Feykir - 23.11.2016, Blaðsíða 3
32 01 6
Það breyttist margt við fæðingu Jesú Krists.
Jólin eru um komu hans í þennan heim og
kristin jól eru allra. Mér er saga ofarlega í
huga núna þegar jólin nálgast. Hún er líka
hugvekja og er á þessa leið.
Maður einn hét því algenga nafni Jakob og
hann var vitur maður, enginn var eins vitur og
hann sagði fólk. Jakob gat ráðið
gátur og hvers konar kenningar
með stærðfræði og ráðið allskonar
leyndardóma. Hann hafði lesið
margar merkilegar bækur og átti
reyndar mikið safn bóka, sagði
fólk. Og jafnvel skrifað þó nokkrar
bækur sjálfur. Jakob var dáður og
virtur. Margir komu um langan
veg til að leita ráða hjá honum
eða spyrja hann spurninga um
hin ýmsu málefni. Jakob gat leyst
úr öllum gátum og hann vissi öll
svörin sama hver spurningin var.
-Þar til einn dag að lítil stúlka kom til hans, hún
leit upp til hans og hann beygði sig niður að
henni og hún sagði: „Ég er með spurningu sem
enginn hefur enn getað svarað. Mér var sagt að
koma til þín, þú átt að geta svarað öllu.“ Jakob
brosti og sagði: „Hver er spurning þín?“
„Hvernig lítur Guð út?“ sagði þá litla stúlkan.
Jakob gat ekki svarað henni en lofaði að finna
svarið þótt hann yrði að fara um alla jörðina
þvera og endilanga.
Hann afboðaði allar heimsóknir og fundi, hætti
öllum rannsóknum, lokaði stofu sinni og húsi
og hélt af stað út í heim með nokkrar bækur og
landabréf. Hann var staðráðinn í að komast að
því hvernig Guð liti út. Hann hugsaði með sér af
hverju þessi spurning hefði ekki komið upp fyrr.
Hafði hann virkilega aldrei velt því fyrir sér
hvernig Guð liti út. Guð er Guð þannig hafði
hann alltaf hugsað það og þar við sat. Spurning
litlu stúlkunnar greip huga hans. Jakob fann að
hann mundi aldrei verða sáttur með sjálfum sér
nema hann fyndi svarið. Jakob fékk sér
hjálparmann, aðstoðarmann og farskjóta og
vistir og annað sem þurfti í langt ferðalag.
Hann fór til Mesopótamíu sem er í Vestur -Asíu,
landsvæði milli tveggja stórfljóta þeirra Efrat
og Tigris. Þar leitaði hann uppi mestu fræði-
mennina sem þar var að finna. Þeir voru að
vísu mjög áhugasamir um spurningu hans en
enginn þeirra gat svarað henni. Jakob fór til
Babylóníu helstu borgar Mesopótamíu og þar
leitaði hann í þeirri stóru borg að einhverjum
sem gæti hjálpað honum. Babylónía átti sitt
velmegunarskeið og sína gullöld, sá tími átti
allan hug fólksins, þar gat heldur enginn svarað
honum. Jakob fór líka til Haran sem er borg í
efri Mesopótamíu þar sem núna er Tyrkland.
Haran var mikil verslunarborg á leiðinni austur
vestur en borgin var staðsett milli fljótsins Tigris
og Miðjarðarhafsins sem er jú austur af Tigris.
Þar hlaut einhver að hafa heyrt eitthvað eða
haft spurnir af því hvernig Guð
liti út. Borgin var þó í alfaraleið.
En allt kom fyrir ekki, enginn gat
svarað spurningunni sem hafði
gripið huga Jakobs. Hann fór til
Ninevah borgar sem staðsett var í
landi sem nú er Írak. Jakob hafði
heyrt um mikilfeng þeirrar borgar
og hann fór líka til Nuzi borgar
sem einnig var í Írak. Jakob hafði
heyrt um gamlan fræðimann sem
fundið hafði þar í jörðu
merkilegar töflur eða plötur úr
leir sem á voru letraðar
dularfullar sögur. Jakob og fræðimaðurinn
gamli lögðust yfir töflurnar en fundu ekkert
sem gat svarað spurningunni um Guð, hvernig
hann liti út.
Að lokum fór Jakob til borgarinnar Jerikó sem
var sögð elsta borg í heimi staðsett við ána
Jórdan í Ísrael. Þar fann hann gamla konu sem
kunni sitthvað fyrir sér í stjörnufræði. Hún
sagði honum frá skærri stjörnu sem væri
staðsett beint yfir lítilli borg suðvestur af Jerikó.
Jakob fylltist áhuga þegar gamla konan sagði
nafnið á borginni. Hann hafði heyrt um
Betlehem, borg Davíðs og að því hafði verið
spáð að þar mundi fæðast sérstakur gestur í
þennan heim. Jakob fór strax af stað ásamt
hjálparmanni sínum til Betlehems, þó það væri
áliðið dags og komið kvöld en stjörnunnar lýstu
upp himinhvolfið. Og eins og konan hafði sagt
var ein stjarna sérstaklega skær. „Förum þang-
að sem hún er,“ sagði Jakob við hjálparmann
sinn. Þeir fóru upp hæð og niður í dal. Í dalnum
voru hellar í klettaveggjum þar sem borgarbúar
geymdu kvikfénað sinn. Þar var stjarnan
skærust beint yfir einum hellinum. Jakob fór af
farskjóta sínum og hljóp við fót að munna
hellisins, hann beygði sig og leit inn. Þar voru
kona og maður við fóðurstall eða jötu og í henni
lá nýfætt barn. Konan horfði á Jakob, hún
brosti og sagði: ,,Velkominn ókunni maður,
komdu inn til okkar og sjáðu hvernig Guð lítur
út”.
Sr. Sveinbjörn Einarsson
Sr. Sveinbjörn Einarsson
Sóknarprestur í Blönduóskirkju
Hvernig Guð lítur út
ÚTGEFANDI
Nýprent ehf. Sauðárkróki
Sími 455 7176, feykir@feykir.is
RITSTJÓRI & ÁBM.
Páll Friðrikssn
palli@feykir.is
BLAÐAMAÐUR
Kristin Sigurrós Einarsdóttir
kristin@feykir.is
LAUSAPENNAR
Óli Arnar Brynjarsson
oli@feykir.is
FORSÍÐUMYND
Óli Arnar Brynjarsson
AUGLÝSINGASÖFNUN
Sigríður Garðarsdóttir
UMBROT & PRENTUN
Nýprent ehf.
Jólablaðið er prentað
í 3600 eintökum og er
dreift frítt í öll hús í
Skagafirði og í Húna-
vatnssýslum.
20
16
Jólin koma...
Lovísa Heiðrún
Sauðárkróki
... þegar jólaljós sveita Skagafjarðar lýsa upp
leiðina heim á Melstað á aðfangadag. Dýrindis
bröns borinn á borð í hádeginu ásamt möndlu-
graut, síðast en ekki síst þegar þegar dýrin hafa
fengið seinni „jóla“gjöf á aðfangadagskvöld
áður en klukkurnar hringja inn jólin.
Hildur Þóra Magnúsdóttir
Ríp Skagafirði
... þegar tvíreykta hangilærið er komið á
krókinn í eldhúsinu. Á okkar heimili elska
allir að skera sér flís og flís af lærinu alla
aðventuna. Annars hringja kirkjuklukkur inn
jólin á okkar heimili eins og mörgum klukkan
sex á aðfangadag.
Jólin mín
Þuríður Þorbergsdóttir Glaumbæ í Skagafirði
„Ef ég nenni“ besta jólalagið
Jólin eru... hinn dá-
samlegi tími, þegar
fjölskyldan safnast
saman, gleðst og
fagnar.
Hvað kemur þér í
jólaskap?
Það sem kemur mér
í jólaskap er ilmur
af kanil og eplum,
söng æfingar fyrir
aðventu og jól og svo
bökunarilmur.
Hvað er besta jóla-
lagið? Besta jólalagið
er, Ef ég nenni, með
Helga Björns. Ekki
biðja mig að útskýra
það nánar, skil það
ekki sjálf.
Hvað finnst þér
ómissandi að gera
yfir hátíðarnar?
Um hátíðirnar finnst
mér ómissandi að
mæta í messur,
syngja jólasálma,
hitta fjölskylduna og
drekka heitt súkku-
laði.
Hvaða langar þig í
jólagjöf? Mig langar
ekki í neitt í jólagjöf
(elsku fjölskylda,
ekki taka þetta svar
alvarlega).
Bakar þú fyrir jólin?
Ég baka alltaf fyrir
jólin, mismikið, en
alltaf svolítið.
Hver er uppáhalds-
smákökusortin þín?
Ég á ekki beinlínis
uppáhalds smáköku-
sort, en baka alltaf
mikið af smartíssmá-
kökum, uppskriftin
er á pokanum sem
litlu smartísin eru
seld í, ég tvöfalda hins
vegar uppskriftina
en set bara einfalt af
smartísinu og súkku-
laðinu. Þetta geymi
ég í græna bauknum
frá mömmu minni og
það er yfirleitt fyrsta
verk lítilla handa að
gá hvort eitthvað sé í
bauknum.
Sigrún Svansdóttir
Skeiðsfossi
... þegar vinir og vandamenn mæta í skötu á
Þorláksmessu en þegar messan byrjar klukkan
sex á aðfangadag þá eru þau endanlega komin.
Þá finnst mér friður og ró færast yfir alla.
Sólveig Pétursdóttir
Hofsósi
... klukkan sex á aðfangadagskvöld. Við fjöl-
skyldan mætum til messu í kirkjuna okkar og
helgi jólanna tekur yfir.
Anna Margrét Valgeirsd.
Blönduósi
... þegar ég stend við eldavélina og hræri í
sósunni og heyri klukkurnar hringja inn jólin
á Rás 1. Erling að blanda ölið og Jóhanna að
kveikja á kertunum. [Anna er til vinstri á mynd]