Fréttablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 29
Athafnamaðurinn Sigfús Eymundsson opnaði fyrstu bókaverslun á Íslandi þann 29. nóvember 1872 á horni Austurstrætis og Lækjargötu, nánar tiltekið að Lækjargötu 2 þar sem verslunin var til ársins 1920. Bókaverslunin naut frá upphafi mikils trausts og virðingar og setti sitt mark á bæjarlífið. Sigfús hóf bókaútgáfu árið 1886 og flutti jafnframt inn ýmsar vörur, varð fyrstur manna til að flytja inn rit- vélar og selja póstkort á Íslandi, en hann tók myndirnar sjálfur. 1909 keypti Pétur Halldórsson bæði verslun og bókaútgáfu af Sig- fúsi sem lést tveimur árum síðar. Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar hélt áfram að blómstra undir stjórn Péturs sem árið 1920 flutti verslunina að Austurstræti 18, einnig í hjarta borgarinnar þar sem hún hefur verið nánast óslitið síðan. Árið 1959 keypti Almenna bókafélagið Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og tók einnig yfir bókaútgáfuna. Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar var sann- kallað menningarsetur í miðri borg á níunda áratug síðustu aldar og miðpunkturinn í bæjarlífinu. Árið 1932 stofnaði Baldvin Páls- son Dungal pappírs- og ritfanga- verslunina Pennann, ásamt bróður sínum Halldóri. Verslunin var til húsa í Ingólfshvoli á horni Póst- hússtrætis og Hafnarstrætis. Penn- inn var lengi eina verslunin sem seldi minjagripi en fyrst og fremst fékkst Penninn við innflutning á pappírsvörum og ritföngum. Árið 1969 urðu kaflaskil í sögu Pennans þegar Baldvin Dungal, eigandi fyrirtækisins, lést snögg- lega. Sonur hans, Gunnar B. Dun- gal, tók þá við rekstri fyrirtækisins sem rak á þessum tíma verslanir í Hafnarstræti 18, Laugavegi 84 og Laugavegi 176. Fimm árum síðar opnaði Penninn verslun sína í Hallarmúla 2 og þegar fram liðu stundir varð sú verslun flaggskip fyrirtækisins. Árið 1982 fékk Penninn bók- söluleyfi og opnaði bókadeild í verslun sinni í Hafnarstræti. Sama ár hóf Penninn jafnframt innflutn- ing á skrifstofuhúsgögnum. Það var fyrst árið 1990 sem Penninn og Eymundsson leiddu saman hesta sína. Verslanirnar tvær fóru undir sama þak þegar ritfanga- og gjafavörudeild Penn- ans var flutt í kjallara Austur- strætis 18 og fyrirtækin gerðu með sér samkomulag um sölu á bókum. Penninn átti að bjóða fjölbreytt úrval ritfanga, teiknivara og gjafavöru ásamt landsins mesta úrvali af pennum en Eymundsson skyldi sjá um íslenskar og erlendar bækur, tímarit og blöð. Í apríl 1996 keypti Penninn verslanir Eymundsson í Austur- stræti, Kringlunni og Borgar- kringlunni. Árið 1998 samþykkti Borgarráð að heimila Pennanum að útbúa bókakaffi í versluninni í Austurstræti 18, en fyrirtækið hafði keypt fasteignina á vor- mánuðum. Þar með varð til eitt ástsælasta bókakaffi landsins sem lifir góðu lífi enn í dag. Í árslok 2002 voru eigin versl- anir fyrirtækisins tíu talsins, auk þess sem það var í samstarfi við fimm búðir á landsbyggðinni. Starfsmönnum hafði fjölgað úr 60 í 220. Árið 2003 var samið um kaup á fjórum af Bókabúðum Máls og menningar. Um var að ræða verslanirnar að Laugavegi 18, í Bankastræti, í Mjóddinni og Síðu- múla. Á árunum 2014-16 voru allar verslanir fyrirtækisins sam- einaðar undir vörumerki Pennans Eymundsson. Í dag rekur Penninn 16 versl- anir um land allt undir nafninu Penninn Eymundsson. Þá rekur Penninn húsgagnaverslun í Skeif- unni 10 og Fyrirtækjaþjónustu Pennans. Jafnframt rekur Penninn tvær ferðamannaverslanir undir merkjum Islandia í Bankastræti 2 og Kringlunni. Saga Pennans og Eymundsson er samtvinnuð sögu miðborgarinnar Penninn og Eymundsson hafa selt bækur og ritföng í miðborginni síðan 1872. Við á Skólavörðustígnum reynum að leggja áherslu á að fá allar nýjar bækur til okkar en sérstaklega viljum við þó sinna þeim flokki bóka sem kallast fagurbókmenntir,“ segir Valgerður. „Við leggjum mikinn metnað í að bjóða fjölbreytt úrval af ljóðabókum eftir unga höf- unda og finnst einnig mikilvægt að hér finni fólk alltaf heimsbók- menntirnar, ekki hvað síst menn- ingararfinn okkar, til að mynda Laxness og Íslendingasögurnar.“ Hún nefnir einnig áherslu á árs- tíðabundnar bækur. „Nú þegar vorar stillum við til dæmis fram bókum um garðrækt og ferðalög, einkum ferðir á framandi slóðir sem Íslendingar gætu haft gaman af að lesa. Hingað koma auð- vitað ferðamenn en við viljum leggja áherslu á að bókabúðin sé íslensk og fyrir íslenska viðskipta- vini líka.“ Valgerður bendir á að sérstaða bókabúðarinnar felist meðal annars í kaffihúsinu sem er eitt vinsælasta kaffihús í mið- bænum. „Við bókabúðarmegin erum gríðarlega ánægð með þessa samsetningu, tímarit, bækur og kaffi. Helsti kosturinn við að hafa kaffihús og bókabúð svona saman er að við fáum fólkið inn sem finnst gaman að vera í bókabúð, kemur ekki endilega bara til að kaupa heldur til að skoða og dvelja og njóta umhverfisins. Fólk getur komið hingað og verið eitt og lesið blöðin eða hitt vini og ættingja á föstum tímum í hverri viku og þannig verður til stór hópur dyggra viðskiptavina bæði kaffihússins og bókabúðarinnar.“ Hún bendir á að kaffihúsum í bókabúðum fari fækkandi víða erlendis. „Það hefur minnkað, þetta sambýli bókabúða og kaffihúsa, svo við finnum að ferðamennirnir eru mjög hrifnir af þessu, bæði breiða úrvalinu og svo kaffihúsinu.“ Valgerður bendir á að þrátt fyrir að búðin á Skólavörðustíg sé ekki mjög stór sé þar ýmislegt að sjá og skoða. „Við höfum alltaf reynt að vanda okkur mest í bókunum en svo erum við líka með úrval af rit- föngum og erlendum bókum eins og matreiðslubókum, gjafabókum, fræðibókum og þess háttar. Svo leggjum við áherslu á að bjóða upp á nýja íslenska tónlist, bæði á geislaplötum og vínyl en sú útgáfa hefur aukist. Við erum bara með íslenska gæðatónlist og þessi nýju ungu íslensku bönd. Við erum með tónlistina dreifða út um allt og líka leikföngin og gjafavörurnar. Hér er ekki sérstök gjafavörudeild því við höfum aldrei verið með pláss til að stilla gjafavöru upp sérstaklega. Þá erum við líka með mjög gott úrval af íslenskum bókum á erlendum tungumálum og þó við höfum ekki mikið pláss þá leggjum við áherslu á að vera með stórt pláss fyrir barnabækurnar.“ Haustin eru tími útgáfu og útgáfuhófa í bókaheiminum og Penninn Eymundsson á Skólavörðustíg hefur ekki farið varhluta af því. „Við höfum líka verið vinsæll staður fyrir útgáfu- boð, meðal annars út af staðsetn- ingunni og svo er búðin ekkert of stór svo það verður alltaf nota- legt, sama hversu margir mæta,“ segir Valgerður og bætir við: „Það myndast oft mjög skemmtileg stemming á haustmánuðum. Við höfum ekki pláss fyrir tónleika, græjur og þess háttar en það er alltaf gaman að fagna nýrri bók með aðstandendum hennar.“ Valgerður segir að staðsetning búðarinnar sé frábær. „Skóla- vörðustígurinn hefur náttúr- lega svolitla sérstöðu. Hér eru vandaðar verslanir allt í kring og það er mikið af uppákomum hér við Skólavörðustíg, Kjöt- súpudagurinn, Blúshátíðin og Blómadagurinn til að nefna nokkur dæmi. Kaupmannasam- tök Skólavörðustígsins eru mjög virk og við njótum auðvitað góðs af því.“ Menningararfurinn í fyrirrúmi Valgerður Haraldsdóttir er verslunarstjóri í verslun Penn- ans Eymundsson á Skólavörðustíg þar sem aðaláherslan er á bækur, einkum þó ljóð og fagurbókmenntir. Gestir í Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar í Austurstræti í jólabókaflóðinu 1972, á 100 ára afmæli verslunar- innar. MYND/Af vEf PENNANS valgerði Haraldsdóttur, verslunarstjóra á Skólavörðustíg, finnst kaffihús og bókabúð rekast einstaklega vel saman. Í Pennanum Eymundsson á Skólavörðustíg er áhersla lögð á fjölbreytt úrval bóka og tímarita. MYND/ErNir xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxKYNNiNGArBLAÐ 5 f i M MT U DAG U r 1 2 . a P r í l 2 0 1 8 MiÐBorGiN 1 2 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 A -2 6 9 C 1 F 6 A -2 5 6 0 1 F 6 A -2 4 2 4 1 F 6 A -2 2 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.