Feykir


Feykir - 03.12.2015, Qupperneq 12

Feykir - 03.12.2015, Qupperneq 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 46 TBL 3. desember 2015 35. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Aðventustemmari á Króknum Ljós tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi í blíðuveðri Á LAUGARDAG voru ljós tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi og í gamla bænum á Króknum var aðventustemning og notalegheit. Veðrið var hið besta, örlítið frost og dass af snjó. Kórar sungu, Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri flutti ræðu, Sigvaldi Helgi Gunnarsson stökk úr Voice- settinu og fékk dúndur viðtökur hjá ungum sem öldnum. Það var Sigfús Ingi Sigfússon sem var kynnir á Kirkjutorginu og á eftir honum mættu nemendur Grunn- skólans austan Vatna og sungu nokkur lög. Þá var komið að ræðu Ástu og í kjölfarið var kveikt á jólatrénu. Síðan steig Barnakór Sauðárkrókskirkju og Árskóla á tröppur gamla Pósthússins og söng fleiri jólalög. Þá var komið að Sigvalda og fáir ef ekki allir réttu upp hendi þegar hann spurði hvort einhverjir hefðu kosið hann kvöldið áður. Jú, sumir höfðu hringt oftar en einu sinni og jafnvel oftar en tvisvar. Þá voru ófáir tilbúnir að lána honum almennilega húfu svo kappinn kvefaðist ekki og ekki voru færri fúsir til að lána honum vettlingana sína – en þá var Sigvaldi að grínast, menn spila ekki á gítar með vettl- ingum! Síðan skellti hann sér í jólalögin. Að loknu La la la-lagi Sigvalda komu syngjandi jólasveinar með mandarínur og síðan var dansað í kringum jólatréið. Nokkrir ungir drengir höfðu greinilega nokkrar áhyggjur af því hvað einum sveinkanum, sjálfum Stekkjastaur, þætti gott að borða og hvort hann borðaði ekki örugglega bjúgu. Sveinki hélt það nú og þá var hann spurður hvort hann drykki ekki örugglega mjólk. Jú, það stóð heima. Þá lýsti drengurinn því yfir að það yrðu bjúgu og mjólk handa honum í glugganum þegar hann kæmi við hjá sér. – Snilld. Jólahlaðborð Rótarýmanna Rótarýklúbbur Sauðárkróks stóð í þriðja sinn fyrir jólahlaðborði í Íþróttahúsi Sauðárkróks í hádeginu sama dag. Íbúum í Skagafirði var boðið til veislunnar og víst er að fjölmargir nýttu sér tækifærið, gæddu sér á hangikjöti eða ham- borgarhrygg með tilheyrandi. Fólk lét síðan aur í söfnunarbauka klúbb- félaga en það sem safnast er nýtt til styrktar góðu málefni. Frábært framtak og góð stemning. /ÓAB Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu póst á feykir@feykir.is ...allir með! Frábær stemning myndaðist á Kirkjutorginu þegar Sigvaldi hóf upp raust sína. MYND: ÓAB

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.