Morgunblaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 41
DÆGRADVÖL 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017 LLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is MOSFE Ert þú búin að prófa súrdeigsbrauðin okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Skelltu ekki skollaeyrum við aðvör- unum annarra þótt þér finnist þú sigla lygnan sjó. Taktu stefnuna á menningarlegar og há- fleygar samræður og samskipti sem vekja aðdáun. 20. apríl - 20. maí  Naut Miklar breytingar varðandi hagi þinna nánustu munu eiga sér stað á næstunni. Ein- hver segir ekki alla söguna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er ekki hægt að notfæra sér fólk sem ekki hefur veikleika, en það er líka erfitt að láta sér ekki þykja vænt um það. Ein- hver þér eldri og reyndari kann að hjálpa þér í dag. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gerðu einhverjum eitthvað gott, án þess að hann átti sig á því. Lítill sigur seinni- partinn gefur þér orku til að halda svona áfram langt fram á kvöld. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þetta er góður tími til að ræða vanda- málin við maka þinn eða náinn vin. Hvort sem þú ert að nota sjötta skilningarvitið eða al- menna skynsemi þá sérðu strax hvað liggur að baki gjörðum fólks. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það kann að virðast djarft að ímynda sér að allt sé jafn fullkomið og það er, en það gæti vel verið rétt. En stundum gengur allt upp af sjálfu sér – eins og í dag. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert ekki fyrsta manneskjan sem þarf að gangast við ljótu leyndarmáli og þú ert ekki sú síðasta heldur. Gamall vinur þarfnast athygli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gefðu sjálfum þér frí frá því að pæla í hvað aðrir eru að gera. Minntu þig á að þú leggur þig alltaf allan fram við það sem þú tekur þér fyrir hendur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Leiðin að mikilleikanum krefst þess að þú kíkir upp úr djúpinu af og til. Gættu þess þó að ofmetnast ekki né gleyma þætti þinna nánustu í velgengni þinni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef þú heldur rétt á spöðunum ætti þér að takast að koma í framkvæmd öllum þeim hlutum sem þig dreymir um. Reyndu að vera ekki of plássfrek/ur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ástríða þín fyrir leyndarmálum verður þess valdandi að þú munt ekki ræða um dularfull mál við vini þína. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þegar þú sérð tækifæri til að tengja við einhvern, berðu þá fram úthugsaða spurningu sem krefst álíka svars. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Svefnleysi það ástand er. Er þá beðið fyrir sér. Kvöldstund, meðan kveðið var. Kvöldið fyrir hátíðar. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Eg er stundum andvaka. Andans vaka líður. Kvæðastund er kvöldvaka. Kaþólsk vaka bíður. Guðrún Bjarnadóttir á þessa: Andvakan hreint ömurleg og líkvakan stundum treg. Á kvöldvökunni kveðið fullt og kerti páskavöku gult. Árni Blöndal leysir þannig: Vaka er svarið vinurinn. Vaka er líka svefndrunginn. Sofnar oft sá er vaka skal, víst á það við um sprund og hal. Helgi Seljan svarar: Enginn geri að andvöku spé, áður vakan skóp fólki hlé. Aðdáun ljómandi læt í té, er les ég Andvökur Stephans G. Guðmundur skýrir þannig: Vaka svefni ver þig frá. Vöku stunda um nætur má. Kveðið oft á vöku var. Vaka byrjun hátíðar. Þá er limra: Í Mosfellsbæ mikið þeir gala og mannfólkið vekja af dvala hanarnir tveir og með háreysti þeir sífellt á illdeilum ala. Hér er svo ný gáta. Röðull fagur roðar ský, raddir dagsins óma á ný, andinn strax kom yfir mig, er hér gáta fyrir þig: Nafn, sem margur maður ber. Málmhylki í gufuvél. Hola víð og alldjúp er. Í eldhúsinu þjónar vel. Þorleifur Kolbeinss á Háeyri orti: Lífið manns er leiðindi, lunti, böl og andstreymi allra mesti óþarfi sem ekki svarar kostnaði. Pétur Stefánsson orti: Enn fer ég að yrkja brag, andans fró það gefur: Úrhelli í allan dag á oss dunið hefur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sæll er sá sem vakir nær hans herra kemur „HANN ÁKVAÐ AÐ HÆTTA VIÐ AÐ BORGA RAFMAGNSREIKNINGINN.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að snúa sér varlega svo þú vekir hana ekki af værum blundi. TAKK! EKKERT AÐ ÞAKKA ÉG ER BARA EKKI Í STUÐI TIL ÞESS AÐ GELTA Á ÞIG ÉG VAR AÐ DÝFA FÓTUNUM MÍNUM Í VATNIÐ ÞITT ER ÞESSI KONA VIÐ ENDANN Á BARNUM AÐ BROSA TIL ÞÍN? ENNÞÁ BETRA! HÚN ER AÐ HLÆJA UPPHÁTT TIL MÍN! PÓSTUR BLÓMABÚÐ SEGÐU ÞAÐ MEÐ BLÓMUM EÐA REYNDU AÐ HLUSTA EINU SINNI Fólk er ánægðara ef það eyðir pen-ingum í eitthvað sem sparar því tíma en þegar það kaupir eitthvað fal- legt fyrir sjálft sig. Þetta er niður- staða nýrra rannsókna sem greint var frá í Wall Street Journal. Það að eyða peningum í þrif eða heimsend- ingu matvöru veitir fólki meiri ánægju en ný föt og vín. Einnig kom í ljós að þó að fólki liði betur að eyða peningum til að losa um frítíma ákvað það oftar en ekki að gera það ekki. x x x Þetta kemur Víkverja ekki á óvart.Það er ákveðin feimni við að kaupa sér þrif og aðra aðstoð fremur en hluti. Fólk er ekki feimið við að stilla upp nýja sjónvarpinu sínu en fer hjá sér ef það viðurkennir að einhver annar þurrki af því. x x x Vísindamennirnir Ashley Whillansog Michael Norton, sem gerðu rannsóknina, skrifuðu sjálfir greinina í WSJ. Þau gerðu tilraun og buðu 60 útivinnandi fullorðnum að eyða 80 bandaríkjadölum yfir tvær helgar ef þeir væru til í að fara eftir leiðbein- ingum um hvernig ætti að eyða pen- ingunum. Fyrri helgina fengu þátt- takendur 40 dali, um 4.200 krónur, til að eyða í eitthvað sem sparaði þeim tíma. Sumir eyddu í þrif, aðrir í heim- sendingu matvara. Ein kona borgaði unglingi í hverfinu fyrir að snattast fyrir sig og önnur keypti tilbúna ídýfu fyrir partí sem hún var að undirbúa. Hina helgina fékk fólk sömu upphæð til þess að kaupa hluti. Sumir keyptu föt, aðrir bækur, borðspil eða vín. Í ljós kom að fólk var hamingjusamara þegar það eyddi í að kaupa tíma en hluti. Sömu niðurstöður komu í ljós í rannsókn á 6.000 manns frá Banda- ríkjunum, Kanada, Danmörku og Hollandi. x x x Það merkilega er að aðeins 2% þátt-takenda sem fengu peninga frá vísindamönnunum hefðu eytt þeim í tímasparnað ef þau hefðu sjálf fengið að ráða eyðslunni. Niðurstaða vís- indamannanna er sú að ein ástæða þess sé að fólk fái samviskubit af því að borga einhverjum fyrir að gera eitthvað sem það sjálft hefur ekki gaman af. vikverji@mbl.is Víkverji Jesús sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.“ (Jóh. 8:12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.