Morgunblaðið - 23.09.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2017
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is
Óskum eftir bílum á söluskrá,
höfum laus sölustæði, kíktu við!
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
„Hjólin verða að rúlla hratt,“ sagði
Hrafnkell Á. Proppé, svæðis-
skipulagsstjóri Samtaka sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu, á ráð-
stefnu í Bæjarbíói í Hafnarfirði í
gær um fyrirhugaðar áætlanir um
að ryðja veg reiðhjólsins á Íslandi.
Ráðstefnan, Hjólum til framtíðar
– ánægja og öryggi, var haldin í til-
efni loka samgönguviku. Rætt var
um framtíð hjólreiðasamgangna á
Íslandi og kosti og galla þess að fjár-
festa í innviðum fyrir hjólreiðastíga.
Hrafnkell benti á að árum saman
hefði nær öll opinber fjárfesting í
samgöngum farið í stofnvegakerfið.
Ef fjárfestingar yrðu með sama móti
næstu árin mundi heildarakstur
aukast um fjórðung í takt við áfram-
haldandi íbúafjölgun, en jafnframt
mundu tafir á umferð aukast fram
úr öllu hófi. Einu leiðirnar til að
halda umferðarteppum niðri væru
að margfalda fjármagn til vegagerð-
ar eða að víkka áherslurnar til að
gera ráð fyrir öðrum farartækjum
en bifreiðum. Markmiðið sagði
Hrafnkell því vera að draga úr vægi
bíla og að þrefalda vægi vistvænna
samgöngukerfa.
Ýmis verkefni eru þegar í bígerð
til að auðvelda hjólreiðar á Íslandi.
Ármann Halldórsson, sviðsstjóri
skipulags- og umhverfissviðs, steig á
svið til að ræða um hjólastíg sem
unnið er að meðfram Grindavíkur-
vegi áleiðis til Selskógar. Ármann
viðurkenndi að sér hefði verið snið-
inn þröngur stakkur við gerð vegar-
ins og að öll ráð hefðu verið nýtt til
að gera lagninguna eins ódýra og
mögulegt væri. Vegurinn hefði t.d.
verið gerður úr endurunnu, köldu
malbiki og færi á köflum yfir möl.
Þéttbýliskjarnar tengdir
Berglind Halldórsdóttir, umferð-
arverkfræðingur hjá Verkís, steig
næst á svið og ræddi möguleikann á
því að leggja hjólahraðbrautir á
Íslandi með hraðbrautir erlendis til
hliðsjónar. Yfirleitt væri markmiðið
með slíkum hraðbrautum ekki að
hjóla hratt heldur að tengja saman
tvo þéttbýliskjarna. Niðurstaða
Verkís var sú að verulegar breyt-
ingar þyrfti til að leggja slíka hrað-
braut hérlendis.
Jón Gunnarsson, samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra, flutti einn-
ig ávarp þar sem hann benti á að vin-
sældir reiðhjóla hefðu aukist mjög á
Íslandi og að Vegagerðin hefði fjár-
magnað nýja hjólastíga á höfuð-
borgarsvæðinu. Á næstunni mundu
sveitarfélög á landsbyggðinni einnig
standa að lagningu hjólastíga í aukn-
um mæli. Hjólreiðar ættu að vera
greiður og öruggur ferðamáti.
Hugað að hjólahraðbrautum
Ráðstefna haldin um reiðhjólasamgöngur og lagningu hjólastíga á Íslandi
Morgunblaðið/Eggert
Bæjarbíó Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri SSH, flytur ávarp sitt.
Akurnesingar hafa sótt um byggða-
kvóta til sjávarútvegsráðuneytisins
á yfirstandandi fiskveiðiári í ljósi
breyttrar stöðu fiskvinnslu á staðn-
um, en HB Grandi hætti um síðustu
mánaðamót fisk-
vinnslu á Akra-
nesi.
Sævar Freyr
Þráinsson, bæjar-
stjóri á Akranesi,
segir að það sé
vilji heimamanna
að styrkja höfn-
ina sem fiskihöfn,
auka sjósókn frá
Akranesi og auka
fiskvinnslu í landi
til framtíðar. Hann bendir á að
Akurnesingamið skammt frá landi
séu á meðal gjöfulustu fiskimiða
landsins. Akurnesingar hafa áður
sótt um byggðakvóta, en ekki fengið.
Sævar segir að á síðasta áratug
hafi orðið mikil breyting í útgerðar-
bænum Akranesi. Nú séu það eink-
um minni útgerðir og krókabátar
sem sæki sjóinn, oft með leigukvóta
eða á strandveiðum. Það sé vissulega
fagnaðarefni að Ísfiskur sé að hefja
starfsemi á Akranesi, en fyrirtækið
hafi fyrst og og fremst keypt fisk á
markaði til vinnslu í landi.
Mikill samdráttur
Í bréfi bæjarstjóra til Þorgerðar
Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarút-
vegsráðherra, segir meðal annars að
útgerð og fiskvinnsla hafi frá fornu
fari verið meginþáttur í atvinnulífi
Akurnesinga.
„Undanfarin ár hefur dregið veru-
lega úr löndun á Akranesi og er afla
nú landað í Reykjavík og á Vopna-
firði þó skip og aflaheimildir séu
skráðar á Akranesi. Löndun á árinu
2016 er því einungis um 9% m.v.
löndun 2007 og um 13% af löndun
ársins 2006. Bolfiskveiðiskipin landa
engum afla á Akranesi og er nánast
öllu landað í Reykjavík eða á Vopna-
firði til vinnslu eða útflutnings,“ seg-
ir í bréfi Sævars Freys. aij@mbl.is
Skagamenn
óska eftir
byggðakvóta
Vilja styrkja veiðar
og vinnslu á Akranesi
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Breytingar Minni bátar eru áber-
andi í sjósókn frá Akranesi.
Sævar Freyr
Þráinsson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Viðræður standa yfir um sameiningu
Sorpu bs. og Sorpeyðingarstöðvar
Suðurnesja sf. (Kölku). Málið var
kynnt á eigendafundi Kölku síðdegis í
fyrradag. Einnig er búið að kynna
það hjá öllum sveitarfélögunum á höf-
uðborgarsvæðinu nema tveimur.
Farið var yfir málið á kynningar-
fundinum á Suðurnesjum en engin
ákvörðun tekin þar, að sögn Jóns
Norðfjörð, framkvæmdastjóra Kölku.
Til fundarins mættu m.a. Björn H.
Halldórsson, framkvæmdastjóri
Sorpu, Sigrún Ágústsdóttir frá
Umhverfisstofnun og ráðgjafar frá
Capacent sem unnið hafa með við-
ræðunefndum beggja fyrirtækjanna.
„Nú er fyrst og fremst verið að
skoða það að sameina fyrirtækin og
hvort það geti orðið hagkvæmt,“
sagði Jón. „Sveitarfélögin eru skuld-
bundin til að eyða úrgangi. Það er
alltaf verið að þrengja að þessum mál-
um, bæði umhverfislega og á annan
hátt. Það er brýnt að fylgjast vel með
og taka ákvarðanir í samræmi við
það.“
Talsverð samvinna er nú þegar á
milli Sorpu og Kölku. Sem kunnugt er
urðar Sorpa úrgang í Álfsnesi en
Kalka er með sorpbrennslustöð. Jón
sagði fyrirhugað að reka brennslu-
stöð Kölku áfram. Verið er að herða
reglur um urðun, eins og reglur Evr-
ópusambandsins segja fyrir um. Gera
þarf ýmsar breytingar varðandi urð-
un sorps á næstu árum. Jón sagði
menn sjá fyrir sér að flokkun sorps
mundi aukast, með það að markmiði
að minnka sóun og nýta úrgang betur
en nú er gert. „En alltaf verður eitt-
hvað eftir sem þarf að brenna eða
urða,“ sagði Jón.
Aukin hagkvæmni markmiðið
Björn H. Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Sorpu, sagði að undir-
tektir sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu við hugmyndum um sam-
einingu Sorpu og Kölku hefðu
almennt verið varfærnislegar og já-
kvæðar.
„Við sjáum framundan sterkari og
meiri kröfur á þessu sviði,“ sagði
Björn. „Brennsla er ein lausn í úr-
gangsmálum sem verður að vera fyrir
hendi. Sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu hafa ekki slíkt í dag en Kalka
hefur það. Með stærri einingu verður
vonandi hægt að gera þetta á hag-
kvæmari hátt en nú.“
Ekki hefur verið gerð tímaáætlun
varðandi mögulega sameiningu.
Framhaldið mun ráðast af viðbrögð-
um eigenda. „Við viljum komast að
niðurstöðu sem fyrst,“ sagði Björn.
Hann sagði að urðun í Álfsnesi væri
háð takmörkunum og því væri verið
að leita að öðrum urðunarstað. Einnig
væri gas- og jarðgerðarstöð, sem
framleiða mun metan úr lífrænum úr-
gangi, í undirbúningi í Álfsnesi.
Markmiðið með sameiningu fyrir-
tækjanna væri að leysa sorpmálin á
sem hagkvæmastan hátt.
Ræða samein-
ingu um sorp
Morgunblaðið/Þórður
Sorpbrennsla Kalka rekur sorpbrennslustöð á Suðurnesjum en Sorpa urð-
ar sorp í Álfsnesi. Nú er kannað með sameiningu fyrirtækjanna.
Sameining Sorpu og Kölku skoðuð
Strangari kröfur um sorpförgun