Feykir


Feykir - 23.11.2016, Blaðsíða 13

Feykir - 23.11.2016, Blaðsíða 13
1 32 01 6 Jólin mín Karítas Guðrúnardóttir Hvalnesi á Skaga Lakkrístoppar í uppáhaldi Jólin eru... Hvað kemur þér í jóla-skap? Snjór. Hvað er besta jólalagið? Hátíð í bæ með Borgar- dætrum. Hvað finnst þér ómissa- ndi að gera yfir hátíð- irnar? Fara með börnin að velja og höggva jólatré er alltaf stemming. Hvað langar þig í jólagjöf? Ofarlega á listanum þetta árið eru nýir hestaskór. Bakar þú fyrir jólin? Jaa stundum, þegar ég er í stuði. Hver er uppáhalds smá- kökusortin þín? Lakkrís- toppar. Jólin mín Evelyn Ýr Kuhne á Lýtingsstöðum í Skagafirði Ómissandi að syngja með kirkjukórnum í Víðimýrarkirkju Jólin eru... rólegasti og notalegasti tími ársins, fullt af ilmi og kertaljósi. Hvergi kemst maður eins nærri jólaandanum og í fjárhúsinu á aðfangadag. Hvað kemur þér í jóla- skap? Kertaljós, tónlist, reykelsi og Bratapfel, bökuð epli eftir þýskri hefð, koma mér í aðventuskap en jólakveðjurnar á Þor- láksmessu koma mér í jólaskap. Hvað er besta jólalagið? Get ekki valið á milli Heims um ból og Dansaðu vindur. Hvað finnst þér ómiss- andi að gera yfir hátíð- irnar? Að syngja með kirkjukórnum í Víðimýrar- kirkju á jólanótt, að lesa góða bók og gera annars ekki neitt nema eyða tíma með fjölskyldunni. Hvað langar þig í jólagjöf? Góða bók. Annars er gaman að láta koma sér á óvart. Bakar þú fyrir jólin? Ég missi mig ekki í jólabakstri en baka smávegis á hverri helgi, sem dugar út vikuna. Hver er uppáhalds smá- kökusortin þín? Ég held upp á þýskar hefðir í sambandi við smákökur; vanilluhorn og möndlu- stjörnur. Jólin mín Þorlákur Sigurbjörnsson Langhúsum í Fljótum O helga natt með Jussi Björling besta jólalagið Jólin eru... fjölskyldu- hátíð. Hvað kemur þér í jóla- skap? Það sem kemur mér í jólaskapið er eitt og annað smálegt sem tínist til yfir aðventuna, smákökubakstur kemur þar sterkur inn en að skreyta jólatréð á Þorláks- messu er það sem gerir mest fyrir mig. Hvað er besta jólalagið? Besta jólalagið er náttúru- lega O helga natt með Jussi Björling. Það toppar það enginn. Hvað finnst þér ómiss- andi að gera yfir hátíð- irnar? Mér finnst alveg ómissandi að hitta stór- fjölskylduna á jóladag. Gömul hefð hjá okkur að hittast hjá mömmu minni og pabba meðan hann lifði. Það eru bara engin jól ef það klikkar vegna ótíðar. Hvað langar þig í jóla- gjöf? Hvað mig langar í já, hmm það er snúið. Er of mikið að biðja um Landcruiser..? Bakar þú fyrir jólin? Já, ég baka fyrir jólin, hóflega þó. Hver er uppáhalds smá- kökusortin þín? Læt mér duga fjórar til fimm sortir. Lakkrístoppar og hafrakökur með bræddu súkkulaði eru í uppá- haldi ásamt auðvitað hálf- mánum. Prófa svo gjarnan eina eða tvær nýjar sortir á ári.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.