Morgunblaðið - 06.12.2017, Page 26

Morgunblaðið - 06.12.2017, Page 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017 SKECHERS WOODLAND LOÐFÓÐRAÐIR OG VATNSHELDIR DÖMUSKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 36-41. FÁST EINNIG BRÚNIR. DÖMUSKÓR VERÐ 14.995 KRINGLU OG SMÁRALIND Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, á 40 ára afmæli ídag. Ísteka er lífefnaframleiðslufyrirtæki og meginframleiðslaþess er frjósemishormón úr gjafablóði fylfullra hryssna. „Með þessu hormóni er verið að koma af stað egglosi og þetta virkar í öllum spendýrum, en hefur verið mest notað í kýr og svín. Við vinnum þetta hormón á svokallað API-form og seljum það til stærri lyfjafyrir- tækja í útlöndum.“ Það er gömul vitneskja, að hægt sé að nýta þetta blóð í þessum til- gangi og hefur verið notað í 100 ár, en þá var því sprautað beint í skepn- ur. „Það hefur breyst með auknum kröfum um hreinlæti og nákvæmni lyfsins og við hreinsum blóðið það mikið að úr einu tonni sem við tökum í hús vinnum við nokkur grömm af virku efni. Við notum því mikið blóð en viljum meira og erum að biðla til bænda að taka þátt í þessu með okkur. Þeir eru mjög margir úti um allt land og við viljum enn fleiri í þessa byggðastyrkjandi starfsemi okkar. Varan okkar er mjög vinsæl, sem gerir samkeppnisstöðu okkar sterka og við erum í stöðugri sókn. Við höfum farið úr því að vera með fimm starfs- menn yfir í rúmlega tuttugu frá aldamótum og erum búin að stækka verksmiðjuna okkar á Grensásveginum.“ Arnþór er líffræðingur að mennt og tók við framkvæmdastjórastöð- unni árið 2014 af Herði Kristjánssyni, sem er núna þróunarstjóri hjá fyrirtækinu. Eiginkona Arnþórs er Sigrún Pétursdóttir sem vinnur á Hljóðbóka- safni Íslands. Börn þeirra eru Pétur 12 ára, Baldur átta ára og Hildur fjögurra ára. „Ég ætla að vera rólegur í faðmi fjölskyldunnar, við för- um út að borða og fáum okkur ís og svo sé ég til hvort ég geri eitthvað meira í tilefni afmælisins.“ Við Goðafoss Arnþór með börnunum sínum í fyrrasumar. Nýtir blóð úr fylfullum hryssum Arnþór Guðlaugsson er fertugur í dag H elgi Björnsson fæddist 6. desember 1942 í Reykjavík. Hann gekk í Melaskóla, Gagnfræðaskólann við Hringbraut og Menntaskólann í Reykjavík og lauk námi í jarðeðlis- fræði við Oslóarháskóla 1969. Helgi starfaði við Orkustofnun Noregs 1970-1971, Raunvísinda- stofnun Háskólans 1971-1973 og frá 1975, var forstöðumaður jarðeðlis- fræðistofu stofnunarinnar 1991-1995 og í stjórn Jarðvísindastofnunar Háskólans 2010-2012. Hann hefur kennt við Háskóla Íslands og var gistisérfræðingur við fjölmarga er- lenda háskóla og rannsóknastofn- anir, í Bristol 1973-1975, Stokk- hólmi 1980, Osló 1986-1987, Institute of Arctic and Alpine Rese- arch, Boulder í Colorado 1996, Brit- ish Antarctic Survey og Scott Polar Research Institute í Cambridge 1997, Department of Earth, Ocean and Atmospheric Sciences, Univers- ity of British Columbia í Vancouver 2005. Frá 1994 til 2004 var Helgi prófessor í jöklafræði við Oslóar- háskóla í hlutastarfi og vann einnig að jöklarannsóknum í Svíþjóð, Nor- egi og á Svalbarða. Á árunum 2008-2015 tók Helgi þátt í jöklarannsóknum á Himalaja- svæðinu og sá um kennslu í jökla- fræði við Indian Institute of Sciences í Bangalore í Indlandi árin 2011-2015. Rannsóknir hans á Ís- landi nutu styrkja frá Evrópusam- bandinu samfellt frá árinu 1996 til 2005; alls fjögur verkefni í samvinnu við jöklafræðinga frá tíu löndum. Hann hefur átt langt samstarf við Landsvirkjun og Vegagerðina um Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur – 75 ára Á Mýrdalsjökli Helgi staddur við Austmannsbungu, hæsta klett jökulsins, við eftirlit og rannsóknir. Verður ekki síðasti jöklafræðingurinn Jöklafræðingur Helgi Björnsson. Morgunblaðið/RAX Hörður Jóhannesson og Sesselja Jóna Helgadóttir eiga 65 ára brúðkaups- afmæli í dag. Þau voru gefin saman 6. desember 1952 í Kirkjuhvoli á Akranesi af séra Jóni M. Guðjónssyni og var Helga Pálína, frumburðurinn, skírð í leiðinni. Önnur börn þeirra eru Haukur, Alma, Hrönn og Jóhanna. Hörður og Sesselja eru búsett á Hjarðarholti 3 á Akranesi. Árnað heilla Króndemantabrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.