugardaginn. Nýjast domino’s-deild karla, undanúrslit ÍBV - Fram 24-27 ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 6, Karólína Bæhrenz 5, Ester Óskarsdóttir 5, Greta Ka- valiauskaite 5, Sandra Dís Sigurðardóttir 1, Shadya Goumaz 1, Asun Batista 1. Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 9, Karen Knútsdóttir 8, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1. Einvígið endaði 3-1 fyrir Fram sem leikur til úrslita, en liðið mætir annaðhvort Haukum eða Val í úrslitaviðureigninni. olís-deild kvenna, undanúrslit B. München - sevilla 0-0 Einvígi liðanna endaði samanlagt 2-1 fyrir Bayern München sem fer þar af leiðandi áfram í undanúrslit keppninnar. R. Madrid - Juventus 1-3 1-0 Mario Mandžukić (2.), 2-0 Mario Mandžukić (37.), 3-0 Blaise Matuidi (61.), 1-3 Cristiano Ronaldo (90.). Einvígið liðanna endaði samanlagt 4-3 fyrir Real Madrid sem fer þar af leiðandi áfram í undanúrslit keppninnar. Meistaradeild evrópu, 8-liða úrslit, seinni leikir Fram getur varið titilinn HanDBolTI Fram fór með sigur af hólmi, 27-24, þegar liðið mætti ÍBV í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Fram fer af leiðandi áfram í úrslita- einvígi deildarinnar. Fram á mögu- leika á að verja titil sinn, en liðið mætir annaðhvort Haukum eða Val í úrslitaeinvíginu. Staðan í einvígi Hauka og Vals er 2-1, en liðin mætast í fjórða leiknum í Hafnarfirði í kvöld. Björgvin líklega með á morgun HanDBolTI Björgvin Hólmgeirsson gæti snúið aftur í lið ÍR þegar það mætir ÍBV á morgun í fyrsta leik lið- anna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Björgvin lék fyrstu tvo leiki ÍR í deildinni í vetur áður en hann meiddist í baki. „Björgvin hefur æft með okkur í vikunni og hann lítur vel út miðað við það að hafa nánast ekkert leikið með okkur í vetur,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, við Fréttablaðið. – hó 1 2 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 A -2 B 8 C 1 F 6 A -2 A 5 0 1 F 6 A -2 9 1 4 1 F 6 A -2 7 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.