Fréttablaðið - 12.04.2018, Page 6
Í Havarti pipar er piparkornum bætt í ostinn
og kallast piparinn og milda ostabragðið
skemmtilega á. Havarti pipar passar vel á
hamborgarann eða með grófu brauði og
kexi og er jafnframt frábær viðbót við
ostabakkann.
HAVARTI
PIPAR
GLETTILEGA GÓÐUR
www.odalsostar.is
PIPAR
Allra augu á Zuckerberg
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, mætti í gær öðru sinni fyrir þingnefnd í Bandaríkjunum til þess að svara spurningum um öryggi persónulegra
upplýsinga sem samfélagsmiðillinn safnar saman og notkun greiningarfyrirtækja á borð við Cambridge Analytica á þeim gögnum. Nordicphotos/AFp
Sjávarútvegur Frá 2010 til 2016
tók ríkið til sín um fimmtung
umframhagnaðar í sjávarútvegi í
gegnum auðlindarentu. Þetta er mat
Stefáns B. Gunnlaugssonar, dósents
við viðskipta- og raunvísindasvið
Háskólans á Akureyri. Hin 80 pró-
sent auðlindarentunnar hafa skipst
á milli núverandi eigenda útgerðar-
fyrirtækjanna og þeirra sem hafa
selt kvótann frá sér.
Stefán hefur unnið að rann-
sóknum á sviði fjármála um árabil.
Veiðigjöldin voru fyrst sett á 2004
og komu þá í stað fyrri gjalda sem
höfðu hvílt á útgerðinni. Veiðigjöld
voru í upphafi lág en hækkuðu veru-
lega í tíð vinstri stjórnarinnar eftir
hrun og hafa hækkað áfram ef frá er
talið árið 2015 .
Tilgangur veiðigjalda er að skatt-
leggja rentuna og greiða kostnað
við stjórnun auðlindarinnar. Auð-
lindarenta er sá umframhagnaður er
kemur til vegna nýtingar á takmark-
aðri auðlind í eigu alls samfélagsins.
„Í öðrum atvinnugreinum með
fullkominni samkeppni leiðir
umframhagnaður til þess að nýir
aðilar hefja starfsemi. Núverandi
aðilar á markaði stækka við sig.
Aukin samkeppni leiðir síðan til
þess að umframhagnaður hverfur,“
segir Stefán.
Til að meta rentuna notaði Stefán
tvær aðferðir. Önnur byggði á áætl-
uðum kostnaði við fjármagn, bæði
eigið og lánsfé, en sú seinni byggði
á mun á arðsemi fjármagns hjá
íslenskum sjávarútvegi og öðrum
atvinnuvegum. Stefán reiknaði út
nánast sömu auðlindarentu með
báðum aðferðunum sem styrkir
niðurstöðu hans talsvert.
Engin auðlindarenta varð til í
greininni fyrr en eftir hrun vegna
þess að afli dróst saman allt frá 1990
og sjávarútvegsfyrirtækin hagræddu
í rekstri eftir því. Hins vegar gerist
það eftir hrun að afli eykst hratt án
þess að fjöldi starfa aukist samhliða
því. Einnig veiktist gengi krónunnar
gríðarlega á þessum tíma sem jók á
hagnað útgerðanna.
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
hafa oft gagnrýnt hvernig auðlinda-
gjaldið er upp sett og að margar
minni útgerðir eigi afar erfitt með
að greiða af veiðigjöldin.
„Eins og staðan er núna eru veiði-
gjöld of há þar sem við erum að
greiða veiðigjöld af fiskveiðiárinu
2016. Íslenska krónan stendur
gríðarlega sterkt og við hjá SFS finn-
um fyrir því að þetta sligi margar
útgerðir,“ segir Jens Garðar Helga-
son, formaður SFS. „Útgerðin hefur
skilað miklum tekjum í þjóðarbúið
og við erum stolt af því. Hins vegar
er erfitt að greiða auðlindagjald
tveimur árum eftir að fiskveiðiári
lýkur.“ sveinn@frettabladid.is
Kvótasalar fá helming umframhagnaðar
Hið opinbera hefur frá 2010 tekið um 20 prósent af umframhagnaði sjávarútvegsfyrirtækja í auðlindagjald. 80 prósent umframhagnað-
arins hafa farið til núverandi útgerðarfyrirtækja og fyrrverandi eigenda aflaheimilda. Formaður SFS segir kerfið óhagfellt útgerðinni.
Í öðrum atvinnu-
greinum með
fullkominni samkeppni
leiðir umframhagnaður til
þess að nýir
aðilar hefja
starfsemi.
Stefán B. Gunn-
laugsson, dósent
við Háskólann á
Akureyri
HeILBrIgÐISMáL Í fyrra var 36 pró-
sentum allra hjartaaðgerða frestað
vegna skorts á legurýmum á gjör-
gæslu og 20 prósentum vegna ann-
arra þátta. Þetta kemur fram í yfir-
lýsingu frá Læknaráði Landspítalans
varðandi skort á legurýmum á gjör-
gæsludeildum LSH. Ráðið lýsir yfir
miklum áhyggjum vegna þessa.
„Dæmi eru um að fresta hafi þurft
hjartaaðgerð allt að sex sinnum hjá
sama sjúklingi. Endurteknar frest-
anir aðgerða leiða til mikillar sóun-
ar á dýrmætum skurðstofutíma og
starfskröftum sem mætti nýta mun
betur,“ segir í yfirlýsingunni.
Ástæður frestana á stórum skurð-
aðgerðum eru einkum skortur á
starfsfólki, skortur á legurýmum,
hækkandi aldur þjóðarinnar, auk-
inn ferðamannastraumur og þröng-
ur og úreltur húsakostur.
Læknaráðið hvetur stjórnvöld til
að leggja strax fram fé til stækkunar
og breytinga á núverandi húsnæði.
„Ljóst þykir að nýr spítali verður
ekki tilbúinn til notkunar á allra
næstu árum en endurbætur á gjör-
gæsludeildum þola enga bið.“ – khn
Hartaaðgerðum
mjög oft frestað
Mikil viðbúnaður við hjartaaðgerð á
Landspítalanum. MyNd/LiLjA
1 2 . a p r í L 2 0 1 8 F I M M t u D a g u r6 F r é t t I r ∙ F r é t t a B L a Ð I Ð
1
2
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
6
A
-3
5
6
C
1
F
6
A
-3
4
3
0
1
F
6
A
-3
2
F
4
1
F
6
A
-3
1
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K