Morgunblaðið - 06.12.2017, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 6. D E S E M B E R 2 0 1 7
Stofnað 1913 287. tölublað 105. árgangur
S T Y R K TA R F É L A G
L AMAÐ R A O G FAT L A Ð R A
U G H &
B Õ Ö G Â R
-
Sölutímabil
6. – 20. desember
18 dagartil jóla
Jólaleikir eru á
jolamjolk.is
FH: GOTT LIÐ
SEM HUNGRAR
Í ÁRANGUR
NÍU BÆKUR
KVENNA TILNEFNDAR
AFINN SEM
ER Á FERÐ OG
FLUGI Í BEINNI
FJÖRUVERÐLAUNIN 30 ORMARR SNÆBJÖRNSSON 12-13ÍÞRÓTTIR 2-3
Falleg stilla var í borginni í gær en dagurinn var bæði kaldur
og um leið afskaplega fallegur. Mannfólkið klæðir kuldann af
sér en íslenski hesturinn stendur hann af sér líkt og hann hef-
ur gert í gegnum aldirnar. Hann nýtur útiverunnar meðan sól
er á himni en nú styttist óðum í vetrarsólstöður, hápunkt
skammdegisins. Eftir það er allt í sólarátt og daginn tekur að
lengja. Þó er enn nokkuð í vætusamt vorið.
Hitinn hækkar ekki mikið á næstunni og eiga íbúar í höf-
uðborginni og í nánd við hana von á leiðinlegra veðri næstu
daga. Veðurstofa Íslands spáir vaxandi norðaustanátt og 10-
15 m/s og snjókomu í dag en úrkomulítið verður síðdegis á
morgun. Frost verður einhver staðar á bilinu 0 til 5 stig.
Fallegur vetrardagur í kulda og stillu
Morgunblaðið/RAX
Grunur leikur
á að farið sé að
nýta tæknina við
innbrot í bíla hér
á landi. Það felst
í því að merki frá
lyklum bifreiða
með lyklalaust
aðgengi er notað
til að opna þá.
Fólki ber því að
varast að skilja verðmæti eftir í bíl-
um sínum en ummerki innbrots eru
oft lítil sem engin. »6
Tæknivæddir bíl-
þjófar eru komnir á
kreik í borginni
Agnes Bragadóttir
Freyr Bjarnason
Alþingi verður kvatt saman til
fundar á fimmtudag í næstu viku,
14. desember. Ákvörðun um þetta
var tekin á fundi ríkisstjórnarinn-
ar í gær. Þar var jafnframt gengið
frá efnisatriðum fjárlagafrum-
varpsins sem verður fyrsta og
helsta mál þingsins. Afgreiða þarf
frumvarpið fyrir áramót þannig að
jólafrí þingmanna verður með
minnsta móti. Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra flytur stefnu-
ræðu ríkisstjórnarinnar að kvöldi
14. desember og verða umræður
um hana.
Að sögn Katrínar mun hin nýja
ríkisstjórn funda tvisvar í viku
fram að áramótum, því svo mörg
verkefni liggi fyrir.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
segir að í nýja fjárlagafrumvarp-
inu sé áhersla á aukin útgjöld til
heilbrigðis-, mennta- og sam-
göngumála. Hann segir að ekkert
sé fjallað um veggjöld í stjórn-
arsáttmálanum. „Við erum að víkja
frá þeirri fjármögnun og erum að
horfa til opinberrar fjármögnunar
á þeim verkefnum sem við erum í,“
segir hann.
Fjárlagafrumvarpið sam-
þykkt á ríkisstjórnarfundi
Alþingi kallað saman 14. desember Stefnuræða um kvöldið
MBjarni staðgengill Katrínar »4
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Þingfundir hefjast í næstu
viku og verður nóg að gera.
Eldra fólki fjölgar hratt og meðal-
aldur hækkar í ríkjum OECD. Við
blasir að hlutfall þeirra sem verða á
vinnualdri á móti hverjum eftir-
launaþega fer lækkandi. Þessi þró-
un mun auka verulega eftirlauna-
og lífeyrisgreiðslur.
Hér á landi var 18,1 á eftirlauna-
aldri fyrir hverja 100 vinnandi ein-
staklinga árið 1975 en sú tala er
komin upp í 23,1 eldri borgara á
móti hverjum 100 vinnandi. OECD
spáir því að árið 2050 verði fram-
færsluhlutfall aldraðra komið í 45,7
af hverjum 100 á vinnumarkaði.
»18
Þjóðir OECD eldast
og lifa lengur
„Það er eitthvað sem klikkar. Hann
fellur á milli kerfanna,“ segir Anna
Heiða Kvist, íslensk kona sem býr í
Viborg á Jótlandi, og vísar til máls
bróður síns, Brians Jakobs Camp-
bell, sem búið hefur hjá henni und-
anfarið eitt og hálft ár, landlaus að
því er virðist eftir að íslenskt bráða-
birgðavegabréf hans rann út.
Brian flutti fimm ára gamall til
Bandaríkjanna með bandarískum
föður sínum en hann fæddist á Ís-
landi árið 1978 og á íslenska móður.
Eftir andlát föður síns endaði Brian
á götunni en safnaði sér loks fyrir
flugmiða til Danmerkur þar sem
systir hans býr.
Í júlí á þessu ári var honum til-
kynnt að hann ætti ekki rétt á fram-
færslu af hálfu hins opinbera í Dan-
mörku og ætti að fara aftur heim til
Íslands. Bráðabirgðavegabréf hans
er hins vegar útrunnið og er Brian
því landlaus. Íslensk stjórnvöld telja
hann vera Bandaríkjamann en
Bandaríkin segja Brian vera íslensk-
an. Engin svör fengust um mál hans
hjá utanríkisráðuneytinu eða
dómsmálaráðuneytinu.
» 10
Án ríkisfangs í Danmörku
Brian Jakob Campbell er fæddur á Íslandi og uppalinn í
Bandaríkjunum en ekkert ríki vill veita honum vegabréf