Feykir - 23.11.2016, Blaðsíða 25
2 52 01 6
Hálsbindi úr fiskiroði
Íslenskt hráefni og hönnun
Handunnin vara
Einstök vara
jey.is
facebook: J.EY
jeyhonnun@gmail.com
Eftirlæti Aðalgötu 4 Skr.
J.EY hönnun
Endalaust fjör!
Skagfirskar skemmtisögur í fimmta sinn
FIMMTA BINDIÐ af Skag-
firskum skemmtisögum
hefur litið dagsins ljós hjá
Bókaútgáfunni Hólum.
Sem fyrr er það Skag-
firðingurinn og blaða-
maðurinn Björn Jóhann
Björnsson sem tekur
sögurnar saman. Þær
eru orðnar vel á annað þúsund í
bindunum fimm og hafa að geyma
óborganlegar sögur af Skagfirðing-
um til sjós og lands, allt frá ofanverð-
um miðöldum til dagsins í dag. Hafa
bækurnar hlotið fádæma viðtökur
um allt land, ekki bara í Skagafirði,
og verið ofarlega á metsölu-
listum bókaverslana.
Að þessu sinni eru um 200
sögur héðan og þaðan úr
Skagafirði, allt frá Fljótum
í norðri til Akrahrepps í
suðri. Króksarar fyrr og
nú koma mikið við sögu,
sem og Hofsósingar og
nærsveitamenn. Sagt er frá ævin-
týralegum hestaviðskiptum við
Stebba á Keldulandi og birt smá-
sagan Raunir á Reyðarskeri.
Í blaðinu er að finna hér og hvar
sögur úr bókinni sem höfundur
veitti góðfúslegt leyfi til að birta. /PF
Afmælisgestir studdu við útgáfuna
Flygildi er ljóðabók eftir Móheiði Hlíf Geirlaugsdóttur
MÓHEIÐUR HLÍF Geirlaugsdóttir
hefur sent frá sér sína fyrstu ljóða-
bók, Flygildi. Móheiður er dóttir
Geirlaugs Magnússonar skálds sem
kenndi við FNV á Sauðárkróki í
rúm 20 ár. Hún dvaldi því oft á
Sauðárkróki hjá föður sínum. „Ég
hugsa oft til pabba og hann verður
alltaf hluti af mér,“ sagði hún, þegar
blaðamaður Feykis sló á þráðinn til
hennar.
Móheiður segist hafa ort ljóð frá
unga aldri. „Þetta eru að hluta til ljóð
sem ég átti og var búin að dútla við
lengi,“ segir Móheiður, aðspurð um
tilurð bókarinnar. „Þetta eru frekar
persónuleg ljóð Ég ætlaði ekkert
endilega að gefa þau út en svo var ég
hvött til þess og sló til, segir hún, en í
stórafmæli, sem hún hélt nýlega upp
á, voru gjafir afþakkaðar, en gestir
gátu stutt við útgáfu bókarinnar. /KSE
SAUÐÁRKRÓKUR
litla fjallið var okkar
svo óendanlega stórt þegar
litla höndin mín
passaði svo vel í þína stóru
örugg gengum við upp
til að sjá allan heiminn
í einu þorpi
gekkstu með mér upp
þar sem hinir dauðu voru nær himnum
og við nær hröfnunum
Móheiður ásamt Geirlaugi pabba sínum.
Bjart er yfir bænum undir Nöfum
bregður ljósi á ísilagða gljá.
Gömul minning grafin máðum stöfum
gengnar myndir aftur fara á stjá.
Gatan okkar gæfu lagði inn
góðir vinir léku sérhvern dag.
Á aðventunni eftirsjá ég finn
allt er nú með öðruvísi brag.
Dagar stuttir dregur senn að óttu
daprast sýn á það sem þegar höfum.
Lýsir okkur leið á dimmri nóttu
ljósakross á snæviþöktum Nöfum.
Guðmundur Sveinsson
Þankabrot á aðventu
Gullkorn barnanna í Tröllaborg – Sjá nánar á bls. 33
Lítil stúlka stóð á stól í
leikskólanum og sagði:
Ég stend á Guði
Leikskólakennarinn:
Af hverju segir þú það?
S: Nú hann er allstaðar.
Þegar fjögurra ára drengur
kom heim af leikskólanum
spurði pabbi hans:
Hvað varstu að gera á
leikskólanum í dag?
D: Ég fór út þrisvar sinnum.
P: Gerðirðu eitthvað fleira?
D: Já ég fór þrisvar sinnum inn.
„Ég stend á Guði“
Gleymdu ekki
hárinu
fyrir jólin
Er farin að taka niður tímapantanir fyrir jól
Fjölbreytt úrval af gæða hársnyrtivörum
í harða pakkann á góðu verði.
Útbý gjafabréf að vali hvers og eins.
Verid velkomin
Hrönn
Kúnst óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar
á komandi ári, með þökk fyrir viðskiptin í 26 ár.AÐALGATA 9 - S: 453 5131