Feykir - 23.11.2016, Blaðsíða 33
3 32 01 6
Opið: mánudaga- föstudaga kl. 8-18
Laugardaga kl. 10-13 / S: 455 4610
Allt fyrir hestamanninn
í jólapakkann !
„Einu sinni þegar ég
var stór hitti ég Grýlu...“
Gullkorn barnanna í Tröllaborg
Börn eru miklir heimspekingar og sjá hlutina gjarnan í öðru ljósi en hinir
fullorðnu. Það er gaman að halda gullkornum þeirra til haga, líkt og gert
er á leikskólanum Tröllaborg austan Vatnaí Skagafirði. /KSE
Lítil stúlka: Einu sinni
þegar ég var stór hitti
ég Grýlu og hún át mig
og ég reyndi að komast
út en hún opnaði ekki
munninn af því hún svaf
svo fast. Hún opnaði aldrei
munninn.
Leikskólakennari: En
hvernig komstu þá út?
S: Ég komst aldrei út
L: En af hverju ertu þá hér?
S (hneyksluð á skilnings-
leysi leikskólakennarans):
Nú af því að þetta gerðist í
gamla daga.
Ungur
drengur var að
fara í hvíld. „Það er
slökkt á mér" sagði
hann um leið og hann
lokaði augunum.
Í miðdegiskaffinu:
Stúlka fjögurra ára: „Mig
dreymdi svo skrítinn draum á
meðan ég drakk mjólkina,
en ég man ekki
hvernig hann er.“
Í hádegismatnum voru fimm
stúlkur við borð og voru allar
að biðja um aðstoð og töluðu
allar í einu.
Leikskólakenn-
arinn segir:
Stelpur ég
er bara
með tvær
hendur og
get ekki
hjálpað
öllum í
einu.
Fjögurra ára
stúlka: Já, þú ert
bara með tvær hendur
og tvo fætur.
Fimm ára stúlka: Hmm,
en ekki ef þú værir kolkrabbi.
Tvær stúlkur að tala saman:
A: En hvernig geturðu
bjargað dauðu fólk?
B: Bara í geimflaug
Heimatilbúið konfekt
Gómsætt jólanammi
Systurnar Ragnheiður, Hrafnhildur og
Berglind Ósk Skaftadætur, hafa getið
sér góðan orðstír í konfektgerð sem þær
segjast hafa byrjað á fyrir jólin 2013. Þá
var það til þess að eiga rétt yfir hátíðirnar
en vorið eftir þegar Berglind, yngsta
systirin, fermdist þá var farið í málið af
fullum þunga.
Þær systur segja að vinir og vandamenn
hafi aðallega notið góðs af konfektgerð-
inni en nú verður hægt að nálgast varn-
inginn á jólamarkaðnum í Árgarði þann
4. desember. Einnig vonast þær til að
komast inn á markaðinn í Húsi frítímans.
Feykir náði að plata þær til að gefa upp
eina uppskrift í Jólablað Feykis og hljóm-
ar hún dásamlega.
Piparmyntustykki:
400 gr dökkt súkkulaði, 56 eða 70%
½ tsk salt (mjög gott að nota pínu gróft)
½ bolli kókosolía
½ -1 tsk piparmyntudropar – eftir smekk
flórsykur
Aðferð: Bræðið næstum allt súkkulaðið
í vatnsbaði og setjið saltið út í þegar
súkkulaðið er bráðið. Hrærið þá saman
restinni af súkkulaðinu (bara svona 50 gr
eða svo) þangað til saltið hefur leysts upp.
Bætið kókosolíunni út í heitt súkku-
laðið. Ef kókosolían er mjög köld hitið
hana aðeins í örbylgjunni eða undir heitu
vatni.
Þá má setja piparmyntudropana út í
og hræra vel saman.
Takið ofnskúffu eða álbakka sem er
svona 20x20 sm og annað hvort klæðið
með bökunarpappír eða smyrjið með
kókosolíu. Setjið blönduna í formið og
skellið í kæli eða frost. Þetta þarf svona
3 tíma til að taka sig alveg.
Þegar þetta er orðið klárt þá má
taka þetta úr forminu, skera niður í þá
stærð sem hver vill og annað hvort strá
flórsykri yfir eða velta bitunum upp úr
súkkulaði. /PF
Konfekt úr smiðju Konfektsystra.
MYND: ÚR EINKASAFNI