Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2018, Page 27

Ægir - 01.01.2018, Page 27
Kleifaberg RE er sá íslenski flakafrystitogari sem bestum árangri hefur náð undanfarin ár, þrátt fyrir að skipið sé komið vel á fimm- tugsaldurinn. Frá því Brim hf. keypti skipið fyrir 10 árum er aflinn orðinn um 90-100.000 tonn og aflaverðmætið 24 milljarðar króna. Síðustu árin hefur aflinn verið yfir 10.000 tonn á hverju ári. Veiga- mikinn hluta aflans og verðmætanna hefur skipið sótt í Barentshaf og skilað þaðan afurðum að verðmæti 4 til 5 milljarða króna. Eng- inn flakafrystitogari né ísfisktogari stendur Kleifaberginu á sporði og munar þar miklu. Eini togarinn sem hefur komið með meiri afla á land er Brimnes sem er heilfrystiskip með tvö troll. Togarinn kom nýr til lands- ins 1974. Hann hét þá Engey og var í eigu Hraðfrystistöðvarinn- ar í Reykjavík. Skipið færðist svo inn í HB Granda við sameiningu BÚR og Hraðfrystistöðvarinnar og var í eigu HB Granda til árs- ins 1997, þegar Rammi hf. á Siglufirði keypti það. Þá tók Víð- ir Jónsson við skipinu. Brim hf. keypti skipið svo árið 2007 og hefur gert það út síðan. Skip- stjóri á móti Víði nú er Árni Gunnólfsson. Allt hörkuduglegir menn „Áhöfnin sem byrjaði með mér þegar Rammi keypti skipið hef- ur verið kjarninn í áhöfninni síð- ustu 20 ár. Ég var mjög heppinn Hefur fiskað fyrir 24 millj- arða á 10 árum rætt við Viði Jónsson, skipstjóra á Kleifabergi RE 27

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.