Ægir - 01.01.2018, Side 6
6
Við lifum á tímum mikils hraða og opnari samfélagsumræðu en oft
áður þar sem eru samfélagsmiðlar og tölvutengingar sem gera fólki
kleift að fylgjast með í fjarlægum heimshornum. Í beinni útsend-
ingu – ef því er að skipta. Upplýsingaöld er þetta stundum kallað en
það er líka umhugsunarefni hvort fólk sé almennt upplýstara í um-
ræðunni miðað við hversu aðgengi að upplýsingum er auðvelt nú
til dags. Stundum virðast mál komast í hæstu hæðir í samfélags-
miðlaumræðunni og jafnvel í virtum fjölmiðlum sem ekki byggja á
staðreyndum og aðgengilegum og réttum upplýsingum.
Við erum örríki í heimsmyndinni. Smæðin gerir að verkum að
ekki þarf mikið að gerast í neiðkvæðri umræðu um ímynd Íslands til
að við finnum áhrifin á eigin skinni. En að sama skapi þarf lítið að
gerast til að njótum strax þegar eitthvað gerist jákvætt sem tengist
ímynd Íslands. Sú ferðaþjónustubylgja sem gengur nú yfir er gott
dæmi um þetta. Hún er ekki bara til komin vegna einstakra auglýs-
inga markaðsfyrirtækja í ferðaþjónustu. Straumur ferðamanna verð-
ur ekki heldur rökstuddur með hagstæðu gengi íslensku krónunnar
þó vera kunni að þannig hafi háttað til um tíma. Miklu fleira kemur
til. Smæðin gerir okkur einmitt áhugaverð, hin norðlæga lítt snerta
náttúra, hreinleikinn, loftslagið og þannig má lengi telja. Og svo
auðvitað er full ástæða til að tala um Björk, frú Vigdísi, Halldór Lax-
ness, Íslendingasögurnar og nú íslenska landsliðið í fótbolta – svo
tekin sé dæmi af handahófi. Kannski heillast einhverjir af því að Ís-
land hafi komist á fætur eftir hið fræga efnahagshrun en vera kann
að það séu líka allmargir sem töldu okkur ekki hafa kunnað fótum
okkar forráð á þeim árum.
En því er ástæða til að velta vöngum yfir þessu í blaði um sjávar-
útveg? Jú, vegna þess að meira og minna allt þetta má yfirfæra á
sjávarútveginn. Ímynd íslenska sjávarútvegsins er viðkvæmt fjör-
egg. Hin gjöfulu fiskimið okkar eru hvergi nærri sjálfsögð. Sem bet-
ur fer er nú bylgja umræðu um plastmengun í höfum komin af stað
á heimsvísu og áhrifamáttur samfélagsmiðla í þeirri baráttu er mik-
ill. Þá getur okkur Íslendingum reynst dýrmætt að geta bent á stað-
reyndir um hreinleika okkar fiskimiða og t.d. nýja skýrslu Matís um
öryggi og heilnæmi íslenskra sjávarafurða. Og ekki síður skiptir máli
að halda því alltaf á lofti út á við hvernig við sjálf lítum á þessa at-
vinnugrein okkar og hvernig við sjálf viljum umgangast hana og
hugsa til framtíðar. Við vitum af reynslunni að sjálfbærni fiskistofna
skiptir okkur öllu máli. Þá kröfu gera neytendur í vaxandi mæli út
um heim.
Hvert sem litið er í sjávarútvegi eru tækifæri og þau felast ekki
hvað síst í smæð okkar með þau gæði sem við höfum í höndunum.
Upplýsingahraðinn gerir okkur stærrri í heildarsamhenginu en
leggur líka ennþá ríkari skyldur á okkar herðar að gæta fjöreggsins.
Ímyndin skiptir máli.
Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar
Skiptir ímyndin máli?
R
itstjórn
a
rp
istilll
Vökvakerfislausnir
Vökvadælur, vökvamótorar
og stjórnbúnaður
Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
www.danfoss.is
Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður
er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu
skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar
hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum
sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan
og skilvirkan búnað.
Út gef andi:
Athygli ehf. ISSN 0001-9038
Rit stjórn:
Athygli ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri.
Rit stjór i:
Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.)
Sími 515-5220. GSM 899-9865.
Net fang: johann@athygli.is
Aug lýs ing ar:
Augljós miðlun.
GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is
Suðurlandsbraut 30. Reykjavík.
Hönnun & umbrot:
Athygli ehf.
Suðurlandsbraut 30. Reykjavík.
Sími 515-5200.
Á skrift:
Hálfsársáskrift að Ægi kostar 6400 kr.
Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205
ÆG IR kem ur út 10-11 sinn um á ári.
Eft ir prent un og ívitn un er heim il,
sé heim ild ar get ið.