Morgunblaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
ton™ heyrnartækin gera meira en að hjálpa þér að heyra betur.
opna nýjar leiðir í samskiptum, rjúfa þögnina og gefa tóninn.
auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu
rnartæki lánuð til reynslu.
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
Rex
Þau
Þau
hey
Velta í virðisaukaskattsskyldri
starfsemi var 757 milljarðar
króna í maí og júní, sem er ein-
ungis 0,4% hækkun miðað við
sama tímabil árið 2016. Þetta
kemur fram í nýjum tölum frá
Hagstofu Íslands.
Á tímabilinu júlí 2016 til júní
2017 jókst veltan í virðisauka-
skattsskyldri starfsemi, fyrir ut-
an ferðaskrifstofur og farþega-
flutninga á vegum sem voru felld
undir virðisaukaskatt í ársbyrjun
2016, um 2,7% miðað við síðustu
tólf mánuði þar áður.
Ekki er enn hægt að bera sam-
an tölur á ársgrundvelli fyrir
þjónustu ferðaskrifstofa og ferða-
skipuleggjenda þar sem greinin
er tiltölulega nýorðin virðisauka-
skattsskyld. Hins vegar bendir
Hagstofan á að velta í þeirri at-
vinnugrein var 4,4% hærri í maí
og júní 2017 en í sömu mánuðum í
fyrra. Tölur benda til þess að
hægt hefi verulega á vexti í ferða-
þjónustu, að því er fram kemur
á vef Hagstofunnar.
Velta í þeim lið í gögnum
Hagstofunnar sem skráður er
undir heitinu „byggingastarf-
semi, mannvirkjagerð, námu-
gröftur og vinnsla jarðefna“
hækkaði um 10,2% í maí og júní
miðað við sömu mánuði í fyrra.
Segir í frétt Hagstofunnar að
gögn bendi til þess að verulega
hafi dregið úr vexti á þessu
sviði einnig.
Hægir á vexti í þjónustu
Ferðamenn Hægt hefur verulega á
vexti í ferðaþjónustu segir Hagstofa.
Fjármálaeftirlitið setti inn á vef sinn
tvær tilkynningar seint í gær, föstu-
dag, um að það hefði metið vogunar-
sjóðinn Taconic Capital Advisors LP
og tengda aðila hæfa til að fara með
virkan eignarhlut sem nemur allt að
33% í Arion banka og að Kaupþing
ehf. væri metið hæft til þess að fara
með virkan eignarhlut í sama banka
sem nemur allt að 33%.
Í tilkynningunni vegna Taconic
segir að við matið hafi FME lagt mat
á hæfi lúxemborgska fjárfestinga-
félagsins TCA New Sidecar III S.à
r.l. til að fara með virkan eignarhlut
í Arion banka með beinni hlutdeild
en það félag fer nú með um 9,99%
hlut í bankanum. Þá lagði eftirlitið
mat á hæfi lúxemborgsku fjárfest-
ingafélaganna TCA Opportunity In-
vestments S.à r.l., TCA Event Invest-
ments S.à r.l. og TCA Sidecar II S.à
r.l. til að fara með virkan eignarhlut
með óbeinni hlutdeild. Þessi félög
fara nú samanlagt með um 40,67%
hlut í Kaupþingi, eða sem nemur um
23,35% óbeinum hlut í Arion banka.
Varðandi hæfi Kaupþings segir að
ákvörðunin taki gildi þegar hluta-
bréf í Arion banka hafa verið tekin
til viðskipta á skipulegum verð-
bréfamarkaði. Fram að því munu
skilyrði FME um eignarhald í gegn-
um Kaupskil gilda óbreytt. Kaup-
þing fer nú með 57,42% hlut í Arion
banka í gegnum Kaupskil. Segir
FME að við matið hafi sérstaklega
verið horft til fyrirhugaðs skamms
eignarhalds Kaupþings í Arion
banka.
Seint á föstudegi í síðustu viku var
sett sambærileg tilkynning á vef
FME um að vogunarsjóðurinn Atte-
stor Captial LLP og tengdir aðilar
væru metnir hæfir til þess að fara
með allt að 20% hlut í Arion banka.
Morgunblaðið/Eggert
Eign FME hefur gefið grænt ljós á
eign vogunarsjóða á Arion banka.
Mega
eiga Arion
banka
Kaupþing mun ekki taka ákvörðun
um mögulegt hlutafjárútboð Arion
banka og skráningu í Kauphöll
fyrr en að alþingiskosningum liðn-
um og ný ríkisstjórn hefur verið
mynduð, segir í yfirlýsingu.
Kaupþing, sem á 58% hlut í Ar-
ion banka, hafði stefnt að hluta-
fjárútboði í ár. Morgunblaðið hafði
eftir Ásgeiri Jónssyni, deild-
arforseta hagfræðideildar við Há-
skóla Íslands, á miðvikudaginn að
ólíklegt væri að af hlutafjárútboði
yrði á þessu ári eftir að rík-
isstjórnin féll. „Mörkuðum er illa
við óvissu og því munu fjárfestar
halda að sér höndum. Ekki er ljóst
hvernig ríkisstjórn mun taka við,“
sagði hann.
Kaupþing tók sambærilega
ákvörðun í tengslum við þingkosn-
ingar í fyrra og setti sölu á Arion
banka í bið.
helgivifill@mbl.is
Bíða með
skráningu