Feykir - 23.11.2016, Blaðsíða 30
2 01 63 0
Sólveig Birna fór til Afríku til að sinna sjálfboðaliðastörfum
Fyrir skömmu sögðum
við frá veru Sólveigar
Birnu Halldórsdóttur í
Suður-Afríku þar sem hún
vinnur sem sjálfboðaliði
í barnaathvarfi. Hana
langaði til að halda litlu-jól
fyrir börnin sem fæst hafa
upplifað jól eins og við
þekkjum þau. Sólveig hafði
samband við fyrirtæki í
Skagafirði og óskaði eftir
styrkjum til að kaupa
jólagjafir handa börnunum
sem sum hver hafa aldrei
fengið á sinni ævi. Sólveig
segir að hún hafi hvarvetna
fengið góð viðbrögð ekki
síst frá einstaklingum.
Sólveig Birna er 19 ára
Skagfirðingur, dóttir Halldórs
Gestssonar og Elísabetar
Sóleyjar Stefánsdóttur sem
þekkt var fyrir skrif sín á
Innihalds.is og baráttu sína
gegn einelti. Sólveig segir
að þegar mamma hennar
lést á seinasta ári hafi hún
áttað sig á því að hún ætti að
láta drauminn rætast um að
ferðast. „Ég elska að ferðast
og ef ég fer í að bóka ferð
til útlanda er ég yfirleitt með
tvær, þrjár utanlandsferðir í
huga. Ástæðan fyrir því að ég
ákvað að fara núna, svona
ung, og áður en ég menntaði
VIÐTAL
Páll Friðriksson
mig, var held ég bara sú að
lífið er stutt og mig hefur alltaf
langað að fara í sjálfboðastarf
einhverstaðar útí heimi,“ segir
Sólveig en þær mæðgur
ræddu þessa hluti oft. Hún
segir að mamma sín hafi lengi
vitað að hana langaði að gera
þessa hluti „Ég held að hún sé
mjög stolt af mér núna,“ segir
hún íbyggin. Hún hefur dvalið
í Afríku síðan 1. september
og segist hafa kynnst sínum
bestu vinkonum til lífstíðar og
mun efalaust hitta þá aftur í
framtíðinni.
„Ég valdi sjálfboðastarf
með börnum hérna í Afríku og
þetta er besta ákvörðun lífs
míns. Vinnan byrjar kl 8:30
en þá fer ég á barnaheimili
Siyakhulisa, þar eru börn
frá aldrinum átta mánaða
til fimm ára. Sum þeirra tala
góða ensku önnur ekki. Það
sem ég geri á barnaheimilinu
er að syngja með þeim, lesa
sögu, kenna þeim stafrófið
og margt fleira. Eftir hádegi
förum við svo í prógramm
sem kallað er Ubuntu.
Krakkar koma þangað eftir
skóla, á öruggan stað, og fá
að borða og leika sér saman.
Þessir krakkar koma öll frá
mjög erfiðum heimilum. Fæst
þeirra eiga foreldra en önnur
eiga foreldra sem eiga við
áfengisvandamál að stríða
eða eru dópistar,“ segir Sól-
veig en erfiðast þykir henni að
horfa uppá sársaukann sem
hún sér hjá krökkunum. „Mörg
þeirra eiga foreldra sem berja
og meiða börnin sín, og það
er svo lítið sem maður getur
gert. Maður vill geta gert allt
til að hjálpa þeim en það er
erfiðara en það hljómar. En
þá geta þessir krakkar komið
í Ubuntu á öruggan stað,
fengið sér að borða og leikið
sér saman.“
Hverfið sem Sólveig vinnur
í heitir Masiphumelele. Hún
segir að þar hjálpist allir að,
skiptist á fötum og mat og
deili því sem þeir eiga. „Þetta
hverfi er rosalega fátækt
og búið til úr málmplötum
og litlum tréspýtum. Fyrir
nokkrum vikum brann lítið
hús hérna í hverfinu sem
15 fjölskyldur bjuggu í og
bókstaflega allt brann. Þá
komu nágrannarnir til hjálpar
og leyfðu þeim að búa hjá
sér. Við sjálfboðaliðarnir
gáfum þeim föt og aðrir mat.
Þetta er dæmi um hvernig
fólkið í Masiphumelele tekur
á hlutunum. Hverfið getur
einnig verið mjög hættulegt
fyrir okkur sem ekki búum í
því. Íbúarnir líta á okkur sem
ríkt fólk og fylgist með ef við
erum með síma eða peninga
og þeir hlaupa á eftir því.
Þess vegna verður maður að
passa allt mjög vel,“ segir
Sólveig Birna að lokum.
Sólveig Birna á ströndinni með krökkum frá Ubuntu. MYND: ÚR EINKASAFNI
Heldur litlu-jól fyrir fátæk börn
Eins og segir í inngangi greinarinnar hafði
Sólveig samband við fyrirtæki í Skagafirði og
óskaði eftir styrkjum til að kaupa jólagjafir
handa börnunum. Einnig vakti frétt á Feyki
sterk viðbrögð einstaklinga sem vildu taka
þátt í verkefninu. „Söfnunin gekk mjög
vel. Margt fólk sem ég þekkti ekkert hafði
samband við mig og vildi styrkja, sem mér
þykir svo rosalega vænt um. Við munum
halda litlu jólin 24. nóvember og ætlum
að bjóða öllum krökkunum sem hafa
verið að mæta í prógrammið í Ubuntu. Við
munum syngja jólalög og borða smákökur
sem sjálfboðaliðarnir baka og svo opnum
við jólagjafirnar. Og þökk sé öllum þeim
Íslendingunum sem styrktu verkefnið, munu
krakkarnir fá jólagjafir.“
Þennan sama dag mun Sólveig kveðja
börnin og samstarfsfólkið þar sem hún fer
til Jóhannesarborgar í annað sjálfboðastarf
en þá með dýrum. Hún segist kveðja með
söknuði krakkana í Ubuntu en um leið er hún
spennt fyrir nýju ævintýri. „Svo kem ég heim á
Sauðárkrók korter í jól eða 20. desember.“
Litlu jólin í Ubuntu
Guðrún á Mælifelli heldur
áfram að rifja upp gamla tíma
Á meðan ég man – atburðir ævi minnar, 2. bindi
„FRÁ BARNSALDRI
HEFI ég ætlað að rita
minningar mínar og
þess vegna geymt öll
mín bréf og önnur
skjöl. Það var líka
vani heima í Ási
við Sólvallagötu að
varðveita gögn. Þar
átti afi líka heima hjá okkur
fjölskyldunni, jafnvel við hjá
honum fyrst í stað, en hann
var fyrsti tengiliður minn
við Skagafjörðinn, fæddur í
Glæsibæ í Víkurtorfu og alinn
upp á Neðra Ási í Hjaltadal.
Sigurbjörn Á. Gíslason hét
hann og voru foreldrar hans af
gömlum skagfirskum ættum,“
segir Guðrún L. Ásgeirsdóttir
fyrrum maddama á Mælifelli
í Lýtingsstaðarhreppi. Hún
sendir frá sér
annað bindið af
æviminningum
sínum fyrir þessi jól.
Í þessu bindi
tekur prestsetrið
þeirra Guðrúnar og
Ágústs Sigurðssonar
fyrrum prests á
Mælifelli í Skagafirði stóran
hluta af rýminu, en í lokin
segir frá árum fjölskyldunnar
í Húsi Jóns Sigurðssonar í
Kaupmannahöfn.
Bókin er eingöngu seld
hjá höfundi, en í Skagafirði
á jólamarkaði Kvenfélags
Lýtingsstaðahrepps í Árgarði
sunnudaginn 4. desember.
Bókin er 272 bls. og hana
prýða á þriðja hundrað
myndir, flest litmyndir.
10 ára útgáfuafmæli
Gísli Þór með safnljóðabók
UM ÞESSAR MUNDIR fagnar
Gísli Þór Ólafsson 10 ára
útgáfuafmæli, en hans fyrsta
ljóðabók, Harmonikkublús,
kom út árið 2006. Í kjölfarið
komu út fjórar ljóðabækur
og fjórir hljómdiskar. Í
bókinni,sem nefnist Safnljóð
2006-2016, er úrval ljóða
og texta úr bókunum og af
hjómdiskunum.
„Í tilefni af afmælinu og
útgáfunni, er söfnun í gangi
á karolinafund.com, en þar
má styðja verkefnið og fá bók
í staðinn. Einnig eru allar
bækurnar í boði, sem og allar
bækurnar og allir diskarnir,“
segir Gísli en verkefnið má
kynna sér betur á https://www.
karolinafund.com/project/
view/1567
Ljóð úr fyrstu bók Gísla,
Harmonikkublús:
Ást á suðurpólnum
Hve oft
ætli mörgæsir
hafi séð þig
sveitta ofan á mér
er við nutum ásta
á suðurpólnum
í engu nema vettlingum
Maggi Sig., pabbi Lellu hans
Guðmundar á Borginni, var
lærður húsasmíðameistari
og lengi verkstjóri hjá
trésmíðaverkstæði KS.
Einhverju sinni pantaði
maður á Hofsósi glugga í
hús sem hann var að byggja.
Maggi fór á staðinn og
tók mál fyrir gluggunum,
smíðaði þá og sendi yfir í
Hofsós.
Stuttu seinna kom maðurinn
inn á Krók og vatt sér
inn á verkstæðisgólf til
Magga, alveg brjálaður,
hundskammaði hann og sagði
að gluggarnir væru of litlir.
„Hvað segirðu,“ sagði Maggi
steinhissa, „og ég sem hélt að
þeir væru of stórir!“
Ein lauflétt
skagfirsk
skemmtisaga