Morgunblaðið - 06.12.2017, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 06.12.2017, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017 festan og ákveðnin kom þér langt og mikið sem þú komst öllum á óvart í þínum veikindum. Gafst aldrei upp, æfðir þig daglega, tókst hlutunum með jákvæðni og hugs- aðir bara um lokamarkið, að kom- ast heim. Þú gafst svo mikið af þér að við sem eftir stöndum getum ekki ver- ið annað en þakklát fyrir þær minningar og hlýju sem við eigum í hjarta okkar, þegar við hugsum til þín. Fjölskyldan var alltaf í fyrsta sæti og allt sem þú gerðir var fyrir okkur frá upphafi til enda. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og allar samverustundir okkar, þú átt sérstakan stað í hjarta mér. Ég veit að afi hefur tekið á móti þér og nú fylgist þið með og passið okkur. Nú vitum við að þú ert svo sannarlega „alveg í dýrðinni“. Þín Ásta Steinunn. Skólarútan rennur í hlað og um leið og ég stekk út úr bílnum finn ég kleinulyktina frá eldhúsinu hennar ömmu. Ég er nýkomin inn fyrir dyrnar og varla komin úr skónum þegar amma birtist og býður mér inn til sín í mjólk og kleinu. Inni í eldhúsi má sjá fjall af kleinum á eldhúsborðinu og ömmu skælbrosandi yfir pottinum. Þegar mér er hugsað til ömmu er það ein- mitt þetta sem kemur fyrst upp í hugann. Það eru tvímælalaust forréttindi að fá að alast upp með ömmu sína svona nálægt sér, einungis einn stigi á milli. Það var því aldrei langt að fara ef maður var svangur, vildi komast í gott spjall eða vantaði að- stoð með eitthvað. Amma var afskaplega skemmti- legur karakter sem sýndi okkur það á hverjum degi hvað það þýðir að vera ung í anda. Hún fylgdist líka alltaf vel með því sem var að gerast, hvort sem það var í þjóð- félaginu eða hjá fjölskyldunni. Hún var til að mynda mjög dugleg að spyrja mig hvernig ég hefði það á Laugarvatni, hvort ég hefði fengið gott herbergi, hvort ég væri ekki ánægð með bílinn minn og svo mætti lengi telja. Mér verður að sjálfsögðu hugs- að til þess þegar við vorum saman niðri í eldhúsi hjá henni að baka fyrir fermingarveisluna mína. Hún kenndi mér öll trixin svo hægt væri að búa til hina fullkomnu döðlu- tertu og bý ég vel að því í dag að geta gert næstum því eins góða tertu og hún gerði. Amma kenndi mér ekki bara að búa til góða tertu, hún kenndi mér svo sannarlega margt annað. Númer eitt, tvö og þrjú er án efa það hve mikilvægt það er að gefast aldrei upp. Mér mun því alltaf verða hugsað til hennar þegar ég er að kljást við erfið verkefni og mun minningin um hana og hennar dugnað gefa mér aukakraft til ljúka við þau. Elsku amma mín, takk fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég veit það að þó að þú haf- ir kvatt okkur verða miklir fagn- aðarfundir og það er mikil huggun í því að vita af ykkur afa saman, vak- andi yfir okkur. Ég veit minn ljúfur lifir lausnarinn himnum á, hann ræður öllu yfir, einn heitir Jesús sá. Sigrarinn dauðans sanni sjálfur á krossi dó og mér svo aumum manni eilíft líf víst til bjó. (Hallgrímur Pétursson) Sigurborg Eiríksdóttir. Hógværð og umhyggjusemi var eitt af því sem var svo lýsandi fyrir ömmu. Hún var mjög stolt af af- komendum sínum og fylltist jafn- framt stolti við að segja mér frá föður sínum Hjalta Jónssyni og hæfileikum hans. Þetta mátti allt vel merkja í samtölum okkar vorið 2014 þegar amma háði mjög erfiða baráttu við veikindi sin. Á Landspítalanum áttum við mörg góð samtöl. Hún sagði frá dugnaði afa en vildi sem minnst gera úr sínum hlut. Þau voru mjög náin og unnu vel saman á jafningja- grundvelli þar sem gagnkvæm virðing endurspeglaði samband þeirra og samstarf. Mánuðina fyrir veikindin naut amma þess að fæða smiðina sem unnu við hótelbyggingu Valgerðar og Reynis. Henni var mjög brugðið yfir veikindunum enda bar þau brátt að og allt kapp var lagt á að koma henni hratt og örugglega undir læknishendur í Reykjavík. Þegar til Reykjavíkur var komið tókum við þrjú barnabörn hennar á móti henni. Ég taldi mig geta glatt ömmu með því að færa henni þær fréttir að Vala væri á leiðinni ak- andi frá Hornafirði. Það gladdi hana vitaskuld en hún spurði hins vegar strax í kjölfarið: „Hver á þá að sjá um smiðina?“ Amma stóð frammi fyrir mikl- um áskorunum þennan örlagaríka dag er hún veiktist. Hún gat sig ekkert hreyft og var óstyrk og óskýr í máli. Þrátt fyrir þetta voru aðrir og mikilvægari hlutir sem ekki mátti gleyma. Hún minnti okkur reglulega á að koma þeim skilaboðum til Ellu að það væru tertubotnar í frystikistunni sem hún þyrfti bara að taka út fyrir smiðina. Ég hafði vitaskuld lengi gert mér grein fyrir því að amma væri merkileg manneskja. En þessa daga á spítalanum áttaði ég mig enn betur á því. Það var lærdóms- ríkt að kynnast betur þessari mögnuðu konu sem virtist ávallt bera hag annarra fyrir brjósti hvað sem á dundi, jafnvel við þessar erf- iðu aðstæður Amma var ekki eingöngu metn- aðarfull, dugleg og ósérhlífin í þeim verkefnum sem hún tók sér fyrir hendur heldur var hjartalag henn- ar með allra fegursta móti. Hún var yfirleitt létt í lund og óviðjafnanleg gestrisni, einlæg og áreynslulaus þjónustulund einkenndu hana. Daginn fyrir andlát hennar átt- um við okkar síðasta samtal. Hún hafði sem fyrr áhuga á hótelinu okkar Þorbjargar og umræðan barst að því ásamt öðru. Ég sagði henni að ef það hefðu verið svona margir ferðamenn á árunum 1950- 1960 líkt og nú hefði hún verið besti hótelstjórinn á svæðinu. Amma hafði ekki kraft til þess að hlæja sínum þekkta hlátri en í staðinn brosti hún sínu breiðasta. Við kvöddumst fljótlega eftir þetta. Afrek ömmu verða e.t.v. ekki mæld í gráðum eða verðlaunum heldur í fallegum gjörðum hennar og breytni. Það er einmitt þess vegna sem ég er svo stoltur af þeirri sómakonu sem hún var og þakklátur fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína. Ólafur Páll Vignisson. Ef ég ætti að setja tákn sem hæfði henni Dóru frænku minni væri það hjarta, stórt hjarta. Hjartahlýrri manneskju hef ég ekki hitt í mínu lífi. Hún var alltaf jákvæð og dillandi hlátur hennar var ógleymanlegur. Við frændsystkinin Helga Karlsdóttir og ég urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp öll sumur frá blautu barnsbeini til unglingsára í Hólum í Hornafirði. Þar öðluðumst við þroska og lífs- reynslu sem við hefðum ekki viljað vera án. Í Hólum var stór systkinahópur og mikil glaðværð og samkennd. Dóra var næstyngst þeirra, en þó átta árum eldri en ég. Ég var lang- yngstur og því voru þær Hólasyst- ur Bogga og Dóra bæði systur mín- ar og uppalendur, hvor á sinn máta. Eitt sinn sagði Dóra við mig að hún ætlaði að vera þjónustan mín. Ég áttaði mig ekkert á hvað hún var að meina og tók ekkert eftir því að skítugu fötin mín hurfu að kvöldi og hrein lágu við rúmið mitt að morgni. Ég tók því sem svo sjálf- sögðum hlut að ég áttaði mig ekki á þeirri umhyggju sem þar lá að baki fyrr en löngu síðar. Ég er feginn að mér tókst að tjá henni þakklæti mitt í samtali okkar í Skjólgarði fyrir nokkrum árum. Ég man þegar Dóra og hann Egill í Hoffelli fóru að draga sig saman. Þau stofnuðu nýbýli úr Árnaneslandi og nefndu það Selja- velli. Það varð fljótt myndarbú enda Egill stórhuga og þau hjón harðdugleg og samhent. Egill var einn af þeim fyrstu sem tóku fram- haldsmenntun í búvísindum og starfaði sem ráðunautur í mörg ár. Stórhugur hans kom víða fram, til dæmis við uppgræðslu sanda í héraðinu. Ánægjulegt er að sjá að framkvæmdagleðin og dugnaður- inn hefur erfst frá þeim hjónum til eftirlifandi kynslóðar. Þau Egill og Dóra voru sannkallaðir höfðingjar heim að sækja, og þegar Egill tók til starfa í landsmálunum stóð Dóra við hans hlið á sinn myndarlega en hógværa hátt. Mér er minnisstætt þegar við komum tvö til Seljavalla þegar Dóra var orðin ein. Við vorum að koma úr Öræfunum á leið norður og ég hafði hringt í Dóru og boðað að við myndum kíkja við hjá henni. Þegar við komum í Seljavelli var heilt lambslæri í ofninum fyrir okk- ur þrjú og ekki við annað komandi en að við gistum hjá henni og hún gekk úr rúmi fyrir okkur. Morg- uninn eftir keyrðum við inn að Hof- fellsjökli og ætluðum svo beint út á Höfn. En sem betur fer hringdi ég í Dóru áður, því að hún bjóst við okkur í hádegismat og var að steikja bleikjuflök. Þannig er Dóru rétt lýst, gestrisnin og umhyggjan einstæð. Það er líka dæmigert fyrir hana þegar sjónvarpið birti í fréttum mynd af henni á níræð- isaldri á fullu á upptökuvél að flokka kartöflur. Það er sjónarsviptir að persónu eins og Halldóru Hjaltadóttur. Við Martha sendum innilegar samúðarkveðjur til Seljavalla- systkinanna og fjölskyldna þeirra. Gunnar Már Hauksson. Halldóra á Seljavöllum, góður vinur okkar hjóna, er til moldar borin í dag. Það kallar fram góðar minningar. Halldóra var merkileg kona. Hún var sterkur karakter og sérstakur, margfróð og skemmti- legt við hana að spjalla. Ekki síst vegna þess að oft kom hún með óvæntar athugasemdir sem sýndu nýja hlið á umræðuefninu og voru ævinlega af jákvæðum toga. Halldóra og Egill voru mikið fjölskyldufólk og áttu barnaláni að fagna. Það er merkilegt að horfa heim á Seljavelli og hugsa til þess að ekki eru nema 63 ár síðan þau reistu þar nýbýli. Svo stað- arlegt er þangað heim að horfa. En þau vissu hvað þau vildu og fjölskyldan hjálpaðist að. Eða eins og segir í Hávamálum: Sjaldan bautasteinar standa brautu nær nema reisi niður af nið. Við Egill vorum fyrst kjörnir á þing 2. desember 1979 og tókst brátt með okkur góð vinátta og náið samstarf. Ég sagði í minning- argrein um hann að aldrei hugs- aði ég svo til hans að Halldóra væri ekki við hans hlið. Svo sam- rýnd voru þau og svo hlýtt með þeim. Og það er líka skýringin á því hversu miklu Egill kom í verk að Halldóra var í verkinu með hon- um. Þau voru höfðingjar heim að sækja og höfðingjar í sinni sveit. Halldór Blöndal. ÞÓRDÍS GUNNARSDÓTTIR, Öldugötu 25a, andaðist á Borgarspítalanum sunnudaginn 3. desember. Útförin verður auglýst síðar. Systkini hinnar látnu: Gunnar B. Gunnarsson Pétur Gunnarsson Sigrún Gunnarsdóttir Ásdís Gunnarsdóttir Þorgeir Gunnarsson Sigurjón Gunnarsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA M. SÆMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis að Hjallabraut 33, Hafnarfiði, lést á Sólvangi laugardaginn 2. desember. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 15. desember klukkan 13. Pálmey Ottósdóttir Jón Pálsson Fanney Ottósdóttir barnabörn og langömmubörn Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALBJÖRG BIRGISDÓTTIR, Baldursbrekku 20, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 27. nóvember. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 9. desember klukkan 14. Mikael Þórðarson María Mikaelsdóttir Emil Tómasson Birgir Mikaelsson Ragnheiður Hreiðarsdóttir Unnur Ílóna Mikaelsdóttir Víðir Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, amma, langamma og systir, GUÐMUNDA SIGURBORG HALLDÓRSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk laugardaginn 2. desember. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elín Ágústa Ingimundard. Halldór Jón Ingimundarson barnabörn og barnabarnabörn Svava Halldórsdóttir Gísli Halldórsson og fjölskyldur Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR HARALDSSON, Deddi prentari, lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 2. desember. Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 8. desember klukkan 14. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Sigrún Geirsdóttir Berglind Guðmundsdóttir Heimir Þorsteinsson Bergrós Guðmundsdóttir Gísli Gíslason Gerður Guðmundsdóttir Grétar Örn Sigfinnsson Hafdís Lilja Haraldsdóttir Guðmundur Haraldsson og önnur barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓHANNA SIGFÚSDÓTTIR, Laugarbrekku 18, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík miðvikudaginn 29. nóvember. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 8. desember klukkan 14. Ólafur Ármann Guðrún Óðinn Edda Margrét Klara Valgerður Þórsteinunn Rut tengdabörn, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn Móðir okkar og tengdamóðir, RAGNHEIÐUR SIGURGRÍMSDÓTTIR frá Holti í Stokkseyrarhreppi, andaðist miðvikudaginn 29. nóvember á dvalarheimilinu Skjóli. Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 9. desember klukkan 14. Hlín Pétursdóttir Behrens Einar Jón Einarsson Hákon Jens Behrens Tanja Uršic Systir mín, ÓLÖF RÍKARÐSDÓTTIR, lést 26. nóvember. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 8. desember klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjálfsbjörgu. Ásdís Ríkarðsdóttir og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.