Feykir


Feykir - 23.11.2016, Blaðsíða 35

Feykir - 23.11.2016, Blaðsíða 35
3 52 01 6 Sími: 453 5481 Sæmundargata 1, Sauðárkróki Jól 2016 Jólatilboð á heimillistækjum frá Bosch og Siemens Eyþór sefur ekki í draumheldum náttfötum Skáldið frá Uppsölum fer víða í nýrri ljóðabók ÉG SEF EKKi í draumheldum náttfötum er fjórða ljóðabók Eyþórs Árnasonar frá Uppsölum í Skagafirði. Í þessari bók fer hann um og skoðar ýmsar styttur og minnismerki. Bregður sér auðvitað norður í land, lítur við í Vatnsdal, stoppar á Vatnsskarði og hugar að Konráði frænda á Löngumýri. Fer svo suður aftur og endar á bekk við Tjörnina en þar situr Tómas Guðmundsson alla daga og fylgist með borginni sinni. Síðan eru inn á milli í bókinni tímalausir draumar um allt og ekkert... /PF Viðsjárverðir tímar Ég er alltaf hræddur um að missa heitu næturdraumana frá mér því ég sef ekki í draumheldum náttfötum Reyni samt að fanga þá í morgunmöskvana og fela innanklæða á daginn Heyri þá vella í brjóstinu En nú sækja bláköldu dagdraumarnir fram með offorsi Ég steypi yfir mig brynju úr álfasilki og bregð sverðinu. Hressilegar persónur og dularfull morð Hildur Sif Thorarensen sendir frá sér sína fyrstu bók HILDUR SIF THORARENSEN, ættuð frá Hrauni á Skaga, hefur sent frá sér sína fyrstu bók, spennusöguna Einfara sem bókaútgáfan Óðinsauga gefur út. „Amma mín, sem ól mig að mestu upp, er fædd og uppalin á Hrauni og stór hluti fjölskyldunnar minnar býr enn fyrir norðan. Ég hef því sterka tengingu norður og eyddi nokkrum sumrum á Reynistað þar sem ég gaf kálfunum, hljóp upp Bjarnhnöttin og veiddi síli,“ sagði Hildur Sif, þegar Feykir hafði samband við hana og forvitnaðist um hina nýju bók. Hildur Sif er verkfræðingur að mennt en er í dag við læknanám í Osló. Það hafði lengi blundað í henni að skrifa bók. „Ég hafði oftar en einu sinni byrjað en þar sem ég sat með medisinsk statistikk fyrir framan mig og var að stauta gegnum illskiljanlegt hrognamál til að undirbúa mig fyrir læknanámið, fór vinur minn að spjalla við mig á Facebook og samtalið barst að franskri stúlku sem hann átti í sambandi við og vildi meina að væri vampíra,“ segir Hildur. Án þess að gefa of mikið upp um söguþráð bókarinnar varð franska stúlkan aukapersóna í bókinni. Sögusviðið er Osló og fjallar bókin um skemmtilegar og hressilegar persónur sem þurfa að kljást við dularfull og hryllileg morð og illa innrætta morðingja. Verður bókin kynnt á Iceland Noir í nóvember, þar sem Hildur Sif verður ein af þeim nýju höfundum sem þar taka þátt. /KSE Jólin mín Þorgils Heiðar Pálsson Hofsósi Útrými mömmukossunum alltaf fyrst Jólin eru... á hverju ári. Hvað kemur þér í jólaskap? Áður fyrr voru það smákökur og jólatónlist, núna duga nokkrir góðir jólabjórar. Hvað er besta jólalagið? Fairytale of New York. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðarnar? Það er alveg ómissandi að lesa góðar bækur og síðan jólaboðin með fjölskyldunni. Hvaða langar þig í jólagjöf? Góð bók er vel þegin. Bakar þú fyrir jólin? Voða lítið. Hver er uppáhaldssmákökusortin þín? Ég útrými mömmukossunum alltaf fyrst. Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Takk fyrir árið sem er að líða. Byggðasafn Skagfirðinga og Áskaffi öll miðvikudagskvöld kl. 21 á aðventunni fram að jólum. Heitt kakó, jólate og smákökur. Núvitund Hugarró Vellíðan Aðventuflot og nudd Bóka á booking@infinityblue.is eða 867-2216 Flot 3500kr / Flot og nudd 7500 kr. Þorgerður Þórhalls nuddar þig meðan þú ert umlukin heitu vatni. Jólagjöfina færðu hjá okkur, gjafabréfin góðu eða flothettusett 16.500 kr. Aðdragandi jólanna er skemmtilegur tími, tími til að njóta. Slakaðu á í amstri jólanna.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.