Morgunblaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017
Donald Trump Bandaríkjaforseti
sagði í gær að Kim Jong-un, ein-
ræðisherra Norður-Kóreu, væri
„brjálæðingur“, eftir að Kim gaf í
skyn að ríki sitt ætlaði sér að
sprengja vetnissprengju yfir Kyrra-
hafi. Kim lét þá einnig þau ummæli
falla að Trump væri „andlega van-
heill elliæringi“, sem myndi hefnast
fyrir hótanir sínar.
Ræða Kims vakti athygli fyrir það
hversu beinskeytt hún var í garð
Trumps, en þar sagði einræðisherr-
ann að Trump hefði móðgað sig og
grófar athugasemdir fullar af hótun-
um hvor til annars“. Þá sögðu Kín-
verjar, helstu bandamenn Norður-
Kóreu, að staðan væri flókin, og að
lítið fengist upp úr hótunum á báða
bóga. Hvöttu Kínverjar bæði ríki til
þess að hefja viðræður um kjarn-
orkuvopnabúr Norður-Kóreu.
Trump samþykkti í fyrradag nýj-
ar einhliða refsiaðgerðir Bandaríkj-
anna gegn Norður-Kóreu, sem
meina öllum fyrirtækjum sem versla
við ríkið að starfa í Bandaríkjunum.
sgs@mbl.is
hefðu þungar áhyggjur af hinni
auknu spennu á Kóreuskaganum,
þar sem báðir aðilar sendu „fremur
þjóð sína alla með alræmdri ræðu
sinni á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna fyrr í vikunni.
Kallað eftir ró
Orðasenna leiðtoganna tveggja
vakti óróa meðal Kínverja og Rússa,
og kölluðu hinir síðarnefndu eftir því
að bæði Bandaríkjamenn og Norður-
Kóreumenn gættu orða sinna, þar
sem ekkert gott gæti leitt af þessum
móðgunum. Sagði Dimitrí Peskov,
talsmaður Vladimírs Pútíns Rúss-
landsforseta, að stjórnvöld í Kreml
Skeytin fljúga á milli
Hóta að sprengja vetnissprengju yfir Kyrrahafi Trump segir Kim brjálaðan
Kjarnorka Kim Jong-un réðist að
Trump í ávarpi sínu í fyrrinótt.
Uppboðshúsið Christie’s í Lund-
únum mun halda uppboð í næstu
viku á munum úr einkasafni leik-
konunnar Audrey Hepburn. Meira
en 500 hlutir af ýmsu tagi verða þar
í boði, þar á meðal kvikmynda-
handrit, kjólar og alls kyns glingur.
Luca Dotti, sonur Hepburn, sagði
að móðir sín hefði ekki verið safn-
ari að eðlisfari, en að hún hefði
haldið upp á ýmsa hluti frá ferli sín-
um og geymt uppi á háalofti.
Á meðal þess sem hægt verður að
bjóða í er handrit myndarinnar
Breakfast at Tiffany’s og er áætlað
að það gæti selst fyrir rúmlega 11,5
milljónir króna. AFP
Uppboð á
munum
Hepburn
Emmanuel Mac-
ron Frakklands-
forseti undirrit-
aði í gær ný lög,
sem breyta munu
frönskum vinnu-
markaði umtals-
vert. Er löggjöfin
talin nokkurt af-
rek fyrir forset-
ann, fjórum mán-
uðum eftir að
hann tók við embætti, þar sem
verkalýðsfélög vítt og breitt um
landið höfðu mótmælt lögunum
harðlega.
Macron fagnaði lögunum og sagði
þau boða meiri breytingar á frönsku
samfélagi en sést hefðu um langa
hríð, þar sem gamla vinnulöggjöfin
hefði staðið í vegi fyrir framförum.
Skrifað undir nýja
vinnulöggjöf
Emmanuel
Macron
FRAKKLAND
Samgönguyfirvöld í Lundúnum,
höfuðborg Stóra-Bretlands, til-
kynntu í gær að þau myndu ekki
endurnýja starfsleyfi leigubílaþjón-
ustunnar Uber. Hefur fyrirtækið
þegar sagst munu áfrýja úrskurð-
inum.
Um 3,5 milljónir manna í Lund-
únum hafa skipt við Uber og hefur
þjónustan um 40.000 ökumenn á
sínum snærum.
Samgönguyfirvöld segja hins
vegar að fyrirtækið hafi ekki
tryggt öryggi almennings nægilega
með þjónustu sinni. Samtök leigu-
bílstjóra í Lundúnum fögnuðu nið-
urstöðu samgönguyfirvalda mjög.
Uber úthýst úr
Lundúnum
STÓRA-BRETLAND