Morgunblaðið - 06.12.2017, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.12.2017, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017 Pro300 Vitamix Pro300 er stórkostlegur. Auðveldar alla matreiðslu í eldhúsinu. Mylur alla ávexti, grænmeti, klaka og nánast hvað sem er. Nýtt útlit og öflugri mótor. Stiglaus hraðastilling og pulse rofi. Jólatilboðsverð kr. 97.703, Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is - Í Vitamix er hægt að búa til heita súpu! Borgarstjórn ræddi í gær fjár-hagsáætlun næsta árs. Í þeim tölum sem þar komu fram er ým- islegt athyglisvert en ekki að sama skapi ánægjulegt fyrir borgarbúa. Nefna má að gert er ráð fyrir að skatttekjur borg- arinnar á hvern íbúa aukist um 8,4% á milli ára, sem er sama þróun og á milli áranna 2016 og 2017. Gert er ráð fyrir að skatttekjur á mann verði 788 þúsund krónur á næsta ári, sem er 117 þúsund króna hækkun frá árinu 2016.    Þessi mikla hækk-un endurspegl- ast að hluta til í áframhaldandi skuldasöfnun borg- arinnar, sem ber vott um algert stjórnleysi í rekstri við núverandi efnahagsástand.    Einn þáttur þessa rekstrarvandavirðist vera gegndarlaus fjölgun starfsmanna borgarinnar á síðustu árum. Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna, benti á að starfsfólki hefði fjölgað mjög á síð- ustu árum og að stórum hluta væri um óútskýrða fjölgun að ræða.    Samkvæmt því sem fram kom íræðu Halldórs má ætla að ár- legur kostnaður vegna þessarar óútskýrðu fjölgunar starfsmanna borgarinnar sé um 2,5 milljarðar króna og þarf því engan að undra að borgin eigi í rekstrarerfiðleikum í góðærinu.    En þetta kom ekki í veg fyrir aðborgarstjóri væri ánægður með niðurstöðuna enda hyggst hann bjóða sig fram á nýjan leik, væntanlega til að sökkva borg- arbúum enn dýpra í skulda- og skattafenið. Halldór Halldórsson Stjórnlaus borg STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG  Þrjátíu starfsmönnum Fiskiðjunnar Bylgju í Ólafsvík var sagt upp störfum fyrir síðustu mánaðamót. Uppsagn- irnar taka gildi eftir 1-3 mánuði, mis- jafnt eftir starfstíma, en á næstu vik- um verður unnið að lausn á rekstrarvanda fyrirtækisins. Baldvin Leifur Ívarsson fram- kvæmdastjóri staðfesti uppsagnirnar í samtali við Morgunblaðið í gær, en vildi ekki tjá sig um stöðuna að svo stöddu. Baldvin Leifur er aðaleigandi fyrirtækisins á móti belgískum aðil- um. Fyrirtækið kaupir allan fisk á fisk- markaði og vinnur í Ólafsvík, en er ekki með eigin útgerð. Fyrir um tveimur árum greip fyrirtækið til sam- bærilegra aðgerða og sagði upp starfs- fólki, en þá tókst að koma í veg fyrir að uppsagnirnar kæmu til framkvæmda. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur víða harðnað á dalnum hjá minni fiskvinnslufyrirtækjum á þessu ári. Fyrst og fremst hefur gengið sett strik í reikninginn, auk þess sem sjó- mannaverkfall í tíu vikur um síðustu áramót hafði veruleg áhrif á afkomuna og viðskipti í sjávarútvegi. aij@mbl.is 30 manns sagt upp í Ólafsvík Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ólafsvík Útgerð og fiskvinnsla eru meginstoðir í atvinnulífinu.  Unnið að lausn hjá Fiskiðjunni Bylgju Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nóvember þar sem 125 manns var sagt upp störf- um, 57 í fiskvinnslu á Suðurlandi, 33 í fiskvinnslu á Vesturlandi og 35 í flutn- ingum. Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda á tímabilinu janúar til mars 2018. Er um að ræða starfsmenn Fiskiðj- unnar Bylgju í Ólafsvík og Frostfisks í Þorlákshöfn, en forsvarsmaður Frost- fisks segir að í ljósi aðstæðna hafi fyr- irtækið orðið að skipuleggja starfsem- ina upp á nýtt og flytur það um áramót í nýlegt húsnæði sem áður hýsti fisk- vinnslu Storms Seafood við höfnina í Hafnarfirði. Þá segir hann öllum standa til boða að sækja um að nýju. „Við erum að fara að flytja okkur til Hafnarfjarðar og formsins vegna þurftum við að segja öllum upp. Þeir sem vilja verða ráðnir aftur,“ segir Þorgrímur Leifsson, framkvæmda- stjóri Frostfisks, við Morgunblaðið. Flestir munu vinna áfram Spurður hversu margir hafi þegar ákveðið að starfa áfram hjá fyrirtæk- inu á nýjum stað svarar Þorgrímur: „Rúmlega helmingur þeirra mun koma með okkur á nýjan stað. Hinir fara í vinnu annars staðar.“ Þá verður fólkinu boðið upp á ferðir á milli staðanna fyrsta árið. khj@mbl.is 125 sagt upp í hópuppsögnum  Margir þeirra verða ráðnir á ný

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.