Feykir


Feykir - 23.11.2016, Blaðsíða 20

Feykir - 23.11.2016, Blaðsíða 20
2 01 62 0 350 gr smjör 350 gr sykur 2 stk egg 2 stk lyftiduft 100 gr súkkulaði 500 gr hveiti Aðferð: Hrærið deigið. Bakið kökurnar í u.þ.b. 12 mínútur. 20162 Auður Vigdís Jóhannesdóttir Kurltoppar 3 eggjahvítur 200 gr púðursykur 150 gr Síríus rjómasúkkulaði 2 litlir pokar Nóa lakkrískurl (samtals 160 gr) Aðferð: Stífþeytið eggjahvít- urnar með púðursykrinum. Saxið súkkulaðið smátt. Blandið súkkulaði og lakkrískurli varlega saman við eggjahvíturnar með gaffli. Látið með teskeið á smurða bökunarplötu og bakið í miðjum ofni við 150°C í 20 mínútur. Kökuborð með klassískum kræsingum Hörpukonur í Hofsósi hafa látið gott af sér leiða í hálfa öld Það eru konurnar í Slysavarnadeildinni Hörpu á Hofsósi sem gefa lesendum Feykis jólauppskriftirnar Guðrún Þórðardóttir Kanilkaka UMSJÓN Palli og Stína MYNDIR Óli Arnar í ár. Það var sannkölluð jólastemning í húsakynnum björgunarsveitarinnar þegar blaðamenn og ljósmyndari Feykis 150 gr hveiti 150 gr smjör 150 gr sykur 2 egg ger á hnífsoddi kanill Aðferð: Hrærið deigið og bakið þunna botna í kringlóttu móti. Hvað kakan er mörg lög fer eftir stærð formsins, 4-6 lög. Setjið rjóma á milli laga og súkkulaði ofan á. Guðrún Elín Björnsdóttir MarenGsterta með Rolokremi Marengsbotnar: 3 eggjahvítur 200 gr sykur 2 bollar Rice Crispies 1 tsk lyftiduft Aðferð: Þeytið eggjahvíturnar fyrst. Bætið síðan sykri út í og stífþeytið. Myljið Rice Crispies og blandið því og lyftiduftinu varlega saman við. Skiptið þessu síðan í tvo hluta á plötur með smjörpappír. Gerið tvo 24 sm hringi en smyrjið ekki alveg út í hringina vegna þess að marensinn lekur örlítið út við baksturinn. Bakið botnana við 110°C á blæstri í u.þ.b. 60 mínútur. Á milli marengsbotnanna: 400 gr rjómi – þeyttur (gott er að setja örlítið af vanillu- dropum og flórsykri saman við rjómann þegar hann er þeyttur). Súkkulaðirúsínur Rolokrem: 3 pakkar Rolo 50 gr appelsínusúkkulaði frá Nóa Síríus rjómi Aðferð: Þetta er allt sett í glerskál yfir vatnsbaði og muna að hræra vel saman, má ekki vera of þykkt eða þunnt, rjóminn segir til um það. Samsetningin: Setjið annan marengsbotn- inn á tertudisk. Setjið smávegis af Rolokreminu á botninn, síðan rjómann og að síðustu súkkulaðirúsín- urnar. Setjið seinni botninn ofan á og afganginn af Rolo- kreminu er dreift yfir. Best er að frysta tertuna og taka hana síðan fram 2-3 klst. áður en á að borða hana. Anna Freyja Vilhjálmsdóttir Þúsund ára kökur renndu þangað skömmu fyrir aðventuna, smökkuðu kökur og festu þær á filmu. Nafn deildarinnar var á sínum tíma dregið upp úr potti á fyrsta fundi, þann 4. maí 1967 og hefur deildin starfað óslitið síðan. Tvær kvennanna í deildinni, þær Guðný Jóhannsdóttir og Guðrún Þórðardóttir, hafa starfað með frá upphafi. Fjórtán konur starfa með deildinni í dag og nokkrar þeirra tóku á móti Feykisfólki með drekkhlaðið kökuborð og kræsingar. Anna Freyja Vilhjálmsdóttir Rúsínusmákökur 300 gr hveiti 3 tsk lyftiduft 250 gr smjör 250 gr sykur 1 egg u.þ.b. ½ bolli rúsínur Aðferð: Myljið smjörlíki og þurrefni saman. Bætið eggi og rúsínum saman við. Rúllið deigið í lengjur og kælið. Skerið það í sneiðar og raðið á plötur. Bakað við 200°C í u.þ.b. 12 mínútur. Ingibjörg Ólafsdóttir Hunangsterta 100 gr síróp 125 gr hveiti 50 gr sykur 1 tsk natron 1 msk súrmjólk 2 egg 1 tsk engifer 1 tsk kanill 1 kardimommur ½ salt Aðferð: Þeytið síróp, egg og sykur vel saman. Bætið þurrefnum út í og síðast súrmjólkinni. Setjið í ofn- skúffu með bökunarpappír og bakið. Rúllið kökunni upp með góðu smjörkremi (sjá uppskrift af mömmukökum) þegar hún er orðin köld.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.