Fréttablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 6
Í Havarti pipar er piparkornum bætt í ostinn og kallast piparinn og milda ostabragðið skemmtilega á. Havarti pipar passar vel á hamborgarann eða með grófu brauði og kexi og er jafnframt frábær viðbót við ostabakkann. HAVARTI PIPAR GLETTILEGA GÓÐUR www.odalsostar.is PIPAR Allra augu á Zuckerberg Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, mætti í gær öðru sinni fyrir þingnefnd í Bandaríkjunum til þess að svara spurningum um öryggi persónulegra upplýsinga sem samfélagsmiðillinn safnar saman og notkun greiningarfyrirtækja á borð við Cambridge Analytica á þeim gögnum. Nordicphotos/AFp Sjávarútvegur Frá 2010 til 2016 tók ríkið til sín um fimmtung umframhagnaðar í sjávarútvegi í gegnum auðlindarentu. Þetta er mat Stefáns B. Gunnlaugssonar, dósents við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. Hin 80 pró- sent auðlindarentunnar hafa skipst á milli núverandi eigenda útgerðar- fyrirtækjanna og þeirra sem hafa selt kvótann frá sér. Stefán hefur unnið að rann- sóknum á sviði fjármála um árabil. Veiðigjöldin voru fyrst sett á 2004 og komu þá í stað fyrri gjalda sem höfðu hvílt á útgerðinni. Veiðigjöld voru í upphafi lág en hækkuðu veru- lega í tíð vinstri stjórnarinnar eftir hrun og hafa hækkað áfram ef frá er talið árið 2015 . Tilgangur veiðigjalda er að skatt- leggja rentuna og greiða kostnað við stjórnun auðlindarinnar. Auð- lindarenta er sá umframhagnaður er kemur til vegna nýtingar á takmark- aðri auðlind í eigu alls samfélagsins. „Í öðrum atvinnugreinum með fullkominni samkeppni leiðir umframhagnaður til þess að nýir aðilar hefja starfsemi. Núverandi aðilar á markaði stækka við sig. Aukin samkeppni leiðir síðan til þess að umframhagnaður hverfur,“ segir Stefán. Til að meta rentuna notaði Stefán tvær aðferðir. Önnur byggði á áætl- uðum kostnaði við fjármagn, bæði eigið og lánsfé, en sú seinni byggði á mun á arðsemi fjármagns hjá íslenskum sjávarútvegi og öðrum atvinnuvegum. Stefán reiknaði út nánast sömu auðlindarentu með báðum aðferðunum sem styrkir niðurstöðu hans talsvert. Engin auðlindarenta varð til í greininni fyrr en eftir hrun vegna þess að afli dróst saman allt frá 1990 og sjávarútvegsfyrirtækin hagræddu í rekstri eftir því. Hins vegar gerist það eftir hrun að afli eykst hratt án þess að fjöldi starfa aukist samhliða því. Einnig veiktist gengi krónunnar gríðarlega á þessum tíma sem jók á hagnað útgerðanna. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa oft gagnrýnt hvernig auðlinda- gjaldið er upp sett og að margar minni útgerðir eigi afar erfitt með að greiða af veiðigjöldin. „Eins og staðan er núna eru veiði- gjöld of há þar sem við erum að greiða veiðigjöld af fiskveiðiárinu 2016. Íslenska krónan stendur gríðarlega sterkt og við hjá SFS finn- um fyrir því að þetta sligi margar útgerðir,“ segir Jens Garðar Helga- son, formaður SFS. „Útgerðin hefur skilað miklum tekjum í þjóðarbúið og við erum stolt af því. Hins vegar er erfitt að greiða auðlindagjald tveimur árum eftir að fiskveiðiári lýkur.“ sveinn@frettabladid.is Kvótasalar fá helming umframhagnaðar Hið opinbera hefur frá 2010 tekið um 20 prósent af umframhagnaði sjávarútvegsfyrirtækja í auðlindagjald. 80 prósent umframhagnað- arins hafa farið til núverandi útgerðarfyrirtækja og fyrrverandi eigenda aflaheimilda. Formaður SFS segir kerfið óhagfellt útgerðinni. Í öðrum atvinnu- greinum með fullkominni samkeppni leiðir umframhagnaður til þess að nýir aðilar hefja starfsemi. Stefán B. Gunn- laugsson, dósent við Háskólann á Akureyri HeILBrIgÐISMáL Í fyrra var 36 pró- sentum allra hjartaaðgerða frestað vegna skorts á legurýmum á gjör- gæslu og 20 prósentum vegna ann- arra þátta. Þetta kemur fram í yfir- lýsingu frá Læknaráði Landspítalans varðandi skort á legurýmum á gjör- gæsludeildum LSH. Ráðið lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þessa. „Dæmi eru um að fresta hafi þurft hjartaaðgerð allt að sex sinnum hjá sama sjúklingi. Endurteknar frest- anir aðgerða leiða til mikillar sóun- ar á dýrmætum skurðstofutíma og starfskröftum sem mætti nýta mun betur,“ segir í yfirlýsingunni. Ástæður frestana á stórum skurð- aðgerðum eru einkum skortur á starfsfólki, skortur á legurýmum, hækkandi aldur þjóðarinnar, auk- inn ferðamannastraumur og þröng- ur og úreltur húsakostur. Læknaráðið hvetur stjórnvöld til að leggja strax fram fé til stækkunar og breytinga á núverandi húsnæði. „Ljóst þykir að nýr spítali verður ekki tilbúinn til notkunar á allra næstu árum en endurbætur á gjör- gæsludeildum þola enga bið.“ – khn Hartaaðgerðum mjög oft frestað Mikil viðbúnaður við hjartaaðgerð á Landspítalanum. MyNd/LiLjA 1 2 . a p r í L 2 0 1 8 F I M M t u D a g u r6 F r é t t I r ∙ F r é t t a B L a Ð I Ð 1 2 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 6 A -3 5 6 C 1 F 6 A -3 4 3 0 1 F 6 A -3 2 F 4 1 F 6 A -3 1 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.