Morgunblaðið - 06.12.2017, Side 19

Morgunblaðið - 06.12.2017, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017 Hekla Frægasta eldfjall Íslands í aldanna rás skartaði sínu fegursta í síðustu viku. Eldfjallið gaus síðast árið 2000 og vísindamenn telja að það geti gosið aftur með mjög skömmum fyrirvara. RAX Í komandi viku þurfa alþingismenn að bretta upp ermar. Þeirra bíð- ur það verkefni að af- greiða fjárlög fyrir komandi ár og til þess hafa þeir ekki marga daga. Allir stjórn- málaflokkar gáfu fyr- irheit í aðdraganda kosninga. Fjárfesta í innviðum; heilbrigðis-, mennta- og samgöngukerfinu. Setja aukna fjármuni í almannatrygg- ingar, heilbrigðisþjónustu, rann- sóknir og þróun og í menntakerfið. Loforðalistinn yfir hærri útgjöld er lengri. Þrátt fyrir þá staðreynd að skatt- ar á Íslandi séu með því hæsta sem gerist meðal aðildarríkja OECD boðuðu margir hækkun skatta fyrir kosningar. Aðrir vildu tryggja óbreytt ástand en Sjálfstæðisflokk- urinn talaði með skýrum hætti fyrir lækkun skatta. Umræða um samspil skattbyrði og samkeppnishæfni landsins var hins vegar ekki fyrir- ferðarmikil í kosningabaráttunni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobs- dóttur fær ekki langa hveitibrauðs- daga. Ég þekki engin dæmi um að ríkisstjórn hafi haft jafn fáa daga til að undirbúa og ganga frá fjárlaga- frumvarpi og ríkisstjórn Framsókn- arflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna hefur. Ekki er hægt að ætlast til að stefnumótun í ríkis- fjármálum til lengri tíma birtist full- mótuð í frumvarpinu. Sameiginleg framtíðarsýn stjórnarflokkanna í einstökum málaflokkum verður mörkuð í fjármálaáætlun sem lögð verður fram á nýju ári. Miklar væntingar En væntingarnar eru miklar og ríkisstjórnin hefur gefið ákveðin fyr- irheit í stjórnarsáttmála. Efla á menntun, tryggja að allir landsmenn fái notið góðrar heil- brigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu, draga á úr greiðsluþátttöku sjúklinga og hrinda geðheilbrigðis- stefnu í framkvæmd og tryggja fjár- mögnun hennar. Fullvinna á heil- brigðisstefnu fyrir Ísland. Ráðist verður í „stórsókn í uppbyggingu“ hjúkrunarheimila og rekstur þeirra styrktur. Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna Landspítala hefjast næsta sumar. Ríkisstjórnin ætlar að lækka þröskuld ungs fólks og tekju- lágra inn á húsnæð- ismarkaðinn. Frítekju- mark atvinnutekna eldri borgara verður hækkað í hundrað þús- und krónur strax um næstu áramót og unnið verður að breytingum á tryggingakerfi öryrkja í samvinnu við hagsmunasamtök með það að markmiði að „einfalda kerfið, tryggja framfærslu örorkulíf- eyrisþega og efla þá til samfélags- þátttöku“. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og vill skoða möguleika á þjóðgörðum á öðrum svæðum. Þá lofar ríkisstjórn- in að auka framlög til þróunarsam- vinnu á komandi árum. Í stjórnarsáttmálanum er bent á að brýn verkefni blasi við í innviða- uppbyggingu um allt land, m.a. í samgöngum, fjarskiptum, veitukerf- um og annarri mannvirkjagerð. „Svigrúm er á næstu árum til að nýta eignatekjur ríkisins í slík verk- efni.“ Ríkisstjórnin ætlar að endur- skoða gjaldtöku í samgöngum, „svo- kölluðum grænum sköttum og skattaívilnunum, þannig að skatt- heimtan þjóni loftslagsmarkmiðum“. Breyta á skattlagningu á tónlist, ís- lenskt ritmál og fjölmiðla og verður fyrsta skref að afnema virðisauka- skatt á bókum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á lækkun tekjuskatts í neðra skatt- þrepi og greiða með því fyrir farsælli niðurstöðu í komandi kjarasamn- ingum. „Þá er það einnig forgangs- mál á kjörtímabilinu að lækka trygg- ingagjald,“ segir í stjórnarsáttmál- anum. Stefnt er að því að afnema þak á endurgreiðslum kostnaðar vegna þróunar og kostnaðar og styðja „myndarlega við samkeppnissjóði í samræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs“. Þannig á að bæta al- þjóðlega samkeppnishæfni Íslands. Traustar undirstöður Efnahagslegur styrkur er for- senda þess að hægt verði að efna öll loforðin sem gefin eru í stjórnarsátt- málanum. Ríkisstjórnin ætlar að treysta „til framtíðar samfélags- legan stöðugleika, velsæld og lífs- gæði“ og „leggja áherslu á traustar undirstöður í ríkisfjármálum sem gefa tækifæri til að byggja upp og búa í haginn fyrir komandi kyn- slóðir“. Stjórnarsáttmálinn felur í sér að útgjöld ríkisins verða aukin verulega á komandi ári og því heldur þróun síðustu ára áfram. Búið er að vinna upp „niðurskurð“ áranna eftir hrun fjármálakerfisins og gott betur. Út- gjöld ríkisins verða samkvæmt fjár- lögum um 125 milljörðum hærri að raunvirði á þessu ári en árið 2012 og nær 38 milljörðum hærri en 2008. Á sama tíma hafa tekjur ríkissjóðs aukist gríðarlega. Skatttekjur á þessu ári verða nær 205 milljörðum hærri en 2009, þegar þær voru lægstar, og um 101 milljarði hærri en 2008. Uppsafnaður halli ríkissjóðs 2008- 2013 nam alls um 360 milljörðum og var fjármagnaður með skuldsetn- ingu. Dæmið hefur snúist við og af- gangur verið á rekstri ríkissjóðs síð- ustu ár og skuldir greiddar hratt niður. Ætla má að skuldir ríkissjóðs í lok þess árs nemi um 895 milljörðum króna. Umskiptin á síðustu árum eru því mikil en hæst fóru skuldir í 1.500 milljarða í árslok 2012. Í fjárlaga- frumvarpi sem síðasta ríkisstjórn lagði fram, en var ekki afgreitt, var reiknað með að skuldir lækkuðu um 234 milljarða á þessu ári, mun meira en fjárlög ársins gera ráð fyrir. Á fjórum árum (2013-2016) lækkuðu skuldir um rúma 370 milljarða króna. Í óafgreiddu frumvarpi er bent á að skuldir haldi áfram að lækka á kom- andi ári og að hlutfall brúttóskulda verði 31,2% af vergri landsfram- leiðslu í lok þess árs en hæst var þetta hlutfall 86% árið 2011. Lækk- andi skuldahlutfall skýrist fyrst og fremst af vexti landsframleiðslunnar og lækkun skulda vegna bættrar af- komu ríkissjóðs og óreglulegra tekna (stöðugleikaframlög). 720 milljarðar í vexti Vaxtakostnaður ríkisins á níu ár- um frá 2008 nemur tæpum 720 millj- örðum króna á verðlagi yfirstand- andi árs. Þetta er rúmlega 22 milljörðum króna hærri fjárhæð en samanlagðar skatttekjur í fjárlögum 2017. Árlegur meðalvaxtakostnaður ríkisins frá 2008 til 2016 er svipuð fjárhæð og samanlögð framlög til Landspítalans, Sjúkrahússins á Ak- ureyri og allra heilbrigðisstofnana á landinu á síðasta ári, samkvæmt rík- isreikningi. Það má því öllum vera ljóst hve gríðarlegt hagsmunamál það er fyrir alla að skuldir ríkisins lækki á kom- andi árum og þar með lækki vaxta- kostnaður, jafnt vegna lægri skulda en einnig vegna betri vaxtakjara sem endurspegla æ hagstæðara lánshæf- ismat. Þegar þingmenn glíma við að koma saman fjárlögum fyrir kom- andi ár hljóta þeir að hafa í huga hversu nauðsynlegt það er að halda áfram að lækka skuldir ríkisins og „búa í haginn fyrir komandi kyn- slóðir“. Og um leið og þeir sam- þykkja aukin útgjöld til sameigin- legra verkefna er eðlilegt að þeir fylgi þeirri ákvörðun eftir með því að krefjast betri árangurs á öllum svið- um. Að farið verði betur með fé skattgreiðenda. Eftir Óla Björn Kárason »Um leið og þing- menn samþykkja aukin útgjöld er eðlilegt að þeir fylgi þeirri ákvörðun eftir með því að krefjast betri árang- urs á öllum sviðum. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. Áskoranir í ríkisfjármálum Tekjur ríkissjóðs 2008 til 2017* 800 600 400 200 0 milljarðar kr. Skatttekjur Heildartekjur 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017** *Á föstu verðlagi 2017. **Heildartekjur 2017 eru án stöðugleikaframlaga alls 414,6 milljarðar kr. Heimildir: Ríkisreikningar 2008-2016 og fjárlög 2017. Framreikningar: óbk Útgjöld ríkissjóðs 2008 til 2017* 800 600 400 200 0 milljarðar kr. 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 *Á föstu verðlagi 2017. Heildargjöld 2008 eru án veðlánatapa vegna yfirtekinna fjárkrafna Seðlabanka Íslands að fjárhæð 174,9 ma. og tapaðra krafna af tryggingabréfum aðalmiðlara að fjárhæð 17,3 ma. Heildargjöld 2010 eru án 33 ma. króna gjaldfærslu vegna eiginfjárframlags til Íbúðalánasjóðs. Sérstök útgjöld vegna lífeyrisskuldbindinga alls 141,3 ma. eru ekki meðtalin í gjöldum 2016. Niðurfærsla húsnæðislána nam 15,7 ma. árið 2016, 18,5 ma. 2015 og 35,8 árið 2014. Heimildir: Ríkisreikningar 2008-2016 og fjárlög 2017. Framreikningar: óbk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.