Morgunblaðið - 06.12.2017, Page 11

Morgunblaðið - 06.12.2017, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú liggur fyrir að árið 2017 verð- ur ekki hið hlýjasta hér á landi síðan mælingar hófust um miðja síðustu öld. Þessi möguleiki var fyrir hendi eftir hlýjan október en kaldur nóvember gerði út um þær vonir. „Jú, sá möguleiki er fyrir bí, bæði á landsvísu og hér í Reykja- vík, en Austfirðir eiga enn fræði- legan möguleika, verði desember sæmilega hlýr,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Eftir hlýjan október bloggaði Trausti að sér sýndist að yrði nóv- ember og desember samtals 1,3 stigum yfir meðallagi þessara mánaða síðustu tíu árin yrði árið 2017 það hlýjasta á landinu frá upphafi mælinga. „Ekki líklegt – en alveg innan þess mögulega.“ Kaldasti mánuðurinn Trausti segir að það séu tíðindi að nóvember telst vera kaldastur mánaða það sem af er ári víðast hvar á landinu. Nóvember var kaldur og sker sig nokkuð úr öðrum mánuðum ársins, sem flestir hafa verið hlýir, segir í yfirliti Veðurstofunnar um tíðarfar í mánuðinum. Meðalhiti í Reykjavík mældist 0,2 stig, -0,9 stigum neðan með- allags áranna 1961 til 1990 og -2,6 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhit- inn -1,2 stig, -0,8 stigum neðan meðallags áranna 1961 til 1990 og -2,3 stigum neðan meðallags síð- ustu tíu ára. Í Reykjavík var nóvember sá 121. kaldasti í 147 mælingum og á Akureyri lenti hann í 104. sæti af 137 mælingum. Í innsveitum á Suðurlandi var sérlega kalt. Þann- ig var mánuðurinn í 133. sæti í Árnesi af 138 mælingum. Mest frost í mánuðinum mæld- ist -21,3 stig í Þúfuveri þann 10. Mest frost í byggð mældist -17,6 stig þann 18. í Árnesi og svo aftur þann 20. á Grímsstöðum á Fjöll- um. Hæsti hiti mánaðarins mæld- ist 12,8 stig á Dalatanga 1. dag mánaðarins. Úrkoma í Reykavík mældist 91,5 millimetrar í nóvember og er það 26% umfram meðallag áranna 1961 til 1990 en rétt yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri mæld- ist úrkoman 93,5 mm og er það 72% yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og um 20 % yfir meðallagi síðustu tíu ára. Mikill meirihluti úrkomunnar á Akureyri féll sem snjór eða 91%. Morgunblaðið/Skapti Kuldatíð Nóvember reyndist vera kaldasti mánuður ársins víðast hvar. Hitametið fellur ekki á þessu ári  Kaldur nóvember gerði vonir að engu Stjórn Landverndar segir ekki rétt að kalla samtökin hagsmunasamtök, þau séu samtök almennings en ekki samtök atvinnufyrirtækja. Segist stjórnin harma að vísað hafi verið til þess í tengslum við fréttir af því að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Land- verndar, hafi verið skipaður nýr umhverfisráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í gær. Þar er harmað að blaða- menn RÚV hafi í fréttum um nýjan umhverfisráðherra undanfarna daga vísað til umhverfis- og náttúruverndarsamtakanna Landverndar sem hags- munasamtaka. Nefnd eru dæmi um ýmis hagsmunasamtök, m.a. SA og SFS, og það sagt rangt og lýsa vanþekkingu að líkja þeim við Landvernd. Segja Landvernd ekki hagsmunasamtök Smálánafyrirtækið Kredia auglýs- ir á ný, en fyrrum eigandi þess, Credit one ehf., var tekinn til gjaldþrotaskipta þann 12. apríl sl. Vefsíða Kredia er nú á dönsku léni, https://kredia.dk. Eigandinn er nú eCommerce 2020 ApS í Danmörku og maður að nafni Ondrej Smakal er skráður í for- svari. Fyrirtækið býður lán upp á allt að ISK 80.000 og DKK 40.000. Neytendastofa ákvarðaði áður að Kredia hefði brotið lög um neytendalán við útreikning árlegr- ar hlutfallstölu kostnaðar og upp- lýsingagjöf til neytenda. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti ákvörðun Neytendastofu, stjórnvaldssekt á E-content ehf. fyrir brot gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar. E-content ehf. sé rekstraraðili smálánafyrirtækj- anna Kredia, Smálán, 1909, Múla og Hraðpeninga. Neytendastofa biður neytendur um að vera á varðbergi gagnvart fyrirtækjum um að þau fari að lögum. Ekki náðist í forsvarsmenn Kredia við vinnslu fréttarinnar. ernayr@mbl.is Kredia auglýsir smálán  Nú í eigu fyrir- tækis í Danmörku Vefsíða Kredia á dönsku. NÝTT NÝTT Verið velkomin • Peysur • Bolir • Ponsjó • Skinn • Leðurtöskur • Hanskar • Húfur • Treflar • Sjöl og silkislæður Við eigum alltaf vinsælu velúrgallana í stærðum S-XXXXL Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 LÍFRÆN Góð beint úr dósinn i og í eftirrétti og sós ur Grísk jógúrt Lífrænar mjólkurvörur m ag gi te ik na ri. is Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. á Fá- skrúðsfirði hefur sent frá sér yf- irlýsingu þar sem áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði er harðlega mótmælt. Segir þar að eldið sé í umsagnarferli án þess að fram hafi farið heildarmat á áhrif- um þess á lífríki og burðarþol fjarð- arins. Samkvæmt fyrirliggjandi frummatsáætlun séu áform um 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði sem fylgja muni margvísleg um- hverfisáhrif. Segir í yfirlýsingunni að mengun frá 15 þúsund tonna laxeldi í Fá- skrúðsfirði jafngildi því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt óhreinsuðu í fjörðinn. Loðnu- vinnslan hf. er stærsti atvinnurek- andinn á Fáskrúðsfirði og þar starfa að jafnaði 150 manns. Und- irstaða mikilvægrar hrognavinnslu hjá fyrirtækinu sé mikið magn af hreinum og ómenguðum sjó sem dælt sé úr firðinum. „Stjórn Loðnuvinnslunnar gerir alvarlega athugasemd við að ekki var leitað umsagnar félagsins um þessi áform og að hvergi í frum- matsskýrslunni er minnst á þann möguleika að mengandi efni frá fyr- irhuguðu fiskeldi muni hafa áhrif á gæði sjávarins og þar með hrogna- vinnslu í Fáskrúðsfirði,“ segir í yf- irlýsingunni. Þá sé ljóst að fyrirhugað laxeldi muni þrengja verulega að siglinga- leiðum en gott aðgengi skipa sé fyr- irtækinu lífsnauðsynlegt. „Stjórn Loðnuvinnslunnar furðar sig á að þessi áform hafi verið í undirbúningi í nær fjögur ár án þess að umsagna fyrirtækisins hafi verið leitað. Þá er það óskiljanlegt að sveitarfélagið Fjarðabyggð skuli ekki hafa neina lögsögu í máli sem varðar starfsemi sem hefur verið ein af lífæðum Fáskrúðsfjarðar um árabil, heldur er það fjöregg al- gjörlega á valdi Umhverfisstofnun- ar og Skipulagsstofnunar,“ segir í yfirlýsingu Loðnuvinnslunnar. aij@mbl.is Mótmæla stórfelldu laxeldi  Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði óttast mengun frá laxeldi  Sögð vera jafngildi skólps frá 120 þúsund manna byggð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fáskrúðsfjörður Loðnuvinnslan í bænum mótmælir fyrirhuguðu laxeldi í firðinum og segir að það muni þrengja verulega að siglingaleiðum þar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.