Morgunblaðið - 06.12.2017, Síða 4

Morgunblaðið - 06.12.2017, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017 láta þó hvorki vind, né vætu eða snjó á sig fá og klippa og snyrta gróður í borginni, þó óðum stefni í dimmasta skammdegið. Ætla mætti að sumarverkin væru að baki og gróðurvinna komin í langþráð frí eftir hlýtt og og bjart sumar. Starfsmenn Reykjavíkurborgar Það er ekki seinna vænna að borgin fái örlitla jólahreingerningu enda styttist í að fyrsti jóla- sveinninn komi til byggða. Morgunblaðið/Hari Starfsmenn Reykjavíkurborgar að störfum með vélsögina Klippa og snyrta gróður borgarinnar um hávetur Í upphafi fundar borgarstjórnar Reykjavíkur í gær tilkynnti S. Björn Blöndal að hann hygðist ekki gefa kost á sér til áfram- haldandi setu í borgarstjórn að loknu núverandi kjörtímabili í vor. Björn hefur setið í borgarstjórn frá árinu 2014. Hann er formaður borgarráðs og oddviti Bjartrar framtíðar. Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, vill lítið gefa upp um það hvort hún hyggist bjóða sig fram til borgarstjórnar næsta vor. „Við erum þegar byrjuð að und- irbúa okkur fyrir baráttuna í vor en það er ekki tímabært að huga að foringjaefni í borgarstjórn strax,“ segir Björt og bætir við að hún hafi einbeitt sér að landsmálunum hing- að til. Björt segir að mikil eftirsjá verði að Birni. „Það er eftirsjá fyrir okkur í Bjartri framtíð og borgarbúa eftir Birni. Hann er með gríðarlega mikla reynslu og hefur reynst okk- ur og öllum borgarbúum vel,“ segir Björk og áréttar að engar skýrar línur liggi fyrir um hugsanlegt samstarf við aðra flokka sem hægt sé að upplýsa á þessari stundu. ge@mbl.is S. Björn Blöndal verður ekki í fram- boði í vor S. Björn Blöndal Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra lagði til á ríkisstjórnarfundi í gær að Þórdís Kolbrún R. Gylfa- dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og ný- sköpunarráðherra, yrði sett til að fara með mál er varðar skipun varadómara við Hæstarétt Íslands. Í svari forsætisráðuneytisins við spurningu Morgunblaðsins um hvers vegna þessi háttur væri hafður á kemur fram að um er að ræða mál þar sem Sigríður Á. And- ersen dómsmálaráðherra hafi ákveðið á grundvelli 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/ 1993 að víkja sæti við meðferð og töku ákvarðana í máli er varðar skipun varadómara við Hæstarétt Íslands, sbr. 1. mgr. 8. gr. dóm- stólalaga nr. 15/1998, til að ljúka meðferð í hæstaréttarmálunum nr. 591/2017: Ástráður Haraldsson gegn íslenska ríkinu og nr. 592/ 2017: Jóhannes Rúnar Jóhannsson gegn íslenska ríkinu. Í frétt á mbl.is hinn 20. septem- ber sl. kom fram að dómsmála- ráðuneytinu hefði borist 41 umsókn um átta stöður héraðs- dómara sem aug- lýstar voru laus- ar til umsóknar 1. september sl. Umsóknarfrestur hafi runnið út 18. september sl. Í frétt mbl.is sagði orðrétt: „Dómsmálaráðherra [Sigríður Á. Andersen] hefur ákveðið að víkja sæti í málinu vegna umsóknar Ást- ráðs Haraldssonar hæstaréttarlög- manns. Telur hún að fyrir hendi séu aðstæður sem séu til þess falln- ar að umsækjendur dragi óhlut- drægni hennar í efa. Hefur hún óskað eftir því við forsætisráðherra að öðrum ráðherra í ríkisstjórninni verði falin meðferð málsins.“ Ráðherra ákvað að víkja sæti  Annar ráðherra fari með mál varð- andi skipun varadómara við Hæstarétt Sigríður Andersen „Fyrsti fundur okkar með ríkis- sáttasemjara var í síðustu viku,“ segir Guðríður Arnardóttir, formað- ur Félags framhaldsskólakennara, spurð um stöðuna í kjaradeilum framhaldsskólakennara og ríkisins. „Það er fátt að frétta í þessu sem stendur. Núna erum við að skila af okkur vinnu vegna tæknilegra at- riða er varðar túlkun á ákvæðum síðasta samnings en við höfum ekki verið sátt við hvernig skólameist- arar hafa túlkað samninginn. Þetta eru þó fyrst og fremst tæknileg at- riði.“ Ekki hefur verið boðað til næsta fundar en Guðríður býst við að það verði gert innan tíðar. Spurð um kröfur kennara vísar hún til viðmið- unarstétta. „Framhaldsskólakennarar hafa breiðan og fjölbreyttan bakgrunn, allt frá iðnmenntun upp í doktors- gráður. Við miðum okkur við sér- fræðinga hjá ríkinu með fimm ára háskólanám.“ Framhaldsskóla- kennarar í viðræður  Miða laun við sérfræðinga hjá ríkinu Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir að á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun hafi verið ákveðið að þingsetning verði á fimmtudag í næstu viku, þann 14. desember, og þá verði nýtt fjárlagafrumvarp rík- isstjórnarinnar tilbúið og því dreift á Alþingi þann dag. Að kvöldi þess dags fari svo fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra á þingi. „Á ríkisstjórnarfundinum ákváðum við einnig hvernig skipan fjögurra ráðherranefnda verður, þ.e. ráðherranefndar um ríkisfjármál, ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerf- isins, ráðherranefndar um samræm- ingu mála og ráðherranefndar um jafnréttismál,“ sagði Katrín í samtali við Morgunblaðið í gær. Í ráðherranefnd um ríkisfjármál verða oddvitar stjórnarflokkanna þriggja, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- gönguráðherra, að sögn Katrínar. Í nefndinni um efnahagsmál verða forsætisráðherra, fjármálaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í þriðju nefndinni, um samræmingu mála, verði forsætisráðherra ein, en hún muni kalla til sín ýmsa ráðherra, allt eftir efni umfjöllunarefnis hverju sinni. Loks verði ráðherranefnd um jafnréttismál skipuð forsætisráð- herra, Sigríði Á. Andersen, dóms- málaráðherra, mennta- og menning- armálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra og Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og jafnréttismálaráðherra. Katrín segir að ákveðið hafi verið á ríkisstjórnarfundinum að rík- isstjórnin myndi funda tvisvar í viku, a.m.k. fram að áramótum, því svo mörg verkefni lægju fyrir. Jafn- framt að fyrsti staðgengill forsætis- ráðherra yrði Bjarni Benediktsson, og ef hún og Bjarni væru bæði fjar- verandi á sama tíma, þá yrði stað- gengill forsætisráðherra Sigurður Ingi og væru þau öll þrjú fjarverandi í einu, þá yrði Svandís Svavarsdóttir staðgengill hennar. Bjarni staðgengill Katrínar  Skipan ráðherranefnda ákveðin í gær  Einnig ákveðið að ríkisstjórnin fundi tvisvar í viku a.m.k. fram til áramóta Bjarni Benediktsson Katrín Jakobsdóttir Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Vissulega er sorglegt að svo marg- ar konur hafi sögu að segja af áreitni, ofbeldi eða mismunun, en flestar höfum við slíka reynslu. Það sem kemur á óvart er hversu marg- ar eru reiðubúnar til að rjúfa þögn- ina um það núna. Sérstaklega í ljósi þess hve lítið starfsöryggi er í okkar stétt, þar sem allflestir eru laus- ráðnir og verkefnin ráðast af orð- sporinu einu saman,“ segir Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, einn for- svarsmanna átaksins Tjaldið fellur, spurð um þann gífurlega fjölda kvenna í leiklistargeiranum sem stigið hefur fram. „Hópurinn okkar var stofnaður 21. nóvember og á innan við þremur sólarhringum vorum við orðnar þús- und talsins.“ Átak er eitt en úrbætur allt ann- að. Hreindís segir margar stofnanir og fagfélög hafa lýst yfir gagngerri endurskoðun á starfsumhverfi sín í kjölfar #tjaldidfellur byltingarinn- ar. „Við bindum vonir við að sú vinna skili árangri og ætlumst til þess að þolendur fái að koma að borðinu, hvað varðar úrlausnir,“ segir hún og bendir á að enginn viti betur hvar pottur er brotinn en þolendur sjálf- ir. „Þá gerum við einnig þá kröfu til okkar sjálfra – og starfssystkina okkar í stéttinni – að líta í eigin barm, því öll höfum við tekið þátt í ríkjandi ástandi hingað til. Við höf- um öll hlutverki að gegna í þessari yfirhalningu sem þarf að eiga sér stað.“ Gríðarmargar sögur hafa komið fram í lokuðum Facebook hóp átaksins en aðeins fáeinar verið birtar í fjölmiðlum. Þær lýsa m.a. mjög grófu kynferðisofbeldi. Hrein- dís segist ekki hafa tölu á sögunum en ljóst sé að listaheimurinn sé í losti. „Heimur sviðslista og kvikmynda hefur eðlilega verið sleginn yfir þessum frásögnum, enda er þetta lítill bransi og margir líta á okkur sem eina stóra fjölskyldu,“ segir hún en sunnudaginn 10. desember verður viðburður í Borgarleikhúsinu þar sem fjölbreyttur hópur kvenna úr mörgum starfsgreinum mun lesa hluta af þessum frásögnum sem hafa komið upp á yfirborðið. Ofbeldið opinberað  Tjaldið fellur og listaheimurinn er sleginn yfir fjölda kvenna sem orðið hafa fyrir kynferðisáreitni í stéttinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.