Morgunblaðið - 06.12.2017, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017
ŠKODA Fabia er margverðlaunaður bíll með marga kosti. Hann er lítill og lipur en stór
að innan, vel útbúinn og ódýr í rekstri. Komdu og náðu þér í bíl ársins á frábæru verði og
með fimm ára ábyrgð.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ www.skoda.is
BÍLL ÁRSINS
ÁVERÐI ÁRSINS
ŠKODA FABIA Á SÉRKJÖRUM Í TAKMARKAÐAN TÍMA.
ŠKODA FABIA frá:
2.017.000 kr.
reddot design award
best of the best car design
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Allt kerfið virðist vera orðið ruglað. Það er eins
og enginn vilji gangast við ábyrgð,“ segir Anna
Heiða Kvist, íslensk kona sem búsett er í Viborg
á Jótlandi.
Anna vísar til máls bróður síns, hins hálfís-
lenska Brians Jakobs Campbell, sem búið hefur
hjá henni undanfarið eitt og hálf ár, landlaus að
því er virðist eftir að íslenskt bráðabirgðavega-
bréf hans rann út.
Fjölmiðlar í Danmörku hafa fjallað um mál
Brians að undanförnu, til að mynda danska rík-
isútvarpið DR. Saga Brians er í stuttu máli
þannig að hann fæddist á Íslandi árið 1978. Móð-
ir hans var íslensk en faðir hans bandarískur.
Brian fluttist til Bandaríkjanna fimm ára gamall
og ólst upp hjá föður sínum. Þegar faðir hans
lést reyndist dánarbúið skuldugt og Brian
missti fljótt húsið. Í kjölfarið var hann heim-
ilislaus í sex ár þar til honum tókst að safna fyrir
flugmiða til Danmerkur þar sem hann fékk inni
hjá Önnu Heiðu systur sinni.
Til þess að komast þangað þurfti hann þó
vegabréf og íslenska sendiráðið í Washington
gaf út bráðabirgðapassa. Í júlí var honum til-
kynnt að hann gæti ekki verið á framfæri hins
opinbera í Danmörku og ætti að fara heim til Ís-
lands. Síðan hefur allt verið stopp því vegabréf
hans er ekki lengur gilt.
„Þetta gengur náttúrlega ekki. Hann kemst
hvorki lönd né strönd,“ segir Anna í samtali við
Morgunblaðið.
Hún segir að Brian hafi unað hag sínum vel í
Danmörku. Hann hafi verið farinn að læra
dönsku í skóla til að geta fengið vinnu og gengið
ágætlega.
„Hann var settur á integration þegar hann
kom til landsins. En svo klipptu þeir á allt. Nú
vísa þeir hver á annan, kommúnan og utanrík-
isráðuneytið. Þegar fólk stendur í svona á
kommúnan að hjálpa því fjárhagslega en því
hefur verið hafnað því þetta er komið í utanrík-
isráðuneytið. Danir eru bara búnir að setja hann
út á götuna.“
Anna Heiða kveðst ekki hafa skýringar á því
af hverju bróðir hennar lendir í þessari stöðu.
Hann hafi talið sig vera með íslenskan ríkis-
borgararétt. „Það er eitthvað sem klikkar. Hann
fellur á milli kerfanna,“ segir Anna sem veit ekki
hvert hún á að snúa sér næst. Þeim hefur verið
ráðlagt að fá sér lögfræðing á Íslandi. Það er þó
ekki auðvelt því Brian er fastur, tekjulaus í Vi-
borg. Þá hafi þau skrifað Útlendingastofnun fyr-
ir nokkru og fengið svar eftir þrjár vikur. Þar
var þeim tjáð að Brian væri velkomið að sækja
um íslenskan ríkisborgararétt.
Hvernig tekur hann þessu?
„Illa. Hann er orðinn þreyttur á þessu
ástandi. Hann kemst ekki í banka hér, getur
ekki unnið, fær ekki fjárhagsaðstoð og í raun
engin réttindi hér af því hann er ekki með vega-
bréf. Hann er bara lagstur í þunglyndi yfir
þessu, greyið. Hann gengur hér um gólf á næt-
urnar og er kominn í vítahring með svefninn.
Maður missir auðvitað fótanna í svona ástandi.
Hann er búinn að vera hér í 18 mánuði þegar á
að fara að senda hann úr landi. Svo var honum
meira að segja hótað að þeir myndu keyra hann
niður að landamærunum og skilja hann þar eft-
ir.“
Anna segir að þau Brian reyni nú að fá mál
hans tekið upp að nýju hjá dönskum yfirvöldum.
Eins hafi þau reynt að leita sér aðstoðar hjá ís-
lenskum stjórnvöldum. „Ég hef verið í sam-
bandi við dómsmálaráðuneytið. Það hefur engu
skilað. Svo hef ég talað við skrifstofustjóra for-
setans. Það er kannski að hann Guðni forseti
geti hjálpað okkur. Það þarf að kippa þessu í lið-
inn.“
Morgunblaðið spurðist fyrir um mál Brians
hjá utanríkisráðuneytinu og dómsmálaráðu-
neytinu. Engin svör fengust í gær.
Íhugar að leita til forseta Íslands
Brian Jakob Campbell er fastur í Danmörku án vegabréfs Íslensk stjórnvöld telja hann Banda-
ríkjamann en Bandaríkjamenn telja hann Íslending Systir hans íhugar að leita til forseta Íslands
Systkin Anna Heiða Kvist og Brian Jakob Campbell sameinuðust á ný í Danmörku eftir langan
aðskilnað. Þau berjast fyrir því að hann fái íslenskan ríkisborgararétt sinn viðurkenndan.
Landlaus Íslendingur
» Brian Jakob Campbell fæddist í
Reykjavík árið 1978.
» Hann fluttist til Bandaríkjanna fimm
ára gamall og ólst upp með föður sínum.
» Hefur starfað við öryggisgæslu og
tölvur þar í landi en var lengi húsnæð-
islaus.
» Fékk íslenskan passa til að komast til
Danmerkur sem svo var ógiltur.