Morgunblaðið - 06.12.2017, Síða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2017
Rithöfundarnir Gerður Kristný,
Jónas Reynir Gunnarsson og Stefán
Máni lesa upp úr og spjalla um ný-
útkomnar bækur sínar í Borgar-
bókasafnimu í Grófinni í kvöld kl.
20. Umræðum stýrir Sunna Dís
Másdóttir, verkefnastjóri á safninu.
Í nýjustu bók sinni, Smartís, segir
Gerður Kristný sögu unglings-
stúlku á níunda áratug liðinnar ald-
ar, þegar kalt stríð geisar í heim-
inum og heimsendir virðist jafn
raunverulegur og ný peysa úr Ping
Pong við Laugaveg. Jónas Reynir
Gunnarsson sendi frá sér þrjár
bækur í haust, ljóðabækurnar Leið-
arvísi um þorp og Stór olíuskip,
sem hlaut Bókmenntaverðlaun
Tómasar Guðmundssonar, og
skáldsöguna Millilendingu sem seg-
ir af Maríu, ungri konu sem á erfitt
með að finna fótfestu í lífinu. Stefán
Máni sendi fyrir skömmu frá sér
skáldsöguna Skuggana en í henni
segir af Timma og Kollu sem leita
að eyðibýli á Melrakkasléttu.
Gerður, Jónas og Stefán lesa og spjalla
Morgunblaðið/Golli
Smartís Gerður Kristný les upp úr og
fjallar um nýútkomna bók sína Smartís.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Árlegir aðventutónleikar kóra Dom-
us vox verða haldnir í kvöld kl. 20 í
Hallgrímskirkju. Kórarnir sem taka
þátt í tónleikunum eru Vox feminae,
Cantabile, Aurora og Stúlknakór
Reykjavíkur. Listrænn stjórnandi
tóneikanna er Margrét J. Pálma-
dóttir og hefur hún staðið fyrir að-
ventutónleikum í kirkjunni árlega
allt frá árinu 1993 og verða þetta því
25. tónleikarnir í kirkjunni.
Margrét mun stjórna kórunum
ásamt Guðrúnu Árnýju Guðmunds-
dóttur og Sigríði Soffíu Hafliðadótt-
ur. Sigrún Pálmadóttir sópran syng-
ur einsöng og hljómsveit skipa Arn-
hildur Valgarðsdóttir á orgel, Hall-
fríður Ólafsdóttir á flautu, Elísabet
Waage á hörpu, Ólöf Sesselja Ósk-
arsdóttir á selló og Baldvin Oddsson
á trompet.
Býður upp á draumahljóminn
Margrét segist hafa verið búin að
stjórna Stúlknakór Reykjavíkur í tíu
ár þegar fyrstu aðventutónleikarnir
voru haldnir í kirkjunni en þá söng
Kvennakór Reykjavíkur. Í kvöld
verða kórarnir fjórir, sem fyrr segir,
og stúlknakórinn verður að auki tví-
skiptur eftir aldri. Margrét segir
gaman að því að hinir kórstjórnend-
urnir, þær Guðrún og Sigríður, hafi
alist upp í kór hjá henni og séu hægt
og rólega að taka við af henni. „Við
blöndum stjórninni og ég er list-
rænn yfirstjórnandi,“ útskýrir Mar-
grét.
Í stúlknakórnum eru stúlkur upp
að 18 ára aldri og í Auroru stúlkur
og konur á aldrinum 18 ára til 26
ára. Í Cantabile eru konur yfir
fimmtugu og í Vox feminae reyndar
söngkonur og margar hverjar söng-
lærðar. Margrét er stofnandi allra
kóranna fjögurra og listrænn stjórn-
andi.
„Það eru 145 stúlkur í starfinu og
síðan 75 konur,“ segir Margrét um
þennan mikla kvennafjölda og að
yngstu stúlkurnar séu þegar búnar
að halda tónleika. Á tónleikunum í
kvöld muni því um 170 stúlkur og
konur syngja. „Hallgrímskirkja býð-
ur okkur upp á draumahljóminn,
þ.e.a.s. þennan hljóm sem gaman er
að flytja a capella tónlist í og hátíð-
lega tónlist,“ segir hún. Reyndustu
kórarnir muni hefja dagskrána, Vox
feminae fyrst og Aurora og svo
Cantabile og Stúlknakór Reykjavík-
ur. „Þetta er ekki hugsað sem sýn-
ishorn fyrir hvern kór heldur er dag-
skráin algjörlega heildræn og við
endum saman á „Heims um ból“ og
öllu þessu hátíðlega,“ segir Margrét
um fyrirkomulagið. „Þetta er risa-
stórt hljóðfæri,“ segir hún um kór-
ana í heild og að yngsta söngkonan
sé níu ára og sú elsta um áttrætt.
„Það er líka dálítið fallegt að sjá
þrjár kynslóðir koma saman;
mömmuna, ömmuna og barnabarn-
ið. Það eru nokkur dæmi um slíkt og
alveg sérstaklega fallegt,“ bætir
Margrét við.
Leitin að andanum
Margrét segir samstöðu, kærleik
og vináttu einkenna tónleikana og
spurð að því hvort einhver sér-
staklega krefjandi verk séu á efnis-
skránni segir Margrét svo ekki vera
en nefnir þó fallega og sérstaka
yoik-útsetningu á „Fögur er foldin“.
Margrét gefur blaðamanni tóndæmi.
„Það er ekki beint krefjandi en öðru-
vísi í magnaðri a capella-útsetn-
ingu,“ segir hún. „Þetta er þessi nor-
ræni steppustíll,“ útskýrir hún.
Í fyrri hluta tónleikanna verður
farið allt aftur til endurreisnar en í
þeim seinni verða nýrri og þekktari
lög, m.a. „Vindur, dansaðu vindur“.
Margrét segir efnisskrána alla með
trúarlegu ívafi eða tilfinningu fyrir
æðri máttarvöldum. „Leitin að and-
anum því það skiptir máli í dagsins
önn að þú finnir fyrir einhverjum
anda í lífinu og sért ekki bara að
hugsa um jólagjafir og skreytingar
heldur líka þennan mikla náunga-
kærleik sem þú leitar bara að í sálu
þinni, finnst mér,“ segir hún.
Kynntust í kór
Flensborgarskóla
Einsöngvari á tónleikunum verð-
ur Sigrún Pálmadóttir sópran sem
var fastráðin við óperuhúsið í Bonn á
árunum 2001-2010 og söng þar fjöl-
mörg burðarhlutverk óperubók-
menntanna og kom jafnframt reglu-
lega fram í öðrum óperuhúsum, m.a.
í Dresden, Wiesbaden og Köln. Hún
hlaut verðlaun styrktarfélags óper-
unnar í Bonn 2004 fyrir vel unnin
störf og framfarir og vorið 2008 söng
hún hlutverk Víólettu Valéry í La
traviata eftir Verdi hjá Íslensku óp-
erunni og hlaut fyrir þá frammistöðu
Grímuna, íslensku leiklistarverð-
launin, sem söngvari ársins.
„Ég kynntist henni þegar hún
kom til mín í kór í Flensborgarskóla
sem ég stjórnaði þá,“ segir Margrét
um Sigrúnu og að hún hafi tekið
miklu ástfóstri við rödd hennar.
„Hún byrjaði að læra að syngja og
syngur svo Næturdrottninguna í
Bonn nokkrum árum síðar.“ Sigrún
mun m.a. syngja „Let the Bright
Serafim“ við trompetleik Baldvins
Oddssonar og tvær Ave Maríur.
Margrét telur tónleikana líklega
verða þá síðustu sem hún haldi í
Hallgrímskirkju, m.a. vegna mikils
kostnaðar. Hún muni samt sem áður
halda áfram að skipuleggja þessa ár-
legu aðventutónleika, líkt og hún
hafi gert í um aldarfjórðung.
Miðasala á tónleikana fer fram hjá
kórfélögum, Domus vox og á Tix.is.
Morgunblaðið/Hari
Söngglaðar Kórstjórnendurnir Sigríður Soffía, Margrét og Guðrún Árný og kórstúlkur og -konur á æfingu.
„Risastórt hljóðfæri“
170 stúlkur og konur í kórum Domus vox á aðventutón-
leikum í Hallgrímskirkju 25. aðventutónleikarnir
SÝND KL. 5.30SÝND KL. 6
SÝND KL. 8, 10.15SÝND KL. 5.30, 8, 10
SÝND KL. 8, 10.25
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
ICQC 2018-20
/////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////