Morgunblaðið - 06.12.2017, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 06.12.2017, Qupperneq 27
jöklarannsóknir og var Almanna- vörnum ríkisins til ráðuneytis um snjóflóðamál og hættu af jökul- hlaupum. Helgi hefur sinnt margvíslegum stjórnunarstörfum og félagsmálum. Í tvo áratugi var hann annar rit- stjóri tímaritsins Jökuls og sat jafn- framt í stjórn Jöklarannsóknar- félags Íslands, m.a. sem formaður, 1987-1998. Hann sat alls í rúman áratug í stjórn Alþjóðlega jökla- rannsóknafélagsins, þar af í fjögur ár sem varaforseti. Þá var Helgi rit- stjóri hins alþjóðlega vísindarits um jöklafræði, Annals of Glaciology, í fimm ár. Helgi kom að skipulagi fjölmargra alþjóðlegra ráðstefna jöklafræðinga hér á landi og erlend- is og var fulltrúi Íslands í ýmsum al- þjóðlegum vinnuhópum og nefndum á sínu sviði. Hann tók þátt í að koma á norrænu samstarfi háskóla og rannsóknastofnana að kennslu til doktorsnáms í jöklafræðum. Helgi hefur unnið að könnun á öllum meginjöklum Íslands, yfir- borði þeirra og botni, landslagi und- ir þeim, vatnsforða sem bundinn er í þeim, rennsli vatns um þá til ein- stakra fallvatna, skriði þeirra fram að sporðum og leysingu. Ennfremur tengsl afkomu og veðurs, og líkleg viðbrögð jökla við loftslagsbreyt- ingum á komandi árum. Þá hefur hann kannað eðli jökulhlaupa og áhrif jarðhita og eldvirkni á jökla. Helgi hefur hlotið ýmsar viður- kenningar fyrir fræðastörf sín. Hann var kjörinn í Vísindafélag Íslendinga 1985 og veitt viðurkenn- ing Menningarsjóðs VISA fyrir vís- indastörf 1999. Árið 2002 var hann sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Stokkhómsháskóla, og hlaut 2003 viðurkenningu Háskóla Íslands fyr- ir lofsverðan árangur við rann- sóknastörf. Helgi var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 2008 fyrir framlag til íslenskra og alþjóðlegra jöklarannsókna og fyrir vísindalega samvinnu. Árið 2009 hlaut hann íslensku bókmennta- verðlaunin í flokki fræðirita fyrir verk sitt Jöklar á Íslandi, sem ný- lega var gefið út á ensku hjá Sprin- ger forlaginu. Helgi hlaut viður- kenningu Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright (Ásuverð- laun) fyrir rannsóknastörf árið 2013. „Ég er núna emeritus vísinda- maður við Raunvísindastofnun HÍ og er eitthvað að vinna og skrifa um gömul gögn. Svo er ég í dálitlum nefndarstörfum úti í bæ, en þegar menn eru komnir á eftirlaun lenda þeir gjarnan í slíku vegna þess að þeir teljast ekki lengur hagsmuna- aðilar. Ég er oft spurður hvort ég sé síðasti jöklafræðingurinn því jökl- arnir séu að hverfa, en það er af og frá. Það verður nóg að gera í jökla- fræðum hér á landi næstu 200 árin.“ Fjölskylda Eiginkona Helga er Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor, f. 22.6. 1954. Foreldrar hennar voru hjónin Esther Pétursdóttir húsmóðir, f. 27.12. 1922, d. 3.1. 1996, og Þórhall- ur Tryggvason bankastjóri, f. 21.5. 1917, d. 5.2. 2008. Börn Helga og Þóru eru Þórhall- ur f. 11.11. 1990, söngnemi og Val- gerður, f. 10.1. 1995, nemi og af fyrra hjónabandi: Svanhildur, f. 5.1. 1971, leikskólakennari, Björn, f. 18.9. 1974, kvikmyndagerðarmaður og ljósahönnuður, og Ásdís, f. 5.1. 1982, háskólakennari. Systkini Helga eru Hólmfríður ritari, f. 16.3. 1934, d.16.5. 2011, Sveinbjörn, fv. háskólarektor, f. 28.10. 1936, Sigfús, prófessor em- eritus, f. 25.3. 1938 og Ólafur Grím- ur læknir, f. 6.1. 1944. Hálfbróðir samfeðra: Hörður, f. 5.5. 1949. Foreldrar Helga voru hjónin Droplaug Sveinbjarnardóttir hús- móðir, f. 28.5. 1912, í Viðvík við Stykkishólm, d. 20.7. 1945 og dr. Björn Sigfússon háskólabókavörður, f. 17.1. 1905 á Stóru-Reykjum í Reykjahverfi, S-Þingeyjarsýslu, d. 10.5. 1991. Helgi Björnsson Margrét Bjarnadóttir húsfr., f. í Haga á Mýrum Jón Ólafsson bóndi í Laxárholti á Mýrum og víðar Jóhanna Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Viðvík Droplaug Sveinbjarnardóttir húsmóðir í Rvík Sveinbjörn Guðmundsson b. í Viðvík í Helgafellssveit Kristín Jóhannesdóttir húsfr., f. á Efra-Hóli í Staðarsveit Guðmundur Ólafsson b. í Jónsnesi í Helgafellssveit Petrína Kristín Pétursdóttir húsfr. á Húsavík Aðalbjörg Jakobsdóttir húsfr. á Húsavík og Eyrarbakka Jakob Gíslason orkumálastjóri Einar Sveinbjörnsson prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands Sveinbjörn Björnsson jarðeðlisfr. og fv. háskólarektor Halldór Sigfússon skattstjóri í Rvík Guðjón Sveinbjörnsson prentari í Reykjavík Unnsteinn Guðmundsson trillukall og fv. sveitarstjórnarfulltrúi á Höfn í Hornafirði Ólafur Guðmundsson b. og smiður á Dröngum á SkógarströndSiggeir Ólafsson byggingameistari í Kópavogi Guðmundur Ólafsson b. og landpóstur á Dröngum Hólmfríður Þorsteinsdóttir húsfr., f. í Miðfirði á Langanesströnd Halldór Sigurðsson b. á Kálfastöðum við Mývatn Halldóra Halldórsdóttir húsfr. á Kraunastöðum Sigfús Bjarnarson b. og hreppstjóri á Kraunastöðum í Aðaldal Hólmfríður Pétursdóttir húsfr., f. í Reykjahlíð, af Reykjahlíðarætt Björn Magnússon b. og smiður á Granastöðum í Köldukinn, af Grenjaðarstaðarætt Úr frændgarði Helga Björnssonar Björn Sigfússon háskólabókavörður ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017 Þorvaldur Þorsteinsson fæddist6. desember 1917 á Siglufirði.Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Pétursson, útgerðarmaður og kaupmaður á Siglufirði, f. 1879, d. 1952 og Sigurlína Halldóra Sigurð- ardóttir húsfreyja, f. 1884, d. 1967. Föðurforeldrar Þorvaldar voru hjónin Pétur Pétursson, bóndi á Neðri-Dálksstöðum á Svalbarðs- strönd, og Sigríður Guðmundsdóttir, og móðurforeldrar Þorvaldar voru hjónin Sigurður Pétursson, bóndi og skipstjóri á Haganesi í Fljótum, og Guðný Pálsdóttir. Systkini Þorvaldar voru Vil- hjálmur, Vilhelm Friðrik, Anna, Pét- ur, Ásmundur, Bjarni og Guðný. Uppeldissystir þeirra var Anna Pál- ína Hallgrímsdóttir. Þorvaldur ólst upp í foreldra- húsum og brautskráðist frá Verzl- unarskóla Íslands árið 1938. Hann var fulltrúi hjá Ó.V. Jóhannsson & co. 1938-1950 og framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna 1950- 1989. Þorvaldur var formaður stjórnar Nemendasambands Verzlunarskóla Íslands 1967-1972 og átti sæti í skólanefnd sama skóla 1967-1972. Formaður Lionsklúbbsins Ægis var hann 1961-62. Þorvaldur var um- dæmisstjóri Lionshreyfingarinnar á Íslandi 1964-65 og sat í alþjóðastjórn Lionshreyfingarinnar 1970-1972. Hann var félagi í Oddfellowstúkunni Ingólfi og einn af stofnfélögum Odd- fellowstúkunnar Skúla fógeta. Þorvaldur hlaut margar viður- kenningar og heiðursmerki fyrir störf á vegum Lionshreyfingarinnar og Alþjóðasambands Lionsklúbba. Þorvaldur kvæntist árið 1940 Guð- rúnu Tómasdóttur húsfreyju, f. 10.10. 1918, d. 25.6. 2000. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Þorgrímsdóttir og Tómas Tómasson. Börn Þorvaldar og Guðrúnar: tvíburarnir Halldóra Anna, og Guðrún Ragnheiður, f. 1941; Þorsteinn, f. 1943, d. 2011, og Tómas, f. 1953. Þorvaldur lést 22.1 1998. Merkir Íslendingar Þorvaldur Þorsteinsson 95 ára Bergljót Haraldsdóttir Kristbjörg Haraldsdóttir 85 ára Rósmundur Guðmundsson 80 ára Björgvin Ottósson Edda Líney Valdimarsdóttir Hjörtur Sæmundsson 75 ára Gerður Gunnarsdóttir Helgi Björnsson Jóhanna Líndal Sigríður Patricia Þórðar Mahon Stefán Arnórsson 70 ára Ásgeir Sigurður Eiríksson Ásta Guðbrandsdóttir Guðrún Benediktsdóttir Ingibergur E. Þorkelsson Jóanna Poulsen Sóley Jóhannsdóttir Sævar Gestsson 60 ára Bergþór Skúlason Einar Þór Guðlaugsson Guðmundur Guðmundsson Haraldur Thorlacius Helga Sigríður Kristjánsdóttir Jón Steinar Jónsson Kristján Ármannsson Rickey Crocker Sigfús Þór Nikulásson Sigríður E. Blumenstein Steinar Thorarensen Þóra Gerða Geirsdóttir Þórleifur Hólm Guðmundsson 50 ára Bogdan Gosciniak Gígja Sigurðardóttir Halla Kjartansdóttir Heimir Jónsson Ingunn Guðbjörnsdóttir Kristján Birkir Jónsson Paulo Manuel Moreira Goncalves Pétur Einar Traustason Rannveig Grétarsdóttir Sigríður Helga Einarsdóttir Sigurlína Kristinsdóttir Wieslaw Kuleszewicz 40 ára Arnþór Guðlaugsson Ásgerður Ásbjörnsdóttir Bryndís Mjöll Sævarsdóttir Egill Logi Hilmarsson Eiríka Guðrún Magnúsd. Helga Stefánsdóttir Hui Ling Chen Milan Andonov Panitchanan Pankampa Piotr Mach Rebekka Þórhallsdóttir Sharon R. Linda Sigurðard. Vladimir S. Brezovski Þóra Hjördís Þorsteinsdóttir 30 ára Aðalheiður Stella Stefánsdóttir Andri Fannar Símonarson Edda Eir Ingadóttir Elzbieta Maria Guz Jennelyn Obas Lantano Lendita Bujupi Paulina Markiewicz Rut Jóhannsdóttir Sarah Elizabeth Gibby Ægir Óskar Gunnarsson Til hamingju með daginn 30 ára Stella er Reykvík- ingur, ferðamálafræð- ingur að mennt og vinnur í innkaupadeild Iceland Travel. Maki: Jón Garðar Jens- son, f. 1983, vinnur hjá Premis. Sonur: Jökull Máni, f. 2016. Foreldrar: Stefán Ás- geirsson, f. 1947, flug- vélstjóri, og Guðrún Krist- ín Antonsdóttir, f. 1945, grunnskólakennari. A. Stella Stefánsdóttir 40 ára Bryndís fæddist í Kópavogi, en ólst upp í Mosfellsbæ og býr þar. Hún er þjónustufulltrúi í Landsbankanum. Sonur: Birkir Örn, f. 2005. Systir: Arndís Úlfhildur, f. 1972. Foreldrar: Sævar Arn- grímsson, f. 1950, leigu- bílstjóri, og Erla Þorleifs- dóttir, f. 1952, heima- vinnandi. Þau eru búsett í Mosfellsbæ. Bryndís Mjöll Sævarsdóttir 30 ára Edda er Reykvík- ingur og er að læra sál- fræði í Háskólanum á Akureyri. Maki: Jóhann Bessason, f. 1974, smiður hjá E. Sig- urðssyni. Börn: Aðalbjörg, f. 2012, og Indriði, f. 2014. Foreldrar: Ingi Jóhann- esson, f. 1948, kennari, bús. í Ólafsfirði, og Val- gerður Margrét Skúla- dóttir, f. 1957, félags- ráðgjafi í Rvík. Edda Eir Ingadóttir Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Svampþvottastöð Afkastamikil sjálfvirk þvottastöð sem getur þvegið allt að 50 bíla á klukkustund. Opið virka daga kl. 8 -19 helgar kl. 10 – 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.