Ægir - 01.01.2018, Page 24
24
Nýr vistvænn Stormur
á söluskrá
Línu- og netabáturinn Stormur
kom til landsins laust fyrir jól
frá Póllandi en skipið er í eigu
Storm Seafood í Hafnarfirði.
Segja má að Stormur sé ný-
smíði en skipið er byggt á byggt
á skrokki sem keyptur var frá
Nýfundnalandi og var í breyt-
ingum í Gdansk í Póllandi í um
tvö ár. Skipið er með rafknúna
skrúfu, „dísel electric“ og dreg-
ur línuna í gegnum síðuna.
Hvort tveggja er nýjung í út-
gerð íslenskra línubáta, en
þekkt annars staðar í heimin-
um.
Útgerðin hættir
Fyrirtækið hefur hætt útgerð og
fiskvinnslu og er báturinn til
sölu og hefur aflahlutdeild fyrir-
tækisins verið seld til Skinneyj-
ar-Þinganess á Höfn í Horna-
firði.
Skrokkur skipsins var upp-
haflega 23 metrar að lengd en
var lengdur um 22 metra. Hann
er því tæplega 46 metrar að
lengd og 9,2 m á breidd. Skipið
er 680 tonn.
„Þetta var bara skrokkur en
er nú orðið alvöru skip. Vist-
vænn alvöru barkur,“ segir Axel
• Stærð skipsins er 45 x 9,2 metrar
• Skipið er búið bæði til veiða á línu og net
• Bæði er hægt að vera á ferskfiski og frysta aflann um borð
• Frystigeta er 24 tonn á sólarhring
• Vinnsludekk er 175 fermetrar
• Hægt er að koma fyrir búnaði til hausunar og slægingar,
flökunar eða meðferðar á ferskum fiski
• Beitugeymsla tekur 30 tonn og má nota sem netageymslu á
netaveiðum
• Lest tekur allt að 140 tonn af ferskum fiski í körum eða 350-
410 tonn af frystum afurðum
• Skipið er búið þremur Caterpillar„Diesel Electric“ 465
kílóvatta aðalvélum
• Becker stýrisbúnaður
• 200 KW Scana Volda bógskrúfur
• 2 Iron Fist þilfarskranar
• Mustad línubeitningarvél fyrir 63.000 króka
• Delitek dráttarkerfi
• Íbúðir eru fyrir 20 manns með góðum aðbúnaði, líkamsrækt
og gufubað
• Siglinga- og fiskileitatæki eru frá Furuno, Simrad, Maxsea,
JRC, Sailor, Gill, Seatel og Vingtor
Stormur í aðalatriðum
Skrokkur Storms var upphaflega 23 metrar en var tvöfaldaður að lengd og er skipið nú tæplega 46 metra langt.
N
ý
sk
ip