Feykir - 23.11.2016, Blaðsíða 28
2 01 62 8
Í kringum 1980 brugðu
kaupmenn á Króknum á
það ráð að loka Aðalgötunni
fyrir umferð bíla á Þorláks-
messu og gera götuna að
göngugötu. Þetta glæddi
verslun, jólastemningin varð
allsráðandi og Króksarar og
nærsveitamenn fjölmenntu á
Aðalgötuna.
Sennilega hefur það verið
1978 eða 1979 sem kaupmenn
vildu sjá jólasveina á vappi
á götunni. Þeir Grýlusynir
voru uppteknir og því varð
að fá öfluga aðila til að hlaupa
í skarðið og auð-vitað voru
Skátarnir ávallt viðbúnir. Mig
minnir að Óli Björn Kárason,
nýkjörinn þingmaður í dag,
hafi verið foringi jólasveina
þennan Þorláksmessudag og
skipulagði jólasveinavaktir.
Í skátunum eins og ýmsu
öðru félagsstarfi var bakarís-
fjölskyldan í fararbroddi;
Gunni Guðjóns félagsforingi
og þeir bræður Óli Björn og
Andri Kárasynir kraftmiklir
foringjar.
Við jafnaldrarnir, ég og Sverrir
Björn Björnsson og Helgu
Sigurbjörns, vorum settir
saman á jólasveinavakt. Með
fulla strigapoka af eplum og
ýmiskonar leikföngum vorum
við sendir af stað úr Gúttó
niður á Aðalgötu. Við örkuðum
af stað og fljótlega var barna-
skarinn farinn að hópast að
sveinunum. Við tókum okkur
stöðu sunnarlega á götunni
rétt utan við Matvörubúðina
og til móts við Hótel Mælifell.
Þarna vorum við á góðum
stað nálægt fjölda búða og við
veitingastaðinn. Götunni hafði
verið lokað suður við kirkjuna
og þar streymdi fólk að.
Verslanir við
Aðalgötuna
Syðsta búðin í götunni var
gamla Drangey eða Aðalgata
4. Eftir að Siggi í Drangey
Jólasveinar í Gúttó og
búðirnar í Gamla bænum
TEXTI
Páll Snævar Brynjarsson
TEIKNING
Óli Arnar Brynjarsson
Páll Snævar Brynjarsson rifjar upp
Fljótlega uppúr 1970 var
að nýju blásið lífi í skátastarf
á Sauðárkróki. Ýmsir
lögðu gjörva hönd á plóg
og fjölmargir krakkar og ungmenni störfuðu í
skátunum. Fljótlega fengu skátarnir Gúttó, gamla
félagsheimili Góðtemplarareglunnar, til afnota.
Þar þurfti að laga ýmislegt til og var iðulega
farið í einhverjar fjáraflanir til að kosta starfsemi
skátafélagsins eða nota í lagfæringar á Gúttó.
féll frá um 1970 höfðu ýmsir
starfrækt verslun í húsinu.
Ég man eftir úrsmið sem var
með verslun sem seldi úr og
skartgripi, Hegri var þarna um
tíma og seldi byggingavörur
og leikföng en þangað fór
maður fjölda ferða til að
versla tindáta
,sem reyndar
voru úr plasti, og
átti orðið heilu
herdei ldirnar.
Hvort Hegri var
þarna ennþá,
eða Magga Bassa
farin að selja föt,
man ég ekki en
allavega var búð í
húsinu.
Fyrir utan Drang-
ey var Búbbi, eða
Verslunin Vísir
eins og búðin
hét formlega, en
menn fóru til
Búbba en ekki
í Vísi. Búbbi
seldi matvöru og
ýmsan smávarning. Hann var
með skrifstofu inn af búðinni
og voru nokkur þrep úr
búðinni upp í skrifstofuna. Við
strákarnir fórum flesta daga
á Gagnfræðaskólaárunum
til Búbba og keyptum kók
og prins. Það var ótrúlegt
hve margir rúmuðust inni í
búðinni og Búbbi tók okkur
af einskærri ljúfmennsku.
Ég man einu sinni eftir því
að það þykknaði aðeins í
Búbba. Þegar við komum inn
í búðina stóðu yfir rökræður
um símanúmer búðarinnar.
Þar var ágætur ytribæingur,
örlítið eldri en við félagarnir
úr 65-árganginum, að fullyrða
við Búbba að símanúmerið hjá
honum væri 514. Búbbi benti
honum á að á hurð búðar-
innar stæði
að númerið
væri 5140, en
kappinn neitaði
að gefast upp og
sagði: „Sighvatur
kennari segir
að núll sé ekki
neitt og þá hlýtur
númerið að vera
514.“
Á móti Búbba
var Aðalgata 5
þar sem Fríða
Ásgríms verslaði
með fatnað og
ve f n a ð ar vör u
og með henni í
búðinni var Inga,
kona Guttorms
Ó s k ar s - s on ar
gjaldkera hjá KS. Fríða
var gift Ásgrími skreðara
sem lengi var húsvörður í
gamla barnaskólanum við
Freyjugötu. Ásgrímur var
mikill skapmaður og auðvelt
að ná honum á flug. Um það
leyti sem Brynjar bóksali
var búinn að kaupa gamla
læknishúsið sem stóð við
Suðurgötu 1 og flutt var í
Skógargötuna til að rýma fyrir
nýrri bókabúð, átti hann leið
framhjá Ásgrími sem var úti í
garði að bardúsa. Hann kallaði
í Ásgrím og spurði hvort það
væri ekki í lagi að láta höggva
tvö tíu metra tré sem voru
í garðinum svo auðveldara
yrði að flytja húsið upp í
Skógargötuna. Skreðarinn
brást hinn versti við, las
bóksalanum pistilinn, sagði að
hann væri alltaf sama fíflið og
strunsaði síðan inn. Daginn
eftir kom hann í bókabúðina
og gekk beint að bóksalanum
og sagði: „Varstu að espa mig
upp ... asninn þinn?“ Nú er
búið að fjarlægja hús Ásgríms
og Fríðu – bóksalinn kom þar
þó hvergi nærri.
Fyrir utan búðina hennar
Fríðu var bakaríið og þar
réði Guðjón ennþá ríkjum
og búinn að baka í hátt í 50
ár. Þó svo að Guðjón hafi
ráðið í bakaríinu finnst mér
líklegt að Ólína kona hans hafi
ráðið á efri hæðinni. Á móti
bakaríinu var Matvörðubúðin.
Kristján Skarphéðinsson var
kaupmaðurinn og hafði það
fyrir sið að halla sér fram á
frystikistuna og fylgjast með
mannlífinu á Aðalgötunni.
Fyrir utan að reka búðina
var Kristján einn allra besti
leikarinn á Króknum.
Undirritaður man eftir því að
hafa sex ára gamall, vorið 1971,
farið í Bifröst og séð Kristján
leika Skugga-Svein. Við sem
yngst vorum sátum á kollum
alveg við sviðið og ég man
ennþá hvað mér brá óskaplega
þegar Skugga-Sveinn vaknaði
upp af martröð og rak upp
skaðræðisóp svo undir tók í
salnum. Það tók langan tíma
að ná að sofna á Hólmagrund
19 þetta kvöld. Sennilega
var það á annarri sýningu
þetta vor sem Skugga-Sveinn
mismælti sig og sagði við Ketil
skræk, sem leikinn var af Jóni
Ormari: „Réttu mér ketilinn
Atgeir,“ og Jón skellti uppúr.
„
Þar var ágætur
ytribæingur, örlítið
eldri en við félagarnir
úr 65-árganginum,
að fullyrða við Búbba
að símanúmerið
hjá honum væri
514. Búbbi benti
honum á að á hurð
búðarinnar stæði að
númerið væri 5140,
en kappinn neitaði
að gefast upp...