Morgunblaðið - 06.12.2017, Page 13

Morgunblaðið - 06.12.2017, Page 13
ferðaþættirnir hafi skapað gott for- dæmi, en í báðum tilvikum fóru barnabörn ásamt afa sínum og ömmu til útlanda. „Eins og er tilgangur strákanna; þeir vilja hafa áhrif á og auka samskipti kynslóðanna. Sjálfum finnst mér unga fólkið tala minna við eldri kynslóðina en það gerði áður fyrr. Lætin og stemningin í þjóð- félaginu eru slík að það virðist oft eins og unga fólkið hafi ekkert að sækja til þeirra sem eldri eru – sem er auðvitað mikill misskilningur.“ Ormarr var stærðfræðikennari í eldri bekkjum grunnskóla í áratugi, fyrst á Akureyri og síðan í Reykjavík. Hann þekkir því vel inn á unglinga og kveðst alltaf hafa haft gaman af að umgangast þá. Auk þess eigi hann því láni að fagna að eiga mikil og góð samskipti við barnabörn sín. Spurður hvort honum finnist unga fólkið hafa breyst í áranna rás svarar hann: „Mikið til batnaðar. Unga fólkið er miklu frjálslegra og ófeimnara núna og minna um erfiða unglinga en áður. Hins vegar eru þeir sem á annað borð eru erfiðir miklu erfiðari. Eiturlyfja- neysla á þar sök að máli, mikil sorg- arsaga.“ Ormarr fer ekki nánar út í þá sálma, enda meiningin að ræða um reisurnar, sem eru í senn skemmti- og menningarreisur. „Strákarnir eru miklir heimsborgarar, allsendis ófeimnir og afskaplega öruggir í stór- borgunum. Þeir stjana við mig á alla lund, til dæmis reyna þeir að fara eins mikið með mig í leigubílum og hægt er. Við förum í út- sýnisferðir um allar borgirnar, stundum látum við aka okkur í hestakerru og sleppum aldrei bátsferðum þar sem þær eru í boði. Alveg hreint unun hvernig skipulagn- ingin og allt annað leikur í höndunum á strákunum. Við erum mestu mátar og ég hef ekki síður en þeir gaman af þegar þeir eru með einhverjar glettur við mig, enda snúast þættirnir mikið um að glettast og hafa gaman af. Við förum mikið á söfn, strákarnir sækj- ast eftir sögulegum fróðleik og á því sviði stend ég miklu betur að vígi en þeir. Kannski framhaldsskólarnir séu eitthvað að klikka á sögukennslunni,“ segir Ormarr og bætir síðan hugsi við að hugsanlega hafi hún farið fyrir of- an garð og neðan hjá piltunum, þótt þeir séu mjög áhugasamir núna. Ormarr segir að konan sín, Kol- brún Magnúsdóttir, sé á stundum hissa á því sem þeir fjórmenningarnir láti sér detta í hug á ferðalögunum. Einnig botni vinir og kunn- ingjar þeirra hjóna ekkert í hvernig hann nennir þessum eilífa þeytingi. Sjálf var Kolbrún með í för til Búdapest og Amst- erdam, en Ormarr segir það ekki vera hennar hátt að trana sér fram í sviðsljósið. „Enda er þátturinn kenndur við afann,“ segir hann kank- víslega. Biblíuslóðir og fótbolti Fyrstu ferðina fóru þeir félagar í október 2016 og náðu þremur borg- um fyrir áramótin. Síðasta ferðin 2017 var til Ísraels þar sem þeir skoð- uðu sig um í Betlehem, Tel Aviv og Jerúsalem, en áður höfðu þeir verið í Róm. Ormarr segir að hver ferð taki um fimm daga og yfirleitt komi helgi inn í. „Allar ferðirnar hafa verið stór- kostlegar, en Róm og Betlehem standa þó upp úr í mínum huga,“ seg- ir Ormarr og rifjar upp þegar þeir Egill sungu dúett í Colosseum, hring- leikahúsinu í Róm, svo bergmálaði í öllu og viðstaddir klöppuðu þeim lof í lófa.“ Þegar WOW hóf beint flug til Ísraels voru hæg heimatökin að fara á biblíuslóðirnar, sem voru ofarlega á bucketlistanum hans afa. „Mig lang- aði að upplifa söguna og bæta mína barnstrú. Að koma að grátmúrnum og ganga Golgatahæðina er einstök upplifun,“ segir Ormarr. Eins og vera bar var sett á samfélagsmiðla Átt- unnar þegar þeir félagar sungu hljómþýðum rómi Bjart er yfir Betle- hem í borginni þar sem jesúbarnið leit dagsins ljós. Ferðafélagarnir eiga það sam- eiginlegt að hafa gaman af að syngja. Og borða góðan mat. „Við kveðjum borgirnar alltaf með því að borða á allra fínustu veitingastöðunum, jafn- vel með fjórum michelin-stjörnum eins og í Róm,“ upplýsir Ormarr. Þá eru þeir með óbilandi áhuga á fót- bolta og sjá sér ævinlega leik á borði hvar sem þeir eru staddir. Í London hvöttu þeir lið sitt, Arsenal, til dáða á móti Tottenham og í Helsinki bar vel í veiði því þar náðu þeir að sjá tvo landsleiki Íslendinga, annars vegar í fótbolta og hins vegar körfubolta. Verra þótti þeim vitaskuld að Íslend- ingar töpuðu báðum leikjunum, en Ormarr segir bót í máli að þeir hafi hitt liðið á hótelinu eftir leikinn. Lukkunnar pamfíll Spurður hvort hann finni ekki endrum og sinnum til aldursmun- arins svarar hann játandi. „Ég hleyp ekki eins hratt og þeir og hef stund- um þurft að hasta á þá þegar þeir ætla sér of hratt yfir með mig. Bjórkrár höfða heldur ekki til mín, en strákunum finnst skemmtilegt að kíkja þar inn. Og svo bara fara þeir út á kvöldin og ég upp á hótelherbergi með góða bók. Ég tel mig mikinn lukkunnar pamfíl að hafa fengið að fara í þessar ferðir með blessuðum drengjunum, þeir eiga mikið og gott skilið,“ segir Ormarr og hlakkar til næstu ferða eftir áramótin. Bucket- listinn hans afa er hvergi nærri tæmdur. Vítt og breitt F.v. Ormari þótti einstök upplifun að koma til Betlehem.  Ormarr hitti Hörð Björgvin Magnússon, landsliðsmann og leikmann Bristol City, sem bauð þeim Áttu-mönnum á lands- leikinn í Helsinki.  Strákarnir kalla Ormar gjarnan kónginn og því var við hæfi að hann brygði sér í konunglegan skrúða á Madame Tussaud-safninu í Amsterdam.  Ormarr í Barcelona. Ormarr þekkir tvö dæmi um að ferða- þættirnir hafi skap- að gott fordæmi, en í báðum tilvikum fóru barnabörn ásamt afa sínum og ömmu til útlanda. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Klassísk gæða húsgögn Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is á góðu verði Sófasett Borðstofuborð Stólar Skenkar/skápar Hvíldarstólar Kommóður/hillur o.m.fl. Komið og skoðið úrvalið GLOBL VIKTOR Hvíldarstóll BELLUS VISBY Hornsófi PIERUS 2ja og 3ja sæta sófar fáanlegt í leði og tauáklæði. KRAGELUND K371 Kragelund stólar K 406

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.