Ægir - 01.01.2018, Blaðsíða 13
13
halda aflanum kældum heldur
kemur hann fullkældur í mínus
0,8 gráður úr vinnslurásinni á
milliþilfarinu og lestin viðheld-
ur þeirri kælingu aflans út veiði-
ferðina.
Njóta góðs af reynslunni í Engey
Eins og áður segir verða allir
nýju togararnir þrír hjá HB
Granda útfærðir með þessum
sama hætti og fyrsta skipið var
Engey RE 91 sem hefur verið að
veiðum frá því í sumar og
gengið vel. Eiríkur segir að þó
séu nokkrar breytingar gerðar í
búnaðinum í Akurey út frá
þeirri reynslu sem fengist hafi í
Engey þessa mánuði. Í aðalat-
riðum sé þó allt með sama
sniði.
„Heildarútfærslan og hug-
myndafræðin er nákvæmlega
sú sama hér um borð hjá okkur
og í Engey. Stærsti munurinn
liggur kannski í því að við fáum
nýja gerð af svokölluðu blæð-
ingarhjóli en frumgerð þess
búnaðar var sett í Engey og
verður væntanlega skipt út
þegar þar að kemur. En að öðru
leyti eru þetta minniháttar
breytingar sem allar miða að
því að gera þetta kerfi í heild
sinni ennþá gangöruggara. Við
njótum góðs af þeirri reynslu
sem komin er um borð í Eng-
ey,“ segir Eiríkur.
Svo tilraun sé gerð til að lýsa
ferlinu í vinnslunni á milliþilfar-
inu þá kemur fiskurinn úr mót-
töku og fer þaðan inn á færi-
band að blóðgunarborðum. Eft-
ir blóðgun og slægingu fer
hann síðan áfram í flokkara sem
byggir á rafeindagreiningu á
hverjum fiski. Með þessum
hætti er fiskurinn bæði teg-
Hér má sjá í aftasta hluta vinnsluþilfarsins, þ.e. vinstra megin er aðgerðar- og slægingaraðstaðan en hægra
megin sést næst á myndinni í karfaflokkara, síðan sést í blæðingarhjólin og fjærst á myndinni er búnaður sem
rafrænt metur hvern einasta fisk og greinir í tegund og stærð.
Lokaáfanginn í niðursetningu búnaðarins var prófanaferli með fiski í gegnum allan vinnsluferilinn um borð.
Eftir það hélt Akurey til Reykjavíkur og síðan í fyrstu veiðiferð.
Fimm kör eru í hverri stæðu í lestinni og þær ganga sjálfvirkt á braut-
um. Kerfið færir kerin upp á milliþilfar til hleðslu og til verðu ný stæða
með fiski. Hér þarf mannshöndin hvergi að koma að.
Það er óhætt að segja að vel þurfi að nýta rýmið á millidekkinu til að
koma öllum tækjum og tólum fyrir. Hvað þetta varðar eru þessi fersk-
fiskskip sem nú eru að koma í flotann mun líkari frystiskipum.