Morgunblaðið - 23.09.2017, Page 10

Morgunblaðið - 23.09.2017, Page 10
FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ekki eru taldar miklar líkur á að heildarsamkomulag náist á fundum strandríkja í næsta mánuði um upp- sjávarveiðar í Norður-Atlantshafi. Í makríl, kolmunna og norsk- íslenskri síld hefur síðustu ár verið veitt umfram ráðgjöf vísindamanna og samstaða hefur ekki náðst á fundum um stjórnun veiðanna. Ekki er talið líklegt að útganga Breta úr Evrópusambandinu auki líkur á samkomulagi í þessari lotu. Spyrja má hvers vegna Bretar og Evrópusambandið ættu að binda sig með samningum áður en Brexit er afstaðið. Ráðgjöf Alþjóða hafrannsókna- ráðsins, ICES, er væntanleg næsta föstudag og í kjölfarið setjast emb- ættismenn frá strandríkjunum að samningaborði. Staða ríkjanna er mismunandi hvað varðar einstaka stofna þessara verðmætu uppsjáv- artegunda. Síld, kolmunni og makríll Hvað varðar norsk-íslenska síld þá hafa kröfur Færeyinga og veiðar þeirra langt umfram ráðgjöf og eldra samkomulag sett strik í reikninginn. Í kjölfarið juku Norð- menn, sem eru leiðandi í veiðum á síldinni og voru með langstærstan hlut samkvæmt eldri samningi, hlut sinn úr 61% í 67% þrátt fyrir að síldarstofninn hafi verið á niðurleið í mörg ár. Íslendingar tilkynntu þá þegar að þeir myndu ekki sitja aðgerð- arlausir hjá og juku kvóta sína í sama hlutfalli og Norðmenn. Evr- ópusambandið jók hins vegar ekki kvóta sína í norsk-íslenskri síld, enda veiðist ekki mikið af henni í lögsögu sambandsríkjanna. ESB tilkynnti hins vegar um mikla aukningu í kolmunnakvóta og sömuleiðis Færeyingar. Norðmenn juku ekki kolmunnakvóta sína, en aukning á kvóta Íslendinga var veg- ið meðaltal af aukningunni. Makrílveiðar Íslendinga síðasta áratug hafa allan þann tíma verið ágreiningsefni þjóðanna. Á síðustu misserum hefur þó á stundum virst eins og samkomulag gæti verið inn- an seilingar. Miklar og árvissar æt- isgöngur makríls á norðurslóðir og inn í íslenska lögsögu hafa styrkt stöðu Íslands við samningaborðið, án þess að sérstök ástæða sé til bjartsýni um árangur af fundum haustsins. Þá eru ótaldir fundir um karfa- veiðar, en bæði verður fundað um karfa á Reykjaneshrygg og í Síld- arsmugunni. Á síðarnefnda svæðinu er ágreiningur milli Rússa og Norð- manna annars vegar og Færeyinga og ESB hins vegar, en íslensk skip hafa ekki stundað karfaveiðar í Síldarsmugunni. Núll-ráðgjöf í karfa, en aflinn 29 þúsund tonn Öðru máli gegnir um Reykjanes- hrygginn, en þar hafa karfastofnar gefið eftir í mörg ár. Rússar hafa verið stórtækir í veiðum þar og ekki fallist á að fara að ráðgjöf Al- þjóða hafrannsóknaráðsins, sem hefur lagt til að engar veiðar verði stundaðar þar. Þegar ljóst þótti í fyrrahaust að Rússar myndu ekki hætta þessum veiðum lagði Norðaustur-Atlants- hafsráðið (NEAFC) til að strand- ríkin fengju að veiða 7.500 tonn. Nú er staðan sú að búið er að veiða tæplega 29 þúsund tonn af karfa á Reykjaneshrygg í ár. Rússar hafa veitt rúmlega 24 þúsund tonn, ESB 1250 tonn. Færeyingar 566 tonn, Ís- lendingar 2002 tonn og Norðmenn 971 tonn.  Ekki líklegt að Brexit auðveldi viðræður um stjórnun fiskveiða Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Á kolmunna Sjómenn að störfum um borð í Víkingi AK í færeyskri lögsögu. Fundir strandríkja » 5.-6. október verður rætt um karfaveiðar á Reykjanes- hrygg og í Síldarsmugunni. » 10.-12. október verður mak- ríll til umræðu. » 16.- 18 október verður fundað um kolmunna. » 18-20. október verður norsk íslenska síldin til umfjöllunar. » Allir fundir strandríkjanna verða í haldnir í bækistöðvum NEAFC í London. Fundalota framundan um verðmæta stofna 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Sérhæfð fiskvinnsla í vönduðu 350 fm. leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Velta um 260 mkr. Hagnaður af rekstri. • Mjög vel þekkt sérverslun sem hannar og lætur framleiða hágæðavörur fyrir heimilið. Löng og góð rekstrarsaga. Velta um 400 mkr. • Fyrirtæki sem er sérhæft á sviði jarðefna sem notuð eru í garða og kringum hús. Öflugur eigin vélakostur. Velta 45 mkr. og stöðugildi þrjú. • Verslun sem byggir á erlendri skartgripalínu með tvær verslanir í borginni. Stöðugur rekstur og góð afkoma. • Gott fyrirtæki með áratuga sögu sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum og sölu varahluta sem það flytur sjálft inn. Velta nokkuð stöðug undanfarin ár og jákvæð afkoma. • Mjög vinsæll og þekktur pizzastaður sem auðvelt væri að efla verulega með fjölgun útsölustaða þar sem núverandi staður gæti orðið fyrsti hlekkurinn í keðjunni. • Traust sérverslun með góða afkomu sem býður upp á allt í sambandi við rafmagnið. Velta 80 mkr. og góð afkoma. • Glæsilegt nýtt 30 herbergja hótel í virðulegu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Hótelið er í útleigu með langan og góðan leigusamning við traustan og öflugan hótelaðila. • Ungt og vaxandi þjónustu- og verslunarfyrirtæki í tæknigeiranum. Fjögur stöðugildi. Velta er um 85 mkr. á ári og góður hagnaður. • Tíu ára gamalt fyrirtæki sem þróað hefur og selur í áskrift tölvukerfi sem þjóna skólakerfinu. Ríflega eitt stöðugildi og 30 mkr. velta. Hentar vel sem viðbót við fyrirtæki sem starfa á svipuðu sviði. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Um 2.500 starfsmenn hjá sveitar- félögum utan Reykjavíkur sem eru félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ fá ekki umsamda viðbótargreiðslu við hefðbundið iðgjald í lífeyrissjóð sem ASÍ samdi um á dögunum við ríki og borg vegna starfsmanna þeirra. Ástæðan er sú að Samband íslenskra sveitarfélaga vildi ekki taka þátt í samkomulaginu. Markmiðið með lífeyrisaukanum er að jafna lífeyrisréttindi starfs- manna hjá hinu opinbera án tillits til þess hvaða kjarasamningi þeir fylgja. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveit- arfélaga, segir að ástæða þess að sveitarfélögin eru ekki með í sam- komulaginu sé sú að sveitarfélögin séu ekki með samskonar ákvæði í sín- um kjarasamningum við þessa starfsmenn. ,,Þetta samkomulag er gert á grundvelli ákvæðis í kjara- samningum ríkisins og Reykjavíkur- borgar sem við erum ekki með. Það er ástæðan fyrir því að við erum ekki með,“ segir hún. Stendur ekki til að vera með Spurð hvort komi til álita að sveit- arfélögin komi inn í þetta síðar segir hún svo ekki vera. ,,Við höfum ekki hugsað okkur það,“ segir Inga Rún. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í vikunni gagnrýnir forseti ASÍ sveit- arfélögin harðlega fyrir að vera ekki þátttakendur í samkomulaginu. Í umfjöllun á heimasíðu landssam- bandsins Samiðnar um samkomulag- ið segir að í þessari umferð hafi ekki náðst samkomulag við Samband ís- lenskra sveitarfélaga en stéttarfélög- in hafi verið með sambærilegar kröf- ur gagnvart þeim. Samningurinn nái til starfsmanna ríkisins og Reykjavíkurborgar sem taka laun og réttindi skv. kjarasamn- ingum félaga og sambanda innan ASÍ og sé gerður til að jafna stöðu þess- ara starfsmanna ríkis og borgar við aðra starfsmenn s.s. þá sem taka laun en er 5,85% við undirritun samnings- ins. Lífeyrisaukinn tekur til þeirra starfsmanna ríkisins og Reykjavík- urborgar sem voru á launum síðustu 12 mánuðina fyrir 1. júní 2017 og eiga a.m.k. þriggja mánaða uppsagnar- frest. Þeir halda rétti til lífeyrisauka á meðan þeir starfa hjá áðurnefndum launagreiðendum,“ segir í umfjöllun- inni. Viðbót við 11,5% mótframlag Alls eru um 12 þúsund launamenn innan vébanda aðildarfélaga ASÍ sem starfa hjá ríki eða sveitarfélög- um. Meirihluti þeirra starfar hjá rík- inu og fá þeir allir lífeyrisaukann en skv. yfirliti Sambands ísl. sveitarfé- laga frá í fyrra yfir stöðugildi hjá sveitarfélögum störfuðu tæplega 4.300 einstaklingar hjá sveitarfélög- unum á grundvelli kjarasamninga við ASÍ. Þar af voru um 1.760 hjá Reykjavíkurbrg og um 2.500 hjá öðr- um sveitarfélögum landsins. Starfsmennirnir greiða 4% af heildarlaunum sínum í lífeyrissjóði viðkomandi aðildarfélaga sinna hjá ASÍ og er mótframlag launagreið- enda 11,5%. Lífeyrisaukinn upp á 5,85% á þessu ári kemur til viðbótar þessu mótframlagi vinnuveitenda. Um 2.500 fá ekki lífeyrisaukann  Önnur sveitarfélög en Reykjavík eru ekki með samningsákvæði um viðbótargreiðslu við iðgjald í lífeyrissjóði til starfsfólks sem er innan vébanda ASÍ  Um 9.500 fá 5,85% viðbótina á þessu ári Morgunblaðið/Styrmir Kári Störf Starfsmenn hjá Reykjavíkurborg og ríkinu sem eru í ASÍ-félögum fá 5,85% lífeyrisauka ofan á hefðbundið iðgjald sem greitt er í lífeyrissjóði. samkvæmt kjarasamningum opin- beru stéttarfélaganna. „Lífeyrisauki er viðbótargreiðsla við hefðbundið iðgjald í lífeyrissjóð sem mun fara lækkandi með árunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.